Óflotti maðurinn ég

Þegar ég flutti til Danmerkur. Þá varð ég fyrir menningarsjokki, sem er fullkomnlega eðlilegt og náttúrlegt að gerist þegar maður flytur á milli menningarsvæða. Það gerðist hinsvegar fleira og verður það útskýrt núna í þessari bloggfærslu eins ýtarlega og hægt er. Ég er ennþá að kanna þetta sem ég skrifa hérna um hérna. Þannig að bloggfærslur mínar um þetta málefni eiga væntanlega eftir að verða fleiri en tvær og væntanlega fleiri en þrjár. Svipaðar bloggfærslur hafa komið áður frá mér. Þó um ótengd mál, en sem eru samt skyld engu að síður. Enda er þetta allt saman tengt á einn og annan hátt.

Þegar maður á heima á Íslandi og á ekki bíl. Þá eru líkunar á því að ná sér í kærustu mjög litlar. Þar sem bíll er þjóðfélagslegt stöðutákn á Íslandi. Jafnvel þó svo að það sé gamall og lélegur bíll. Fleira má líka tengja við þessa menningu. Það er ofdrykkju áfengis og aðra slíka hluti sem finnast á Íslandi. Enda þykir slíkt flott hjá flóki að stunda slíkt. Óhófleg áfengisneysla er skaðleg og fer illa með heilsu fólks. Tóbak er alltaf skaðlegt. Jafnvel þegar það er lítið notað. Þó er leyfilegt á Íslandi að taka í vörina, nösina og allt þar eftir götunum. Jafnvel þó svo að vitað sé að þetta muni valda krabbameini í munni, tannleysi og almennu heilsuleysi í framtíðinni. Gjarnan er vísað til menningarlegra atriða (eins og Svíar gera) varðandi þessa tóbaksnotkun. Ég veit ekki hver uppruni þessar tóbaksnotkunar er á Íslandi eins og stendur. Hinsvegar veit ég að það er ekkert menningarlegt við þetta (ekkert frekar en hjá svíum) og þetta er bæði ljótur og vondur siður sem nauðsynlegt er að leggja niður hið fyrsta.

Hinsvegar er viðhorfið í íslensku þjóðfélagi það. Svona oft á tíðum að ef maður tekur ekki í vörina einstaka sinnum að þá er maður einstaklega óflottur einstaklingur. Þetta er mismunandi milli hópa og mismunandi milli einstaklinga. Þannig að ekki er hægt aðhæfa í heild sinni um íslensku þjóðina að þessu leiti. Þetta er ennfremur algengara útá landi (þaðan sem ég er) heldur en á höfuðborgarsvæðinu. Af þeim sökum verð ég meira var við þetta. Miklu frekar en ef ég byggi á höfuðborgarsvæðinu. Sem betur fer bý ég í Danmörku og er alveg laus við svona þar. Nánar um það seinna í þessari bloggfærslu.

Bílaeign íslendinga er sú önnur mesta í allri Evrópu samkvæmt fréttum (sem ég finn ekki í augnablikinu). Enda er það svo að á góðum vetrardegi þá verður Reykjavík gul af mengun og fólki sagt að halda sig innandyra svo að það lendi ekki í öndunarerfiðleikum vegna mengunar frá bílum. Almenningssamgöngur á Íslandi eru meira og minna í rúst eftir óstjórn síðustu áratuga á Íslandi. Samgöngukerfið er léleg, illa uppbyggt og ferðir fátíðar. Almenningssamgöngur í Reykjavík sem dæmi er mörgum áratugum á eftir því sem er að finna í Danmörku (og því litla sem ég hef séð af þýska kerfinu).

Þessi samfélagslega krafa um að eiga bíla. Frekar en að ferðast með almenningssamgöngum hefur leitt til þess að óraunhæfar kröfur eru gerðar hjá ungu fólki í dag um að eiga bíl. Jafnvel þó svo að í raunveruleikanum þá hefur fæst ungt fólk efni á því að eiga bíl á meðan tekjur þess eru litlar eða jafnvel engar. Enda er það svo að í mörgum tilfellum. Þá lendir þessi rekstur á bílnum hjá foreldrum viðkomandi. Þetta býr einnig til menningu á Íslandi. Menningu þar sem að fólk þarf að eiga bíl til þess að vera með í samfélaginu. Ég hef orðið fyrir þessu á fleiri en einn hátt á undanförnum árum. Enda hefur mér fólki oft finnast að ég sé afskaplega óflottur vegna þess að ég á ekki bíl sem kostar þúsundir króna að reka á mánuði bara í bensín eða olíukostnað. Fyrir utan allt viðhaldið og annan kostnað sem fer í svona rekstur á bíl.

Þetta er afskaplega óholl menning sem hérna [á Íslandi] er verið að byggja og hefur verið byggð upp á undanförnum áratugum. Ástæðuna er að finna í þeirri staðreynd að þetta skapar óraunhæfar staðalímyndir og óraunhæfar kröfur til fólks af báðum kynjum. Áttu ekki bíl? Sorry, hef ekkert með þig að gera, er oft viðkvæðið hjá stelpum (frekar en strákum) á Íslandi. Þar sem að eiga ekki bíl er eitt af því óflottasta sem hægt er að gera. Það þýðir nefnilega í hugum margra að annað hvort er maður fátækur eða hreinlega stórfurðulegur og ekki þessi virði að tala við til að byrja með. Þetta er oft ekki sagt upphátt en maður veit oft af þessu viðhorfi hjá fólki. Það sést oft nefnilega meira en bara það sem sagt er í orðum.

Í tengdri menningu á Íslandi er það oft klæðaburðurinn hjá fólki sem skiptir miklu máli. Ég er ekki að tala um að fólk sé að ganga í einhverjum útigangsfötum. Ég er að tala um fólk sem gengur í venjulegum fötum. Þið vitið. Þessum fötum sem þykja af skaplega óflott og jafnvel hallærisleg. Á Íslandi þykja venjuleg föt afskaplega hallærisleg og jafnvel ljót. Á meðan í raunveruleikanum þá eru viðkomandi föt hvorugt. Enda er fatasmekkur fólks sem er þeirra eigið mál. Fatasmekkur er ekki mál annara einstaklinga úti í bæ. Á Íslandi þykir það nefnilega til siðs að dæma fólk eftir því hvernig það klæðir sig. Ásamt því að dæma það eftir því hvort að það á bíl, hvernig bíl það á. Hvort að það drekkur áfengi, hvernig það drekkur áfengi. Hvort að það tekur í vörina, hvort að það reykir eða ekki. Þetta eru allt saman þættir í íslensku samfélagi sem hreinlega dæma hversu vel manni gengur að koma sér áfram í íslensku þjóðfélagi og jafnvel hvort að maður hafi eitthvað ástarlíf yfir höfuð á Íslandi.

Ég er ekki að segja svona séu allir á Íslandi. Aftur á móti er mikill meirihluti á Íslandi svona. Þeir sem ekki fylgja þessari menningu á Íslandi. Það er meira í þessu sem hefur ekkert með bíla, tóbak eða áfengi að gera og kemur það hérna fyrir neðan. Þannig að ef að þú kæri lesandi ert orðin brjálaður af reiði. Þá hvet ég þig endilega til þess að lesa áfram svo að þessi reiði þín fái nú einhverja útrás hjá þér.

Á Íslandi er kerfisbundin stefna að niðurlægja og tala illa um þá sem sýna vott af hugsun sem telst vera sjálfstæð, skapandi og jafnvel frjó, oft er svona fólk kallað listamenn. Í einstaka tilfellum fá höfundar og listamenn að vera þeir sjálfir í friði. Helst þó eingöngu ef þeir hafa ekki neinar skoðanir á nokkrum sköpuðum hlut sem er að gerast á Íslandi. Þá hvorki í nútíð eða framtíð. Hafi höfundar eða listamenn skoðanir þá eru þeir ekki heilagir. Einstaka listamenn teljast vera svo merkilegir að skoðanir þeirra fá að vera í friði en eru þá að sama skapi hunsaðar ef svo ber undir og hentar.

Á Íslandi er talað um marga listmenn sem afætur, sníkjudýr og fleira í þeim dúr.

Það er til orð yfir þetta. Þetta er í raun ein mynd af stefnu sem kallast and-þekkingarþjóðfélag (Anti-intellectualism). Íslenskt þjóðfélag er orðið svo sýkt af þessum hugsunarhætti að jafnvel að kynna sér málin og raunverulega vita hvað maður talar um er álitið vafasamt, og þá er maður jafnvel talaður niður í ekki neitt og hraunað yfir mann með misjafnlega grófu orðavali. Mér hefur oftar en einu sinni verið hótað öllu illu fyrir að þekkja til í málefnum Evrópusambandsins. Málefni sem er mjög kært. Enda er þetta að mínu mati ein af þeim fáu leiðum sem hægt er að fara til þess að fá fram frið í heiminum og koma í veg fyrir stríð milli þjóða.

Þetta er orðið svo slæmt á Íslandi að allir þeir sem hafa einhverja þekkingu á málunum eru talaðir niður og jafnvel álitnir hrokafullir einstaklingar fyrir það eitt að þekkja til málana. Afleiðingin af þessu er að hvaða kjaftæði sem er fær að vaða uppi á Íslandi. Hvort sem er í fjölmiðlum eða á internetinu. Kerfisbundin áróður fær að vaða uppi án andstöðu. Gott dæmi um þetta er áróðurinn gegn Evrópusambandinu í Bændablaðinu sem er gefið út af Bændasamtökum Íslands. Síðan eru ótal blogg og vefsíður sem viðhalda sömu staðreyndarleysum um Evrópusambandið. Allt þetta fær að flæða um íslenskt samfélag án mótstöðu og þeir sem vita betur. Vegna þess að þeir hafa kynnt sér málið eru síðan bara kallaðir fábjánar og síðan er haldið bara áfram með staðreyndarleysunar og vitleysuna eins og ekkert hafi í skorist.

Í heildina litið þá vinnur þetta í raun allt saman gegn íslensku samfélagi og hefur alltaf gert það. Enda er þessi bloggfærsla orðin nógu löng í sjálfu sér og litlu við hana að bæta uppúr þessu. Þó svo að ég hafi í raun meira að segja um þetta málefni og ég er langt frá því að vera búinn. Þó er alveg ljóst hjá mér að ég hef engan áhuga á því að búa á Íslandi lengur. Enda er samfélagið í raun þannig búið er að leggja það í rúst. Samfélög halda áfram að vera til þó svo að búið sé að leggja viðkomandi samfélag í rúst. Incanir vita þetta fullvel eftir að spánverjar lögðu þeirra eigið þjóðfélag í rúst á 14 til 16 öld.

Á Íslandi voru það hinsvegar engir erlendir flokkar manna sem lögðu íslenskt samfélag í rúst. Heldur var hérna um að ræða eingöngu verk íslendinga sjálfra. Þetta er svo sem ekkert einstæður atburður í íslenskri sögu. Þetta hefur nefnilega gerst áður. Aðstæður voru hinsvegar öðrvísi á Íslandi í þá daga, enda er langt um liðið síðan þetta átti sér stað á Íslandi síðast.

Hvað mun koma upp úr þessu hjá íslendingum veit ég ekki. Mér þykir hinsvegar líklegt að ekkert muni koma úr þessu hjá íslendingum og íslendingar muni halda áfram að þjóna þrælslundinni hjá sér. Jafnvel þó svo að hún verði í formi lélegra menningar, ofdrykkju áfengis og ofnotkunar á tóbaki í fleiru en einu formi.

Ég ætla hinsvegar lítið að pirrast yfir þessu. Enda er ég fluttur til Danmerkur og ætla að halda mig þar. Næsta verkefni hjá mér er að losa mig örorkubætur og íslensku krónuna. Varanlega. Enda er ég orðin þreyttur á því að þurfa giska á hvað ég hef miklar tekjur í dönskum krónum þennan mánuðinn. Í Danmörku er ég einnig laus við notkun munntóbaks og að vera stöðugt krafin um það af þjóðfélaginu að eiga bíl. Í raun þá er ég frjálsari í Danmörku en á Íslandi. Enda er það svo að persónufrelsi er meira í Danmörku en á Íslandi. Þetta er ekki eitthvað sem er sett í lög. Heldur er hérna um að ræða menningarlegan hlut sem margir íslendingar sjá ekki fyrr en eftir að hafa búið nokkra mánuði til ár erlendis. Sumt fólk reyndar sér þetta aldrei. Afhverju það er veit ég ekki. Þetta er bara svona hinsvegar og ekkert fær því breytt held ég.

Ég ætla að halda áfram að búa í Danmörku og vera alveg jafn óflottur þar og ég er á Íslandi. Munurinn er samt sá að í Danmörku (eða Þýskalandi) hef ég mun meiri möguleika á því að ná mér í konu en á Íslandi. Ástæðan er vegna þess að þar samþykkir fólk fjölbreytileika lífsins með öllu því fylgir. Ég er líka, ofan á allt annað orðin afskaplega pirraður á því að vera alltaf einhleypur. Búinn að fá leið á því. Ég er félagsvera og mjög langt frá því að þrífast vel í umhverfi þar sem ég er alltaf einn með sjálfum mér. Ég tel því víst að samband mundi gera mér gott. Jafnvel þó svo að ekki sé komin nein reynsla á slíkt ennþá hjá mér. Það fer vonandi að breytast hjá mér í næstu framtíð.

2 Replies to “Óflotti maðurinn ég”

  1. Áhugaverð grein. Nú nota ég mikið strætó hér á Íslandi. Hver er helsti munurinn á skipulagi þess á Íslandi samanborið við annar staðar?

Lokað er fyrir athugasemdir.