Íslenska efnahagshrunið

Morgundagurinn verður svartur og rauður fyrir efnahag þjóðarinnar. Enda er ekki vona á öðru nema að Íslenska fjármálakerfið hrynji með öllu, sérstaklega þó bankanir (Kaupþing og Landsbankinn) sem eru í versta skítnum. Ég veit ekki hvernig mun fara fyrir öðrum fjármálastofnunum, en aðstæður þeirra geta ekki verið góðar um þessar mundir.

Hrunið sem ég reikna með stafar útaf þessari hérna yfirlýsingu frá Forsætisráðherra Íslands.

Ekki þörf á aðgerðarpakka

Einmitt, ekki þörf á aðgerðarpakka. Það er þörf á aðgerðarpakka í þessu ástandi sem ríkir núna á Íslensku fjármálamarkaði, enda ætti það að segja sig sjálf að þarf að gera eitthvað. Að gera ekki neitt er versta ákvörðunin af þeim öllum, af mörgum slæmum ákvörðunum. Þá ákvað Forsætisráðherran að fara verstu leiðina af þeim öllum, hann valdi að gera ekki neitt.

Kreppan sem núna ríkir hefur verið að fella fyrirtæki sem eru margfalt stærri heldur en Glitnir, Kaupþing og Landsbankinn til samans. Það er aðeins draumsýn að trúa því að þessi fyrirtæki muni standa þessa kreppu af sér eins og þau eru í dag, þó svo að einhverjar erlendar eignir verði seldar og fjármagn fært til Íslands. Það er bara einfaldlega ekki nóg, það er eins og að skvetta tveim fötum af vatni á stóran eld. Slekkur örlítið horn af eldinum, en slekkur ekki allan eldinn.

Íslendingar þurfa eitthvað meira, enda er staðan þannig í dag að Seðlabanki Íslands er rúin trausti inn að steypu og gott betur. Enda situr þar maður að nafni Davíð Oddsson þar við stjórnvölin og hann er gjörsamlega óhæfur til þess að sitja þarna. Enda ekki með neina þekkingu á fjármálamörkuðum og peningum, enda er maðurinn menntaður lögfræðingur, ekki hagfræðingur. Þessi skortur á trausti veldur því að erlendir Seðlabankar lána Íslenska seðlabankanum ekki peninga til þess að styrkja innviði Íslensks fjármálakerfis.

Íslendingar hafa einnig þörf á stærri markaði til þess að styrkja innviði fjármálakerfsins á Íslandi. Þessi dvergkróna okkar gengur ekki öllu lengur, allri þjóðinni blæðir fyrir hana. Bæði með hærri vöxtum, hærra matarverði, og fleiri hlutum sem eru hærri hérna á landi heldur en þeir þurfa að vera. Þessa lausn er að finna í EB (ESB). Þetta er ekki nein töfralausn, en til langstíma þá mun innganga í EB koma í veg fyrir gífurlegar sveiflur í hagkerfinu og koma í veg fyrir gjaldeyriskreppur og annan slíkan óföguð í framtíðinni. Sérstaklega ef Íslendingar taka upp Euro, enda er það bara hrein geðveiki að ætla sér að halda úti gjaldmiðli fyrir svona lítið hagkerfi eins og Ísland er í raun.

Sjálfstæðisarmur ríkisstjórnarinnar er greinilega gjörsamlega vanhæfur til þess að taka á vandanum. Samfylkingin á að slíta samstarfi við þá nú þegar. Ef ekkert verður af gert, þá að verður skaðinn af þessu aðgerðarleysi mun verri til langs tíma heldur en þarf að vera. Kostnaðurinn við að hafa Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn gæti orðið stjarnfræðilegur. Það hreinlega gæti orðið ódýrara að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu og boða til kosninga. Af öllum slæmum kostnum, þá er þessi líklega skástur.

Aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar gæti boðað þetta á næstu mánuðum.

* Vöruskort
* Gjaldeyrisskort (nú þegar farið að bera á því)
* Mjög hárri verðbóglu, langt yfir 60%
* Greiðsluþorti þúsunda Íslendinga og þúsunda fyrirtækja.
* Annars drasl sem ég hef ekki hugmyndaflug til þess að spá fyrir um.

Það verður að gera eitthvað, það aðgerðarleysi sem boðað er mun skaðlegra heldur en hitt. Ég bara óttast að á morgun muni allt endanlega fara til helvítis hérna á landi og mun gjaldeyrisskortur verða alger í kjölfarið sem dæmi.

Euro á 500 kr eða hærra hljómar ekki vel í mínum eyrum.

Ég vona það besta á morgun, en ég er ekkert of bjartsýnn.

Þessi grein er skrifuð út frá þeim upplýsingum sem liggja fyrir í fjölmiðlum landsins.