Electronic ballast fyrir T8 ljós í fiskabúr

Ég er með eitt 160 lítra fiskabúr sem er með tveim T8 30 Watta ljósaperum. Ég pantaði nýtt ballast fyrir nokkru síðan og ætlaði að reyna að setja það í gagnið í kvöld, en plötunar í búrinu þurfa ljós, enda illa farnar af ljósleysi síðustu þrjár vikur. Ballastið sem var í er með 8 tengjum, en ballast sem ég pantaði er aðeins með tveim og þremur tengiportum, en þau eru nr 2,3 og 6.

Ég prufaði að tengja þetta saman í kvöld til þess að reyna að kveikja á einni perunni, en aðeins með öðrum vírnum. Maðurinn sem seldi mér ballastið fullyrti að þetta mundi virka. Sem ég dró í efa og sagði það við hann enda taldi ég að ég mundi þurfa ballast með 8 tengjum. En það var fullyrt við mig að þetta mundi virka með því að tengja aðeins annan vírin við báðar ljósaperunar.

Núna kemur spurning. Dugar fyrir mig að búa til splitter á tenginguna út (2 og 3) og tengja báða enda í þann splitter og kveikja þannig á ljósaperunum í fiskabúrinu. Eða þarf ég að kaupa mér T8 electronic ballast með 8 tengjum eins og ég tel að ég þurfi.

Takk fyrir svörin.