Stjórnvöld eyðilögðu bankakerfið á Íslandi

Ég hef verið að fara yfir mistök sem ríkisstjórnin hefur gert í kjölfarið á bankakreppunni hérna á landi. Ég er ekki hagfræðingur, eina hagfræðin sem ég hef er að komast af yfir mánuðin með þær tekjur sem ég er með. Helst að ná að spara eitthvað einnig.

Þetta er ekki heildaryfirlit, enda mun slíkt taka nokkra mánuði í vinnslu. Þetta hérna er bara listi yfir helstu mistök að mínu mati sem ríkisstjórnin hefur gert. Þetta er einnig bara frumathugun sem ég hef framkvæmt, ekki endanlegt yfirlit. Slíkt er ekki væntanlegt fyrr en eftir langan tíma.

Gerviyfirtaka bankanna

Það er búið að vera segja almenningi á Íslandi að bankanir hafi verið ríkisvæddir. Það er ekki svo, þeir voru einfaldlega keyrðir í þrot og síðan voru nýjir bankar stofnaðir í kringum eignir bankana sem voru keyrðir í þrot. Fyrsta aðferðarfræðin var rétt, þegar ríkið yfirtók Glitnir með því að kaupa hlutafa út, hefði átt að framkvæma 100% yfirtöku, en ekki 75% yfirtöku eins og gert var. Sú aðferðarfræði sem var notuð á hina tvo bankana og á endanum á Glitni skilaði ekki neinu, nema meiriháttar veseni yfir þjóðina, enda voru gömlu bankanir keyrðir í þrot af ríkinu. Í mínum bókum getur þetta ekki verið góð hagfræði.

Upphaflegu bankanir voru settir í þrot, það hefur skilað því að núna eru sendinefndir og lögfræðingar kröfuhafa að reyna redda því sem reddað verður úr bönkunum. Mér þykir líklegt að ef að ríkið hefði tekið bankana yfir á eðlilegum nótum og ekki keyrt þá í þrot, þá er líklegt að staðan væri allt önnur hérna á landi. Ísland kannski í vandræðum með gjaldeyrisviðskipi og önnur minni vandamál, en annað væri það ekki að mínu. Vegna þess að ef að bankanir hefðu ekki verið keyrðir í þrot, þá hefði verið hægt að vefja ofan af eignarsöfnum þeirra á eðlilegan hátt og fá sæmilegt verð, jafnvel bíða og selja þegar markaðir væru farnir að hækka örlítið aftur.

Þess í stað þá eru eignir bankanna á brunaútsölu {tap uppá milljarða} og ríkið með margra milljarða evru {pund} kröfur á sig þessa stundina og efnahagur landsins er svo gott sem ónýtur. Gjaldeyrisviðskiptin eru svo gott sem ekki nein og krónan er ekki nothæf í gjaldeyrisviðskiptum þessa stundina.

Einnig ef að ríkið hefði tekið yfir bankana á eðlilegan hátt, eins og gert hefur verið í ríkjunum í kringum okkur. Þá hefði verið hægt að vefja ofan af krónubréfa fjallinu sem er núna til staðar, á nokkuð eðlilegan hátt. Þess í stað þá eru krónubréfin og annað slíkt í uppnámi núna með gífulegum vandræðum fyrir ríkið. Þetta er atriði sem er líklegt til þess að auka talsvert á skuldir ríkissjóðs, þegar farið verður að vinda ofan af því eftir því sem kröfunar koma inná borð þeirra sem sjá um þrotabú bankanna.

Sú aðferðarfræði sem notuð var hérna á landi skilaði ekki neinu, nema skuldum, vandræðum með verslun og öðru slíku. Með því að setja bankana í þrot, eins og ríkisstjórnin gerði. Þá var gulltryggt að efnahagur Íslands mundi fara niður með þeim í leiðinni. Ef að ríkið hefði bara tekið yfir bankana á eðlilegan hátt og haldið þeim í gangandi, þá hefði sú staða sem er komin upp í dag líklega ekki gerst.

Ríkið hefði átt að taka yfir bankana og halda þeim í rekstri, sérstaklega erlendum útibúum þeirra svo að hægt hefði verið að vefja ofan af þeim á eðlilegan hátt. Helst að selja þau sem fyrst og koma þeim útúr eignarsafni bankana. Hvort sem þau dótturfyrirtæki eða útibú.

Vanhæfni og meiri vanhæfni

Ríkisstjórn Íslands og Seðlabanki Íslands hafa sýnt það með verkum sínum að þau eru gjörsamlega vanhæf til þess að takast á við þann vanda sem upp er komin. Klúður ríkissins og Seðlabankans með bankana er bara byrjunin á þessu, þetta endar ekki þar. Eins og staðan er í dag, þá eru litlar sem engar líkur að ríkið geti leyst núverandi kröfur án þess að til komi stórar lántökur frá IMF og nágrannalöndum okkar. Því miður verður að taka þessi lán, svo að hægt sé að greiða úr kröfum einhverra kröfuhafa í þrotabú bankanna.

Augljóst er að ríkisstjórn Íslands og Seðlabankinn hunsuðu viðvaranir, þangað til að það var orðið of seint. Fullyrðingar Seðlabankastjóra um annað eru ekkert nema hrein og bein lygi, eins og komið hefur berlega í ljós.

Núverandi ástand skrifast á ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, síðan á Sjálfstæðisflokkin núna undir það síðasta. Samfylkingin tók við afar slæmu búi eftir síðustu kosningar, sá flokkur er í afskaplega vandræðalegri stöðu um þessar mundir.

Læt þetta duga í bili.