Íslamshatur Jóns Vals

Ekki nóg með það að bloggarinn Jón Valur hati samkynheigt fólk og alla þá sem ekki eru kristnir. Heldur hatar Jón Valur einnig Íslam og alla þá sem tengjast því. Hann kemur hatri sínu á framfæri í bloggskrifum og felur hatur sitt með orðskrúða og langlokum um ekki neitt.

Í síðustu bloggfærslu sinni fjallar Jón Valur um sjálfstæði Kosovo og telur víst að þar sé verið að stofna þriðja íslamska ríkið í Evrópu. Ekki nóg með að Jón Valur skjóti sjálfan sig í fótinn með þessum skrifum sínum, heldur bítur hann einnig hausinn af skömminni með þessum skrifum sínum. Og síðan fær þessi maður stað á forsíðu mbl.is. Skömm að þessu.

Í umræddri bloggfærslu kemur þetta meðal annars fram hjá Jóni Vali.

En hvenær bætist fjórða múslimaríkið við í álfunni, eða stefnir hún kannski óvart á það að verða Evrabía? Menn hafi þar í huga öra, margfalda tímgun múslima í álfunni á við það sem tíðkast þar hjá mörgum helztu þjóðum, s.s. Þjóðverjum, Spánverjum, Ítölum, Bretum, Dönum og Hollendingum.

Þegar nánar er skoðað þá kemur í ljós að þessi fullyrðing Jóns Vals er ekkert nema bull frá upphafi til enda. Í skýrslu ICG kemur þetta í ljós.

Three religions – Islam, Orthodoxy, and Catholicism, have long coexisted in Kosovo. A large majority of Kosovo Albanians consider themselves, at least nominally, to be Muslim. A minority, about 60,000, are Catholic. Most Kosovo Serbs, even those who are not active religious believers, consider Orthodoxy to be an important component of their national identity. Nevertheless, despite this essential division of religious activities along ethnic lines, it cannot be said that religion per se was an important contributing factor in the conflict between Serbs and Albanians.

Kosovo Albanians do not define their national identity through religion, but through language and have a relatively relaxed approach towards the observance of the forms of the Islamic religion. Neither Islamic leaders nor Islamic theology played a significant role in either the eight-year campaign of non-violent resistance to the Serb occupation regime or the armed resistance of 1998-99. Islamic political and social fundamentalism, as that term is understood with respect to the Middle East, has very little resonance in Kosovo.

Annars snýst meirihluti bloggfærslu Jóns Vals um það hvað Serbar tapa miklu á sjálftstæðisyfirlýsingu Kosovo, en þessi langloka hans um tilgangslaus efnahagsmál í þessu tilliti er eingöngu notuð til þess að fela hatur Jóns Vals á Íslam.

Það er skömm að svona mönnum.