Guð er ekki til

Ég ætla mér að breyta til frá fyrri yfirlýsingum og birta greinar þó svo að óþolandi auglýsing sé til staðar á jonfr.blog.is. Hægt er að lesa greinina einnig á jonfr.com, þar sem að engar pirrandi flash auglýsingar eru til staðar.

Ég tók eftir því að öfgatrúmaðurinn [2] mofi heldur áfram að ljúga að sjálfum sér og öðrum í gegnum internetið. Ekki nóg með það að allt sem hann segir á blogginu sínu sé ein stór lygaþvæla, þá hikar maðurinn ekki við að ljúga uppá þá sem svara honum. Einnig sem að mofi leggur það í vana sinn að nota aðrar lygar sem „sönnun“ fyrir sínum orðum, einnig sem að mofi hnusar vísindalegar rannsóknir vegna þess að þær henta honum ekki. En mofi lýgur sem hann mest getur um þróunarkenninguna (sem er staðreynd í dag), en einnig sem að hann lýgur uppá félagslegan Darwinisma. Sem er ekki upprunnin hjá Darwin, heldur manni sem hét Herbert Spencer. En grein mofi um félagslegan Darwinisma er ekkert nema ein stór lygaþvæla, enda virðist mofi ekki átta sig á einföldustu staðreyndum þess sem að hann skrifar um. Ég ætla mér að skrifa um það seinna. Þegar ég hef góðan tíma í það og búinn að taka saman staðreyndir um týndu kynslóðina í Ástralíu.

En að efni þessar greinar. Efni þessar greinar er mjög einfalt og má setja í fjögurra orða setningu, sem hljóðar svona með áherslu. Guð er ekki til. Þar hafið þið það, allan sannleikan í heiminum fyrir framan ykkur og hann verður ekki einfaldari en þetta. Guð er ekki til og hefur aldrei verið til.

Þessi vitlausa hugmynd sem hefur fengið fólk til þess að gera kjánalega hluti um árþúsund á sér nokkuð einfalt upphaf. En það hefur verið sannað með rannsóknum að hugmyndin um guð á sér rætur í sóldýrkun ýmisskonar. Í gegnum árþúsundin og misjafnlega fáfróðar þjóðir þá hefur hugmyndin um guð tekið ýmisskonar breytingum, allar til hins verra fyrir mannkynið. Kristin trú er afsprengi þessara breytinga, en þó hefur verið bætt inní trúa öndum (heilagur andi), manneskjum sem lappa á vatni og vekja upp látið fólk (Jesú), englum og fleira rugli til þess að fegra trúa og gera trúna meiri, en þegar kristin trú kom fram þá bjó fólk mikið í frumstæðum borgum sem töldu líklega þúsundir einstaklinga. Þegar kristin trú kom fram þá var litið á kristna trú sem jaðartrúarbrögð, sem kristin trú vissulega var. En á þessum tíma voru trúarbrögð Ra og annara Egypskra sólguða ríkjandi. En eftir því sem tíminn leið, þá dóu þau út. Þegar kristin trú var búinn að ná völdum, þá gerði kristin trú nákvæmlega það sama og egypsku faróannir gerðu þegar kristin trú var jaðartrúarbrögð. Kom í veg fyrir að ný trúarbrögð kæmu fram og drap þau í fæðingu ef mögulegt var. Ekkert nýtt þar á ferðinni. Kristin trú er eins og önnur trúarbrögð sem hafa komið og farið á jarðkringlunni síðustu árþúsundin. Ég hinsvegar vona að kristin trú og frændur hennar hverfi sem fyrst í sand sögunnar og verði verkefni fornleifafræðinga í framtíðinni.

Guð er ekki til og það er ekkert sem fólk getur gert í málinu. Þannig að besta ráðið er að njóta lífsins án trúarvitleysunnar og taka því rólega.