Borgar sig líklega ekki að kæra Ragnar Arnalds (Vinstri vaktin gegn ESB)

Það hefur komið í ljós hjá mér að það borgar sig ekki að kæra Ragnar Arnalds fyrir að leyfa hótanir á Vinstri vaktin gegn ESB blogginu. Ástæðan er mjög einföld. Það er lítið um heimtur í svona málum á Íslandi. Jafnvel þó svo að lög hafi verið þverbortin í þessu tilfelli. Enda var sagt við mig á bloggi Vinstri vaktin gegn ESB að drepa mig, og að það ætti að ráðast á mig og mér hótað líkamsárás.

Hérna eru nokkur dæmi um það sem ég fengið að heyra á bloggsíðu sem Ragnar Arnalds rekur. Svo að það sé á hreinu. Þá gerir Ragnar Arnalds ekkert í þessu, og Morgunblaðið neitar að gera eitthvað í þessu.


Það hefur mun meira komið frá þessum einstakling þarna, og margt af því mun verra en þetta. Þessi maður hefur meðal annars sagt mér að fremja sjálfsmorð eins og ég nefni hérna að ofan. Einnig sem hótanir um ofbeldi gegn mér hafa komið fram hjá þessum einstakling. Ekki hefur verið brugðist við þessu. Morgunblaðið neitar að gera neitt í þessu með þessum orðum.

Sæll Jón,
Við bendum þér á að leita til eiganda vefsíðunnar sem um ræðir með umkvartanir þínar. Eigandi síðunnar ber ábyrgð á því sem hann leyfir að þar birtist, hvort sem er eigin færslum eða athugasemdum annarra. Þér er einnig vitanlega frjálst að leita réttar þíns fyrir dómstólum teljir þú á þér brotið.

Með kveðju,
Soffía – blog.is

—–Original Message—–

Góðan dag,

Á bloggsíðu Vinstri vaktinn gegn ESB er stöðugt verið að brjóta skilmála í athugasemdakerfinu hjá þeim. Það er gert með stöðugum hótunum að hendi manns sem kallar sig „palli“ í minn garð og annara sem hann er ekki sammála.

Ef ekkert verður gert hjá Árvaki hf, vegna þessa. Þá mun ég kæra málið til lögreglunnar á Íslandi.

Hérna er gott dæmi um hótanir og slíkt sem ég hef orðið fyrir hjá þessum einstakling. Þessi maður hefur meðal annars hótað mér líkamsárás og fleira í þeim dúr í eldri athugasemdum.

http://vinstrivaktin.blog.is/blog/vinstrivaktin/entry/1259657/#comment3363183

Kveðja,

Jón Frímann Jónsson

Skilmálar blog.is gilda meira fyrir suma en aðra. Enda stendur þetta í þeim meðal annars.

[…]

Notanda er óheimilt að miðla eða dreifa efni sem felur í sér áreiti, hótanir eða telst vera ærumeiðandi, óviðurkvæmilegt, klámfengið eða kann að vera til þess fallið að brjóta í bága við lög og reglur. Notanda er óheimilt að miðla háði, rógi, smánun, ógnun eða ráðast á mann eða hóp manna vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar, sbr. 233. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

Notandi ber ábyrgð á efni sem hann birtir á bloggi sínu. Hafi notandi gefið öðrum aðilum heimild til nýta notendanafn og lykilorð sitt ber hann fulla ábyrgð á skrifum sem þannig birtast. Leyfi notandi öðrum að skrifa á blogg sitt ber hann ábyrgð á þeim skrifum.

blog.is áskilur sér allan rétt til að fjarlægja eða breyta efni sem birtist á blogginu telji umsjónarmenn bloggsins það vera ósamrýmanlegt þessum notendaskilmálum.

Notanda er óheimilt að trufla samskipti á blogginu með síendurteknum skilaboðum og ruslpósti (spam). Persónulegar árásir á notendur bloggsins eða aðra geta leitt til þess að bloggsíðu viðkomandi verði lokað að hluta eða algjörlega og girt fyrir aðgang hans að blogginu.

[…]

Þetta stendur svart á hvítu þarna á vefsíðu blog.is. Engu að síður ákveður blog.is að hunsa sínar eigin reglur í þessu tilviki. Það eru sumir jafnari en aðrir á Morgunblaði Davíðs Oddssonar og LÍÚ. Það er alveg ljóst eftir þetta.

Ég er hættur að skrifa inn athugasemdir á Vinstri vaktin gegn ESB. Ástæðan er mjög einföld. Ég nenni ekki að skrifa þarna inn athugasemdir sem byggja á staðreyndum til þess eins að fá yfir mig hótanir og skilaboð þess efnis að ég eigi að drepa sjálfan mig. Ásamt því að ég sé ógeðfelldur, geðveikur og fleira eftir því.

Þar sem ekki borgar sig fyrir mig að kæra þetta fólk. Þá er alveg ljóst að það borgar sig fyrir mig að berjast enn harðar gegn málflutningi þeirra á mínu eigin bloggi. Enda sé ekki neina ástæðu til þess að láta lygar ESB-andstæðinga standa án þess að gerðar séu alvarlegar athugasemdir við þær. Slíkt jafngildir uppgjöf að mínu mati og slíkt væri sigur fyrir ESB andstæðinga. Það er staða sem ég mun aldrei sætta mig við að verði staðan á Íslandi.

One Reply to “Borgar sig líklega ekki að kæra Ragnar Arnalds (Vinstri vaktin gegn ESB)”

Lokað er fyrir athugasemdir.