Saga frá þjóðhátíð í Vestmannaeyjum árið 1999

Hérna er saga af atburði sem gerðist þegar ég fór á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum árið 1999. Lýsingin á þessu er meira og minna rétt eftir minni, eða það vona ég allavegna. Þar sem það er langt frá því að þetta gerðist. Þessi saga er ekkert voðalega löng og þess síður að hún sé áhugaverð. Hinsvegar hef ég hugsað um þennan atburð á undanförnum árum þar sem ég hef í raun hefði átt að bíða. Þess í stað fór ég. Eitthvað sem ég tel að hafi hugsanlega verið mistök af minni hálfu. Þetta er þó spurning sem ég mun aldrei fá svar við í raunveruleikanum.

Sagan sem fer hérna á eftir er sönn. Ég hef ekki hugmynd um hver viðkomandi var og óvíst að ég fái nokkurntíman að vita það.

Sumarið árið 1999 ákvað ég að skella mér (frekar en árið 1998) á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Þetta var skyndiákvörðun hjá mér. Þegar á þjóðhátíð var komið þá tjaldaði ég og hitti vini mína sem voru einnig á svæðinu. Enda hafði ég farið þarna í þeim tilgangi að hitta þá á þjóðhátíð meðal annars. Þá eins og í dag þá drekk ég ekki áfengi og var því edrú alla þjóðhátíðina. Það kom hinsvegar ekki í veg fyrir að ég hagaði mér eins og fífl. Enda margt hægt að gera þegar maður er edrú og að skemmta sér.

Á Föstudagskvöldinu (að mig minnir) þá kom ég mér vel fyrir svo að ég gæti horft á það þegar kveikt var í varðeldinum sem er alltaf á þjóðhátíð í Eyjum. Þegar góðar 10 til 20 mínótur voru liðnar af varðeldinum. Þá sé ég hvernig stelpa, sem er greinilega í uppnámi og grátandi kemur labbandi í áttina að mér. Áður en ég veit af. Þá sest hún við hliðina á mér og fer að gráta. Ég man ekki hvort að ég spyr hana hvað er að, eða bara hvort að hún fer að segja mér hvað var í gangi. Á þessum tíma var ég mjög óreyndur í mannlegum samskiptum. Ég reyndi þó að tala eitthvað við stelpuna. Sem hafði þó gripið í hendina á mér þegar þarna var komið við sögu og hélt vel og vandlega í hendina á mér. Við þetta kom smá fát á mig. Þannig að mér tókst að sannfæra stelpuna um að koma með mér í næsta hjálparskýli björgunarsveitarinnar í Vestmanneyjum sem var þarna nálægt, og hafði einhvernvegin tekið eftir því. Þar sem ég vissi hvar þetta var staðsett (hvernig man ég ekki eftir, hef samt líklega labbað bara fram hjá því).

Þegar að húsi hjálparsveitarmanna er komið. Þá kem ég stelpunni til konu sem vinnur þarna og tekur við henni. Eftir það þá sé ég umrædda stelpu ekki meira. Ég labbaði þó þarna um morguninn í þeim tilgangi að gá hvort að stelpan væri þarna. Það reyndist ekki vera, enda var hún þá líklega farin löngu áður.

Hvað svo sem gerðist í lífi þessar stelpu eftir það. Þá vona ég bara að allt hafi gengið henni í haginn eftir þetta. Ég reikna þó ekki með því að sjá eða hitta þessa stelpu aftur. Enda er ég aðeins með gamla minningu og ekkert annað. Svona er lífið hinsvegar. Það kemur manni á óvart þegar maður á minnst von á því.