Þegar ég kærði Vinstri vaktina gegn ESB til lögreglunar og kærunni var vísað frá

Í Janúar 2013 kærði ég Vinstri vaktina gegn ESB til lögreglunar fyrir að halda yfir meiðyrðum og hótunum í minn garð. Notandi sem gekk undir nafninu „palli“ hótaði mér og fleirum öllu illu. Líkamsárásum, sagði við mig að ég ætti að drepa mig, að ég væri padda og fleira í þeim dúr. Ég þarf ekki að sitja undir svona hótunum frekar en aðrir og því ákvað að ég að kæra þetta til lögreglunar á meðan ég væri á Íslandi. Núna kom svar frá lögreglunni í tölvupósti (þó svo að ég hafði gefið þeim upp heimilsfangið mitt í Danmörku, sem þeir virðast hafa týnt í ferli málsins). Þar kemur fram að þetta sé bara karp á internetinu og þeir ætli sér ekkert að gera í því. Þar sem ekkert hefði orðið úr þessum hótnum hjá þessum palla. Það vill svo til að ég bý í Danmörku og því um langan veg að fara frá Íslandi ef einhver ætlaði að verða af slíkum hótunum. Slík mál yrðu reyndar á hendi dönsku lögreglunar, sem mundi ekki taka létt á þeim eins og hin íslenska lögregla augljóslega gerir.

Þeir sem vilja lesa bréf lögreglunar til mín geta gert það hérna fyrir neðan. Einnig er hægt að kynna sér málflutning palla með því að ná í rar skrána sem er einnig í þessum tölvupósti. Það er augljóst að það er gott að vera fyrrverandi ráðherra á Íslandi. Þá er nefnilega hægt að halda út bloggsíðu og láta hvaða hótanir sem er flakka. Ekki tekur lögreglan slík mál til rannsóknar á Íslandi.

Bréf lögreglunar
Hérna er síðan rar-skráin með hótunum frá palla. Hægri smellið og vistið til þess að ná í skrána.

Ég held að ég haldi bara frá íslenskri umræðu í framtíðinni. Þar er ekkert að hafa og ef svona mál koma upp. Þá þýðir augljóslega ekkert að kæra ef um er að ræða vettvang þar sem valdamiklir menn eru til staðar. Ísland í dag og það er ekkert að fara breytast.