Davíð og vindmyllur Baugs

Og Davíð hélt sinni för áfram, en hann var að berjast gegn vindmyllum Baugs. Hann setti upp hjálm sinn, sem var ekkert annað en pottlok af gömlum potti frá þeim tíma sem hann var virðulegur maður í sveit sinni. En áfram hélt hann, sem prik sitt og þóttist sitja hest, en í raun þá sat hann bara prik sem hann hafði fundið. Höfuðóvinir Davíðs voru vindmyllur baugs og stórnendur þeirra, einnig sem að honum var illa við konuna með ljósu lokkana sem hafði nýverið komið sér til vegs og virðingar. Á sínum tíma hafði Davíð haft fullt af fólki í kringum sig, en gallin við þetta fólk var bara sá að hvað sem hann gerði og sagði þá sagði þetta fólk bara „allt í lagi“ og „já herra minn“. Og það mótmælti aldrei við sem hann gerði rangt, sérstaklega þegar hann og fólkið í kringum hann sá til þess að kjör fátæka fólksins í þorpinu versnuðu um allan helming, og síðan hafði hann bara sagt að það væru bara letingjar sem ekki nenntu að vinna. Þó svo að á sumum vantaði einn fótlegg, eina hönd og eitt auga. Það skipti hann engu máli, og hafði aldrei gert, enda hafði Davíð sjálfur alltaf nóg að bíta og brenna, enda hafði hann ákveðið sjálfur að borga sjálfum sér 50 gullpeninga á mánuði í kaup, og 80 gullpeninga á mánuði þegar hann hætti í starfinu. Einnig sem að hann sá til þess að hann fékk gott starf hjá hreppnum þegar hann hætti að vera hreppstjóri.

En nóg um það, áfram hélt Davíð um sveitina í leit af vindmyllum Baugs. Skyndilega sá hann vindmyllu Baugs við rólegan læk, en vindmyllan var að mala sitt korn í raunveruleikanum. Enda var vindmyllan að mala korn til þess að fólkið í þorpinu gæti bakað sitt brauð og kökur. En hann tók þá upp sitt sverð og rauk af stað og ætlaði að vaða í vindmylluna, en til þess að komast að vindmyllunni þá þurfti hann að fara yfir lækinn, en yfir lækin var lítil brú sem þurfti að fara yfir. En á brúnni var varðmaður hreppsins, en þeir voru nálægir í kringum vindmyllur Baugs allt síðan öldunganir í þorpinu höfðu sagt Davíð að hætta að hrella stjórendur Baugs með vitleysu og rógburði. En af 48 ásökunum var 32 ásökunum hent út, en 8 ásakanir voru skoðun hjá öldungum þorpsins. En nóg um það. Davíð ætlaði yfir brúna, en þá hrópaði varðmaðurinn, stopp, þú ferð ekki yfir þessa brú! Hvers vegna sagði Davíð þá. Þá kom frá varðmanninum, vegna þess að þér hefur verið bannað að valda skemmdum á vindmyllum Baugs. Farðu bara, annars neyðist ég til þess að henda þér dýflyssu þorpsins. Þá bristi Davíð sig og hóf upp rausn sína. Og sagði þetta…

Ég Davíð, hef ákveðið að berjast gegn vindmyllum Baugs vegna þess að ég fæ ekki að vera með þeim og græða ógeðslega mikið! Þessvegna hef ég Davíð, en ég er valdið í þorpinu og ég ákveð þetta bara án þess að þurfa að spurja einn né neinn.

En ekkert gekk hjá Davíð, varðmaðurinn neitaði ekki bara einu sinni, heldur tíu sinnum að hann mætti fara yfir brúna og var orðinn ansi þreyttur á þessu röfli í manninum, og gaf honum því þennan úrkost. Og varðmaðurinn sagði þetta…

Farðu heim til þín, í starfið sem þú skipaðir sjálfan þig í eða ég sé til þess að þú þurfir að fara að leita þér að vinnu.

Enda var það staðreynd að um leið og Davíð hætti, þá hætti fólk að hlusta á hann og tók upp gömul sambönd sem Davíð hafði lagt blátt bann við þegar hann var við stjórn, en þessi sambönd voru við nágrannabæina. Enda voru þeir orðnir langtum tæknivæddari en bærinn þar sem Davíð hafði verið við stjórn hafði nefnilega dregist afturúr þegar hann var við stjórn. En aftur að Davíð og varðmanninum.

Davíð var orðinn illa pirraður á varðmanninum sjálfur, og hótaði honum að hann mundi ekki hætta fyrr en að viðkomandi varðmaður tapaði starfinu. Þá kom þetta frá varðmanninum.

Þú hefur engin völd lengur Davíð, allir félagar þínir eru löngu farnir enda dauðþreyttir að hlusta á röflið í þér alla daga. Einnig sem skaplyndi þitt var þannig að allir gáfust upp á þér á endanum.

Við það sama fór að rigna og Davíð rölti heim til sín skömmustulegur í rigningunni, enda nennti enginn að bjóða honum far á leiðinni heim.

[Uppfært og lagað eftir því sem villur finnast!]