Síminn lokar þjónustumiðstöðvum

Síminn, eða Landssími Íslands eins og símafyrirtækið heitir er núna þessa dagna upptekið við að loka og reka fólk. En þessi stefnubreyting virðist vera hluti af nýrri stefnu eiganda símans, um að loka og reka alla sem hægt er. Afleiðing af þessu hátterni og ákvarðanatöku er verri þjónusta við viðskiptavini símans, sem hafa reyndar engan annan kost en að versla við símann varðandi ákveðna þjónustu (isdn, adsl, venjulegan síma, gsm, nmt) þegar útá land er komið. Þetta þýðir í stuttu máli að núna þarf viðskiptavinurinn að fara lengra og einnig sem viðskiptavinurinn þarf að bíða lengur eftir afgreislu sinna mála. Enda eru þeir sem eiga að þjónusta viðskiptavinin orðnir svo langt í burtu að þeir eru marga klukkutíma að fara til hans. Hérna er frétt af nýjustu lokun símans. En núna á að loka búðinni á Sauðarkróki, sem þýðir að stór hluti Norður Vesturlands þarf að fara til Akureyrar eða til Reykjavíkur til þess að fá almennilega þjónustu hjá símanum. En það er engin þjónustumiðstöð í Borgarnesi, aðeins umboð frá símanum í einni búð þar.

Þessi hegðun hjá fyrirtækjum er í raun ekkert nema ósvífin gróðahyggja eiganda fyrirtækisins. Og eigendur símans geta bara skammast sín fyrir þessa hegðun, þeir græða alveg nóg þó svo að þeir séu ekki að spara aurinn með því að henda krónunni með þessum lokunum.

Og það var rangt af ríkinu að einkavinavæða síman í upphafi. En svona er þetta þegar spillingin fær að vinna sín skuggaverk óáreitt.

Siðferði og DV

Mér finnst hegðun dagblaðsins DV stundum vera algerlega vera til skammar og eiga ekki heima í hinu siðaða þjóðfélagi sem við reynum að skapa okkur. Mín persónu skoðun er sú að DV hafi brotið á hinu almenna siðgæði og hafi ekki gætt hófs í sinni umfjöllun, einnig sem að forsíða blaðsins er oft til háborinnar skammar og sett upp í leiðinda stíl, sem oft hefur ekkert með sjálfa fréttina að gera.

Það er kominn tími til þess að svona blaðamennsku verði hætt hérna á landi, enda veit ég ekki til þess að hún sé stunduð annarstaðar í heiminum.

Fyrir þá sem vilja ræða þetta mál, þá hef ég stofnað umræðu hérna, á spjallvefnum alvaran.com.

Rafmagnsnetið á Íslandi

Það mætti halda að rafmagnsnetið á Íslandi væri farið í klessu, en það hefur gerst talsvert oft undanfarið að aðveitustöðvar hafi verið að skemmast og verið að slá út, þar á meðal hjá mér fyrir nokkrum vikum síðan. Og núna síðast í Reykjavík. Orkuveita Reykjavíkur hefði væntanlega ekki átt að eyða svona miklum pening í byggingu nýrra höfuðstöðva, þá hefðu þeir kannski getað haldið rafmagnsnetinu í góðu ástandi. Það mætti halda að viðhaldi á rafmagnsnetinu væri ábótavant. Fyrir mitt leyti þá tel ég að þetta þurfi að rannsaka.

Svik ríkistjórarinnar við öryrkja

Enn og aftur hefur ríkisstjórn Ísland svikið öryrkja og þá sem hafa það verst í þjóðfélaginu. Núna ætlar ríkisstjórnin að taka út bensínstyrk hreyfifatlaðra í þeim eina tilgangi að spara, eða svo segja þeir. En ekki dettur þeim í ríkisstjórninni að spara með því að lækka launin hjá sjálfum sér, eða skera niður í utanríkisþjónustunni. En utanríkisráðuneitið er farið að kosta Ísland uþb 6 milljarða á hverju ári. Þessi „sparnaður“ hjá þeim kemur verst niður á þeim sem höfðu það slæmt fyrir.

Hugmyndir fyrir ríkisstjórnina hvernig þeir geta raunverulega sparað.

1. Þeir gætu lækkað ellilífeyrin hjá fyrrverandi ráðherrum. Það er alveg hellingur af pening sem sparast þannig.
2. Það er hægt að taka 4 milljarða útúr utanríkisráðuneitinu. Þeir hafa hvort sem ekkert með þennan pening að gera.
3. Það er hægt að reka skúffu sendiherra. Alla með tölu, hægt að spara gífurlegan pening á því.
4. Þeir geta hætt að reka þjóðkirkjuna, þar eru allavega 14 milljarðar sem væri hægt að nota til annara hluta eða bara spara þá upphæð.
5. Lækkað laun seðlabankastjóranna, þeir eru hvort sem er ekki að gera neitt að gagni.
6. Dómsmálaráðherra getur lagt niður Öryggislögreglu Íslands og hætt þessum hermannaleik sínum.
7. Minnkað vopnakaup fyrir sérsveitina. Það þarf ekki hríðskotabyssur á Íslandi.
8. Hætt við Kárahnjúkavirkjun, þetta virkjun mun hvort sem er aldrei skila krónu í hagnað til að byrja með. Milljarðar í sparnað þar.
9. Keypt símann aftur. Enda var síminn að skila arði uppá 6 milljarða annað hvert ár. Sá gróði kemur ekki þar sem að ríkisstjórnin er búin að selja símann.
10. Hætt við að kaupa nýja bíla fyrir ráðherra liðið, þetta fólk hefur gott að því að keyra sjálft. Hefur ekkert við hitt að gera. Hægt að spara milljónir með því.

Annars er þessi ríkisstjórn til háborinnar skammar og hefur verið lengi.

Ritskoðun frétta

Það er augljóst að það er komin opinber stefna varðandi fjölmiðla á íslandi. En þessi stefna er einfaldlega sú að ritskoða þá fjölmiðla sem eru að birta óþægilegar fréttir af samsærum stjórnmálamann og annara fjölmiðla gagnvart fyrirtækjum útí bæ. Og þá á ég við samsæri Morgunblaðsins og Sjálfstæðisflokkins gagnvart Baugi, enda fer það ekki á milli mála að þarna var á ferðinni alvarleg aðför að réttarfari á íslandi, jafnframt sem að lýðræðið á íslandi var svívirt. Það er grafalvarlegt mál að það sé hægt að leggja fram lögbann á birtinu frétta sem hafa þann tilgang að kom upp um spillingu og samsæri. Svona spillingarmál og samsærismál eru aldrei létt og þau eru svo sannarlega aldrei einföld. En það má hinsvegar ekki láta ráðamenn og samherja þeirra komast upp með svona spillingu.

Spilling valdhafa á Íslandi

Það virðist vera gífurleg spilling í gangi hérna á Íslandi í íslenskum stjórnmálum. Þessi spilling er bæði peningalegs eðlis og valdlegs eðlis. En þetta inniheldur mörg atriði sem ég ætla að reyna að fara yfir hérna. Þetta mál sem er núna í fjölmiðlum virðist eingöngu vera sprottið upp af þeirri staðreynd að ákveðnir ráðamenn á íslandi, bæði núverandi og fyrrverandi voru eitthvað fúlir útí Baug hf. fyrir einhverjum árum síðan. En þetta mál á sér aðdraganda allt til ársins 2001. Þegar hið margfræga bolludags mál fór af stað, en þá virðist það vera sem svo að ekki hafi farið fram raunveruleg umfjöllun um þessa spillingu sem ríkir á Íslandi í dag, og hefur ríkt frá þessum tíma.

Valdhafar á Íslandi hafa komist upp með ýmislegt sem ekki telst boðlegt í öðrum löndum. Íslenskir ráðamenn eru einstaklega snjallir við að sleppa því að svara spurningum. Þeir annaðhvort svara ekki í símann, eða einfaldlega fara bara að tala um annað á blaðamannafundum. Einnig sem ráðamenn á Íslandi eiga það til að týnast þegar óþægileg mál koma upp, fara í frí eða bara einfaldlega svara ekki spurningum frá óþægilegum blaðamönnum sem vinna hjá óþægilegum miðlum.

Þessi hegðun ráðamann hérna á landi er með öllu óþolandi. Það er einnig þannig að ráðherrar á Íslandi þurfa ekki að bera ábyrgð á sínum mistökum, enda komast þeir nánast upp með hvað sem er hérna á landi. Allt frá því að sniðganga Alþingi Íslendinga yfir í það að hylma yfir með fyrirtækjum sem stunda verðsamráð og níðast á viðskiptavinum. Og allt þar á milli.

Þessu verður að linna, enda er þetta hvorki gott fyrir þjóðina eða efnahag Íslands.

Óvirðing Davíðs Oddssonar

Davíð Oddsson ætlar að hætta með stæl. Enda hefur hann einfaldlega ákveðið að sleppa því að mæta í hádegisverðarboð honum til heiðurs, þar sem hann er að hætta í pólitík. Að mínu mati er þetta ekkert nema óvirðing við Forsetaembættið. Ég vona hinsvegar að það verði þjóðinni til heilla að Davíð sé að hætta, enda eru fá af hans verkum góð að mínu mati.

Frétt vísir.is

Hádegisverður blásinn af

Ríkisráð Íslands hefur verið kvatt saman á Bessastöðum í dag. Þungamiðja fundarins er brotthvarf Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra úr ríkisstjórninni og breytingar á skipan ráðherra af hálfu Sjálfstæðisflokksins samfara því.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var ætlun forsetaembættisins að bjóða ríkisstjórninni til hádegisverðar á undan ríkisráðsfundinum sem hefst klukkan tvö síðdegis. Eftir því sem næst verður komist var hætt við hádegisverðarboðið þegar ljóst var að Davíð sá sér ekki fært að mæta en gera mátti ráð fyrir að hann yrði sérstaklega heiðraður þar.

Tekið af Vísir.is