Er líf í næsta sólkerfi við okkar ?

Í umræddri frétt er það nefnt að eingöngu sé um að ræða lífrænt efnasamband, þá metan í þessu tilfelli. En það er talsvert af metan í alheiminum, í okkar sólkerfi er það bæði að finna á Jörðinni, Mars og Títan, en einnig hugsanlega á öðrum tunglum í sólkerfinu án þess að ég viti til þess.

Metan myndast við náttúrulegt niðurbrot á Jörðinni, en aftur á móti er það ekki það sem gerist í gasrisum (300C heitum) eins og þarna ræðir um. Aftur á móti er umrætt sólkerfi með sól af gerðinni k, en það er svipuð sólgerð og okkar eigið sólkerfi er með, en er þó talsvert kaldari en okkar eigin sól. Þó svo að gasrisin sé innar, þá er hugsanlegt að utar sé að finna bergplánetur. Ef að gasrisin hefur ekki rutt þeim útúr sólkerfinu þegar hann féll inn að sólinni á sínum tíma (nokkrum milljörðum árum síðan hugsanlega). En þetta sólkerfi er einnig tvíkerfi, en það þýðir að tvær sólir eru til staðar í þessu sólkerfi. En slíkt útilokar samt sem ekki líf á bergplánetu, ef að réttar aðstæður hafa skapast. Hægt er að lesa nánar um þetta sólkerfi hérna, en þarna er meðal annars hægt að sjá á stjörnukorti hvar þetta sólkerfi er ásamt fleiri upplýsingum.

Einnig samkvæmt fréttum þá hefur komið í ljós að líklegt er að sólkerfið Alpha Centauri 3 hafi allavega eina bergplánetu eða fleiri á braut um sig. Þó er eftir að afla meiri gagna um hugsanlega plánetu í þessu þriggja sóla kerfi sem er ekki nema 4,4 ljósár í burtu frá okkur. Það verður áhugavert að fylgjast með hvað vísindamenn eiga eftir að finna í framtíðinni. En ef þarna eru plánetur á stærð við Jörðina þá er hugsanlegt að þarna sé að finna líf, ef réttar aðstæður hafa skapast til þess að það nái að þróast og dafna.