Jón Valur öfgakristinn fer yfir strikið í lygum og blekkingum

Jón Valur öfgakrstinn kaþólikki fer gjörsamlega yfir strikið í síðustu bloggfærslu inni þegar hann notar ógeðfellda áróðursmynd frá stofnun sem kallast Center for Bio-Ethical Reform, en sú stofnun er „pro-life“ og er í raun ekkert nema áróðursbatterí fyrir kristna öfgamenn (er upprunin í BNA frá hægri öfgamönnum þar í landi) sem vilja taka réttin af konum til þess að ákveða hvort að þær eiga börn eða ekki. Álíka áróðursbatterí er að finna hérna á landi í formi kristinna öfgasamtaka, eru þessi öfgasamtök með djúp tengsl við hina ýmsu kristnu söfnuði sem eru starfræktir hérna á landi.

En ekki nóg með að hann noti ógeðfelldar myndir frá áróðurstofnum sem er sama um sannleikan. Heldur stendur Jón Valui einnig á sama um sannleikan þegar það kemur að fóstrum. Í athugasemd fullyrðir hann að hjarta fósturs sé farið að slá fimm dögum eftir getnað. Þetta er kolrangt enda er hjartað rétt að fara að myndast á þessum tíma og verður ekki starfhæft fyrr en 5 til 6 viku í fósturþroska. Og jafnvel þá er ekki mikið sem segir til um að fóstrið sé líkt mannveru, slíkt fer ekki að gerast fyrr en 9 til 12 viku eða þar um bil.

Það ætti ekki að koma neinum á óvart að menn eins og Jón Valur ljúgi til þess að fegra ógeðfelldan boðskap sinn. Sem gengur meðal annars útá það að taka þau réttindi af konum að kjósa hvort að þær vilja eiga börn eða ekki og þá hvenar slíkt gerist. Það er einnig alvarlegt mál að þessir menn bera enga virðingu fyrir konum og vilja banna fóstureyðingar jafnvel þó svo að óléttan stefni lífi móðurinnar í hættu eða ófæddu barninu.

5 vikna utanlegsfóstur
Myndin er af 5 vikna utanlegsfóstri. Stærð þess er 10mm.

Hérna er mynd sem sýnir fósturþroskan í vikum.