Hvað kostar olíutunnan olíufélögin ?

Ég var að spá í hvað olíutunnan kostaði olíufélögin hérna á landi, í ljósi mjög svo undarlegrar verðmyndanna hjá þeim á olíu og bensíni hérna á landi. Þrátt fyrir að olían hafi lækkað niður í rúmlega $123 dollar um daginn, þá varð lækkunin hérna á landi svo gott sem engin. Þetta þýðir auðvitað að olíufélögin hérna á landi eru að svindla og svíkja neytendur um þær lækkanir sem hafa orðið á olíuverði. Um daginn þá sagði einn forstjóri olíufélaganna að olíuverð hérna á landi myndi alltaf endurspeglast í verði hérna á landi, þetta virðist vera ekkert nema hreinræktuð lygi hjá honum. Þar sem að ef þetta væri rétt þá hefði bensín og olíuverð lækkað hérna á landi samfara lækkunni erlendis. Ekkert slíkt hefur gerst.

Í dag (29 Júlí 2008) kostar olíutunnan $126.02 í London. Er líklega eitthvað lægra í New York, en ég hef það verð ekki sem stendur.
Í dag er dollarinn 80,38 kr á miðgengi. Þannig að þá lítur reikningsdæmið svona út, 126.02 x 80.38 = 10129 kr á olíutunnuna. Þarna er ekki tekið tillit til vsk, tolla og annara gjalda sem ríkið leggur á umrædda olíutunnu. Það gæti hækkað verðið örlítið frá þessu sem ég set hérna fram. Þrátt fyrir það þá er það staðreynd að olíu og bensínverð hérna á landi er alltof hátt miðað við heimsmarkaðsverð.

Þess er skemmst að minnast að þegar Olís hækkaði verð um 6 krónur í liðinni viku sagði Samúel í samtali við mbl.is: „Krafan er einfaldlega sú að útsöluverð hérlendis endurspegli heimsmarkaðsverðið og því hækkar það og lækkar í takt við breytingar á heimsmarkaði.“ Þá hafði heimsmarkaðsverð á bensíni hækkað um 85 dali á tonnið að sögn Samúels.(mbl.is)

Gildir þetta bara þegar olían hækkar í verði ?

Tengist frétt: Eldsneytisverð hækkar