Evrópuandstæðingar steyta á skeri

Á Íslandi er hópur fólks, blaðamanna og stjórnmálamann sem vinna að því hörðum höndum að skerða lífsgæði íslendinga. Auka matarkostnað þeirra í gegnum einokun á landbúnaðarvörum, tollum og vörugjöldum. Þetta er alveg fyrir utan aðra vöruflokka á Íslandi sem sæta ýmsum gjöldum sem eru ólögleg að mati WTO (World Trade Organization), sem íslendingar eru aðilar að. Reyndar hafa íslendingar, með helstu andstæðinga Evrópusambandsins í ráðherrastóli þverbrotið alþjóðlega samninga um niðurfellingu tolla á ýmsum vöruflokkum. Þar á meðal landbúnaðarvörum, rafeindatækjum og mörgum fleiri vöruflokkum. Þeir sem borga fyrir þessi brot íslenskrar stjórnsýslu á alþjóðlegum samningum um viðskipti eru íslenskir neytendur með hærra verði, meiri skattlagningu (tollum) og hærri verðbólgu á Íslandi.

Við inngöngu Íslands í Evrópusambandið mundu þessi brot íslendinga á alþjóðlegum samningum hætta. Enda yrði tekin upp tollastefna Evrópusambandsins sem er samkvæmt reglum WTO. Vörugjöld yrðu felld niður eins og þau eru í dag. Enda voru vörgjöld sett tímabundið á innflutning við inngöngu Íslands í EFTA, til þess að mæta meintu tapi íslenska ríkisins af lækkun tolla á innfluttar vörur. Þessi gjöld eru ennþá við lýði og geta því varla talist tímabundin núna í dag. Þó svo að það hafi verið ætlunin í upphafi á Íslandi.

Þegar það kemur að umræðunni um verðlag á matvælum, raftækjum, bílavarahlutunum og öðru slíku. Þá standa andstæðingar Evrópusambandsins gjörsamlega á gati. Enda geta Evrópuandstæðingar ekkert sagt gegn lækkandi verðlagi, verðbólgu og vaxtastigi á Íslandi. Staðreyndin er nefnilega sú að þegar íslenskt hagkerfi hefur verið sem lokaðst. Þá hefur það jafnframt verið hvað óstöðugast þegar það kemur að verðbólgum og vöxtum. Þetta sjá íslendingar núna í dag með stöðugt hækkandi stýrivöxtum á Íslandi. Í kjölfarið hækkar auðvitað allt annað á Íslandi. Á þessu steyta Evrópuandstæðingar, og sitja þar fastir og sökkva með sínum málflutningi og hugmyndum um einangrun Íslands.

(Þessi grein var birt í Morgunblaðinu nýlega.)