Gjörspilltur framsóknarmaður reynir að ritskoða bloggara

Hinn gjörspillti framsóknarmaður Gunnlaugur M. Sigmundsson reynir núna að ritskoða DV bloggarann hann Teit Atlasson fyrir bloggfærslu sem hann skrifaði fyrir mörgum mánuðum síðan. Hægt er að lesa um þessa ritskoðun í formi meiðyrðalögsóknar hérna á fréttavef DV.

Staðreyndin er hinsvegar sú að Gunnlaugur M. Sigmundsson hefur engan grundvöll fyrir þessari meiðyrðalögsókn. Enda er Teitur eingöngu að vísa í frétt Morgunblaðsins frá árinu 1998 og slíkt getur ekki innfalið í sér meiðyrði. Ég hallast því að Gunnlaugur sé einfaldlega að reyna að þagga niður í öllum þeim rifja upp þessa spillingu sem hann stóð að með Kögun hf. Mál sem var aldrei rannsakað sem sakamál, en hefði í raun átt að gera það.

Hérna er fréttaflutningur af þessu máli á sínum tíma. Til upprifjunar fyrir alla þá sem hafa áhuga á þessu spillingarmáli.

Seldi sjálfum sér Kögun (Helgarpósturinn, tímarit.is, árið 1995)
Orðrómur um sölusamning sennileg skýring (Morgunblaðið, tímarit.is, árið 1999)
Yfirlýsing stjórnarmanna Þróunarfélags Íslands hf. v/sölu hlutabréfa í Kögun hf. Sala Þróunarfélagsins á hlutabréfunum í Kögun (Morgunblaðið, árið 1998)
mbl kögun (pastebin.com)

Ég ætla síðan að vara Gunnlaug við. Muni hann reyna að ritskoða mig með lögsókn þá mun ég ekki hika við það velta öllum þeim steinum sem mér sýnist til þess að fletta ofan af honum og hans spillingu. Ég mun ennfremur ekki fjarlægja þessa bloggfærslu, jafnvel ekki einu sinni þó svo að dómur falli mér í óhag. Þar sem lögsaga þessar vefsíðu er á þrem svæðum í heiminum. Gunnlaugur getur fundið út sjálfur hvar þessar lösögur eru staðsettar ef hann vill gera svo.

Ég mæli síðan með að fjölmiðlar rannsaki viðskipti og starfsemi Gunnlaugs á Alþingi þegar hann starfaði þar. Það virðist ekki veita að því. Enda virðist maðurinn vera gjörspilltur og algerlega siðlaus að auki.