Undarlegt jafnrétti

Mér þykir það undarlegt jafnrétti ef ekki er hægt að vinna að því. Heldur þarf að þvinga því að fólki með undarlegum lagasetnum og kröfum. Í mínum huga er slíkt ekki jafnrétti, heldur eitthvað allt annað.

Hérna er smá bútur úr frétt sem má finna á Rúv.is

„Jafnrétti næst ekki án þvingunar“

Reynslan hefur sýnt að jafnréttið fæst ekki án þvingunarúrræða. Þetta segir Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu. Hún segir frumvarp til jafnréttislaga sem veitir stofunni heimild til að beita fyrirtæki dagsektum, framfylgi þau ekki úrskurði kærunefndar jafnréttismála, tilkomið af illri nauðsyn.

Restina af þessari frétt er hægt að lesa hérna.

Það læðist að mér sá grunur að þetta sé ekki af illri nauðsyn, heldur er hérna um að ræða eitthvað allt annað. Og mig grunar að það sé ekkert gott. Vegna þess að svona jafnrétti er ekki neitt jafnrétti í raun. Heldur er hérna er um að ræða annað form mismununar, nema að núna fer að halla á karlmenn og konur sem ekki eru sammála þessum öfga-feminstum.