Talsmaður vafasams stórfyrirtækis vinnur mál gegn málfrelsinu í Héraðsdómi

Þetta er sorglegur dagur í dag. En í dag vann talsmaður hins vafasama stórfyrirtæki Impregilo (sem hefur annars verið dæmt fyrir múturgreiðslur í Suður Afríku) mál gegn bloggara vegna þess að viðkomandi kallaði hann rasista, í kjölfar ummæla sem viðkomandi lét sjálfur falla um Aron Pálma og Paul Nikolav á sínu eigin bloggi á síðasta ári.

Hérna er færslan sem um ræðir (Google Cache er hérna). Ég mun birta afrit af henni hérna fyrir neðan.

Aðal Rasisti Bloggheima

Ég hef rætt töluvert um rasisma hér og bent á nokkra frambjóðendur frjálslynda sem hika ekki við að bera útlendingahatur sitt á borð hér í bloggheimum. Nú hef ég fundið einn til, svæsnari en hinir lagðir saman, talsmann impreglio á íslandi sem einmitt var í fréttum í gær vegna ömurlegs aðbúnaðar starfsmanna sinna og átti afar smekklaust koment varðandi það mál allt í fréttablaðinu í dag.. en hvaða máli skiptir það, þessir útlendingar lesa hvorteðer ekki íslensku blöðin. Nú hefur þessi ágæti piltur einsett sér að koma á veg fyrir það að fyrsti nýbúinn verði kjörinn á alþingi íslendinga. Hann ber á hann ílla framsettan róg með dassi af samsæriskenningum um að hann hafi gerst sekur um gálgahúmor, ekki ósvipaðan og hann sjálfur gerðist sekur um í fréttablaðinu í dag. Þessi drengur virðist vera sérlega viðkvæmur fyrir húmor, hann stóð fyrir krossför gegn Jóni Gnarr á sínum tíma, þegar honum ofbauð annars afar fínt grín Jóns. Það hlýtur að vera óþolandi að lenda í klónum á svona tepru sem kýs að sjá ekki samfélagsgagnrýnina í einföldu gríni, heldur túlka allt svona bókstaflega til þess að hampa sjálfum sér í fjölmiðlum.

Rógburðurinn og samsæriskenningar um aðild Pauls að gálgahúmor var ekki nóg fyrir þennan sjáflkjörna siðapostula heldur fann hann líka að því að ekki væri hægt að finna símanúmer Pauls í símaskránni, þar af leiðandi væru lýðræðishugmyndir VG fallnar um sjálfa sig..

Ég vogaði mér að biðja hann í komentakerfi hans um að hætta að drulla svona yfir sjálfan sig trekk í trekk, hann væri orðinn aðhlátursefni hér á vefnum en hinn lýðræðiselskandi Ómar R Valdimarsson kaus að stroka ummæli mín af síðu sinni og meina mér aðgang að komentakerfi sínu. Hér fer maður fullur af mótsögnum. Ég mæli því með því að þið ágæta fólk látið í ykkur heyra á kerfinu hans svo að útlendingahatur hans standi þar ekki óhaggað.

Streisand effect rúlar.