Utanríkisráðherra er til skammar fyrir Ísland

Síðustu yfirlýsingar Utanríkisráðherra eru til skammar fyrir Íslendinga. En það virðist sem að til þess að komast í öryggisráðið þá skríði stjórnvöld á Íslandi fyrir hvaða einræðis og morðóðum ríkisstjórnum sem er. Nýjasta dæmið er auðvitað stuðningsyfirlýsing Utanríkisráðherra um eitt Kína. En stefna Kínverja um eitt Kína liggur í þeirri staðreynd að Kína telur sig geta hertekið Tawian og haldið áfram hersetu Tíbet eins og þeir hafa gert síðan 1950.

Ísland styður stefnuna um eitt Kína

Utanríkisráðherra lýsti þungum áhyggjum af ástandinu í Tíbet við sendiherra Kína í dag. Íslensk stjórnvöld styðja þó eftir sem áður stefnu landsins um eitt Kína. Frá hernámi Kínverja á Tíbet fyrir nærri sextíu árum, hafa þúsundir verið fangelsaðar, pyntaðar og myrtar, segja mannréttindasamtök. Síðustu vikur hafa tugir látið þar lífið í óeirðum, og fjöldi verið fangelsaður.

Stjórnvöld í Peking telja Tíbet órjúfanlegan hluta Kína, rétt eins og Tævan, í samræmi við stefnu sína , eitt Kína. Þá stefnu styðja íslensk stjórnvöld. Nýliðnir atburðir breyta þar engu.

Ingibjörg Sólrún, lýsti þungum áhyggjum af ástandinu í Tíbet við sendiherra Kína í dag, og hvatti þau til þess að virða mannréttindi. Hún segir stjórnmálasamband hafa verið á milli Íslands og Kína í árabil en að horfast yrði í augu við að Kína væri ekki vestrænt lýðræðisríki og hefði aldrei verið. Að auki eru nokkur viðskiptatengsl á milli Íslands og Kína. Tævan, sem hefur sitt eigið þing, forseta, her og sjálfstæðan efnahag, hefur sótt um að komast í félagsskap fullvalda þjóða með aðild að Sameinuðu þjóðunum. Gegn því leggjast Kínverjar sem segja Tævan hluta af Kína. Undir það taka íslensk stjórnvöld.

Rúv.is

Kína var keisaraveldi áður en kommúnistar tóku yfir landið eftir seinni heimstyrjöldina. Og eins og önnur ríki sem fóru þessa leið þá styttist í þann dag að kommúnistaflokkurinn í Kína muni falla saman, á svipaðan hátt og gerðist í Rússlandi. En þessi yfirlýsing Utanríkisráðherra um eitt Kína er til skammar og er í raun ekkert nema stuðningsyfirlýsing við morð Kínverja á íbúum Tíbets. En eins og allir vita þá eru fréttir frá Tíbet ritskoðaðar og erlendir fréttamönnum bannað að fara inní Tíbet til þess að segja þaðan fréttir.

One Reply to “Utanríkisráðherra er til skammar fyrir Ísland”

  1. Þó ég kommenti ekki oft á bloggsíður þá verð ég að gera það í þessu tilfelli.
    Ég er algjörlega sammála þér í þessum efnum, utanríkisráðherran á ekkert með það að lýsa yfir stuðningi Íslands við Kína, þetta var sama sagan þegar Davíð Oddsson setti nafn Íslands á lista yfir hinar viljugu þjóðir þegar Íraksstríðið var í farvegi. Ekki sé ég betur en mestöll þjóðin sé á móti grimmdarverkum Kínverja í Tíbet..eða það vona ég allavega. Ísland ætti bara að sleppa öllu þessu rugli og fara að fordæmi Sviss, lýsa sig hlutlaust í svona málum.

Lokað er fyrir athugasemdir.