Lokanir Dell á Írlandi eru ekki ESB að kenna

Andstæðingur ESB hefur verið að gera mikið úr því undanfarið að Dell sé að loka verksmiðju sinni á Írlandi. Þar sem að viðkomandi er andstæðingur ESB. Þá kennir hann ESB um þessa lokun Dell á Írlandi. Ef eitthvað væri varið í fullyrðingar þessa andstæðings ESB um þessa lokun, þá væri kannski hægt að taka málflutning hans alvarlega. Staðreyndin er hinsvegar sú að lokun Dell á Írlandi hefur ekkert með ESB að gera. Þessi lokun hefur hinsvegar allt með þá staðreynd að Dell er að reyna að ná sem mestum hagnaði útúr starfsemi sinni. Eitt af því sem þeir gera til þess að ná því takmarki er að flytja framleiðsluna til láglaunasvæða í heiminum, hvort sem þau eru innan ESB eða ekki.

Nánar um þessa lokun Dell á Írlandi hérna.
There’s no riddle to Dell’s Limerick move

Fyrir þá sem hafa áhuga á því að lesa lygaþvælu ESB andstæðings, þá er hægt að lesa slíkt hérna fyrir neðan. Hægt er að hlægja að þessari lygaþvælu, enda stendur ekki steinn yfir steini í rökum þessa manns og hefur aldrei gert.

Dell Computer yfirgefur evrulandið Írland. Bretar farnir að óttast um orkuauðlindir sínar

ESB framleiðir langmest í heiminum

Innan ESB eru mörg og margvísleg fyrirtæki, bæði miðlungs-stæð, lítil, stór og síðan alþjóðafyrirtæki ýmisskonar. Framleiðslan innan ESB landanna er einnig mismunandi, eftir löndum og lögum í umræddum löndum. Einnig skattaumhverfi og svo framvegis.

Andstæðingar ESB hafa uppi vafasamar fullyrðingar um fyrirtæki í ESB. Helst ber á þá að nefna fullyrðingu Gunnars Rögnvaldssonar, en hann heldur þessu hérna fram sem staðreynd.

ESB staðreyndir

99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME) • Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB • Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB • Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi •

Þessu heldur hann fram sem sannleika. Aftur á móti virðist raunverulega staðreyndin vera sú að fjöldi fyrirtækja er svipaður innan ESB eins og annarstaðar, bæði í stærð og veltu. Gunnar vísar í gögn frá EuroChambers, sem virðast vera lobby hópur fyrirtækja innan ESB. Sú tölfræði sem þeir birta þar virðist vera frekar vafasöm, sé gerður einfaldur samanburður á því sem Gunnar heldur fram og þeirri tölu sem fæst með því að skoða GDP. Staðreyndin er nefnilega sú að þegar GDP talan er skoðuð, þá kemur í ljós að ESB er þar stærst. Stærra heldur en BNA. Í því tilliti er vafasamt að halda því fram að ESB sé á eftir BNA, eins og Gunnar gerir á sínu bloggi. Þar fyrir utan, þá verð ég að benda á þá staðreynd að ESB er ekki þjóð eins og Bandaríkin. Þannig að það er einfalt að velja hentunar staðreyndir um ESB og hunsa restina af óþægilegum staðreyndum, aðferðarfræði sem er mikið notuð af andstæðingum ESB.

Wikipedia hefur þetta að segja um fyrirtækin í ESB.

The European Union’s member states are the birthplace of many of the world’s largest leading multinational companies, and home to its global headquarters. Among these are distinguished companies ranked first in the world within their industry/sector, like Allianz, which is the largest financial service provider in the world by revenue; Airbus, which produces around half of the world’s jet airliners; Air France-KLM, which is the largest airline company in the world in terms of total operating revenues; Amorim, which is the world’s largest cork-processing and cork producer company; ArcelorMittal, which is the largest steel company in the world; Groupe Danone, which has the world leadership in the dairy products market; Anheuser-Busch InBev, which is the largest beer company in the world; L’Oréal Group, which is the world’s largest cosmetics and beauty company; LVMH, which is the world’s largest luxury goods conglomerate; Nokia Corporation, which is the world’s largest manufacturer of mobile telephones; Royal Dutch Shell, which is one of the largest energy corporations in the world; and Stora Enso, which is the world’s largest pulp and paper manufacturer in terms of production capacity, in terms of banking and finance the EU has some of the worlds largest notably HSBC- the worlds largest company- and RBS. Many other European companies rank among the world’s largest companies in terms of turnover, profit, market share, number of employees or other major indicators. A considerable number of EU-based companies are ranked among the worlds’ top-ten within their sector of activity.

GDP er sá mælikvarði hversu mikið lönd framleiða yfir árið. Af þeim þjóðum sem til eru, þá framleiða Bandaríkjamenn langmest. Ef að ESB er síðan bætt inní þá mynd, þá er samanlögð framleiðsla allra 27 ESB ríkjanna langtum meira heldur en BNA nokkurntíman. ESB er einnig lang stærsti útflutnings aðili í heiminum.

Þegar öll þessi gögn eru skoðuð, þá verður að teljast líklegt að þær fullyrðingar sem Gunnar hefur uppi um að ESB sé að dragast aftur úr miðað við Bandaríkin standist ekki. Enda mundi GDP ESB vera langt á eftir BNA ef það væri raunin.

Ég ætla að vísa á þessa hérna Wiki grein yfir tölfræðilegar upplýsingar um GDP í heiminum. Upplýsinganar um GDP þjóða heimsins eru meðal annars fengnar frá CIA, IMF og fleiri aðilum. Þetta eru allt allavegana aðilar sem eru mun traustari heldur en þeir aðilar sem Gunnar vísar í. Þau gögn sem Gunnar vísar í eru að mínu áliti ekkert nema ómarktækt drasl sem stenst ekki nánari skoðun.

List of countries by GDP (nominal)
Economy of the European Union

Er Evran hinn nýji dollar ?

Er Evran hinn nýji dollar ? Þessi spurning er að finna í blaðagrein á Times.com, þessi spurning er mjög áhugaverð, þar sem evran sem gjaldmiðill er stöðugt að styrkja stöðu sína og hefur staðist kreppunar mjög vel miðað við Bandaríkjadollar.

Is the Euro the New Dollar?

Europe’s single currency has come of age early. The euro turns ten on Jan. 1, a milestone for one of the most powerful symbols of European identity. It has already endured a rite of passage over the past few months, as the global financial crisis battered European markets yet failed to fluster the euro. And, like any debutante, it has its suitors: a string of countries lining up to dump their national currencies and join the euro zone.

It’s a remarkable achievement for a currency whose only global rival is the U.S. dollar. The greenback has over two centuries of history behind it. But it wasn’t until Jan. 1, 1999 that 11 E.U. countries locked their national currencies together into a fixed exchange rate. Three years later physical coins and notes became available, replacing national cash in a massive changeover operation. (Read TIME’s Top 10 business deals of the year.)

The euro zone is now 15 members large and has a combined population of around 320 million. However, many more people are directly affected by the euro, from would-be members whose currencies are already pegged to it, to countries like Montenegro and Kosovo whose effective national currency is the euro. France’s former African colonies also peg their common currency to Europe’s. That means around 500 million people rely on the euro or euro-pegged currencies.

European Commission President José Manuel Barroso credits the euro for delivering lower inflation, lower interest rates and greater price stability, and helping create 16 million jobs. More immediately, the euro is shielding member states in this time of economic turmoil, preventing a currency crisis in addition to the credit crunch. „The euro is sheltering businesses from the exchange rate volatility which has battered them in previous downturns,“ Barroso said on Monday. „To put it simply, the euro works.“

Restina af þessari grein er hægt að lesa hérna.

Draugar fortíðar herja á Íslendinga

Íslendingar, sérstaklega Íslensk stjórnvöld virðast vera bundin af draugum fortíðar. Hvort sem um er að ræða draug Sambandsins (SÍS) eða helmingaskiptastjórnmálanna (sem eru ennþá við lýði í dag). Allt þetta leggst á Íslendinga eins og mara. Veldur því að almenningur á Íslandi þarf að borga meira heldur en nágrannar þeirra á norðurlöndunum og evrópu, bæði í vexti, matarverð og fleiri nauðsynlega hluti.

Þetta spilar einnig sinn þátt í því hruni sem átti sér stað á Íslandi síðasta haust. Hrun bankana var nefnilega engin tilviljun og hafði verið lengi yfirvofandi. Helmingaskiptareglan sem varð til þegar SÍS var uppá sitt besta spilar nefnilega sinn þátt í þessu hruni, ofan á þetta er einnig sú staðreynd að sú hagfræði sem rekin hefur verið á Íslandi á meira skylt við kúreka heldur en alvöru hagstjórn. Í raun má segja að Íslendingar hafi lifað undir kúrekahagfræði síðustu 17 ár, þessi gerð af hagfræði var innleidd þegar Sjálfstæðisflokkurinn tók við völdum. Það nefnilega leiddi af sér að ný-frjálshyggjan komst til valda hérna á landi, sem aftur leiddi af sér umrædda kúrekahagfræði sem hefur sett allt saman í rúst hérna á landi núna.

Kúrekahagfræðin, í bland við stjórnleysi ný-frjálshyggjur lagði þann veg sem Íslenska þjóðin fór fram af núna. Þetta var þó ekki framkvæmt hjálparlaust. Þar sem að þeir sem stóðu á bak við innleiðingu ný-frjálshyggjuna hérna á landi notuðu óverðskuldað þjóðarstolt Íslendinga til þess að hjálpa sér í að ná markmiðum sínum. Markmið ný-frjálshyggjunnar var nokkuð einfalt í sjálfu sér, að búa til þjóðfélag sem gengur meira og minna útá Bandaríska hugsjón og einnig að búa til þjóðfélag sem byggir á félagslegum Darwinsima (hinir hæfustu lifa af). Það má í raun segja að þetta hafi tekst að hluta til hérna á landi, í stað þess að Íslenskt þjóðfélag þróast sem þjóðfélag sem væri nærri því laust við glæpi, græðgi og önnur vandamál þá núna er Íslenskt þjóðfélag núna í þeim sporum að öll þessi vandamál eru til staðar með hrikalegum afleiðingum. Staðreyndin er mjög einföld, Íslendingar eru innan við 350.000 og helmingi stærri þjóðfélög útí Evrópu einfaldlega þjást ekki af þeim vandamálum sem eru í gangi hérna á landi, allavegana ekki af þeirri stærðargráðu sem er raunin hérna á landi.

Staðan í dag er orðin mjög alvarleg, eitt er víst að Íslenska þjóðin verður að gera upp við sig hvort að hún vill lifa undir þjóðskipulagi sem gengur útá það að misvitrir stjórnmálamenn geti fellt lífsgæði þess með einu pennastriki og án allrar ábyrgðar, eða þá að það lifi í evrópskuþjóðfélagi þar sem stjórnmálamenn bera ábyrgð á sínum gjörðum og þeirra hlutverk sé að efnahagur landsins og líf borgaranna sé tryggt og stöðugt.

Íslendingar verða einnig að gera upp við sig hvort að þeir vilji lifa við efnahag sem sveiflast upp og niður á milli ára, eða við efnahagslíf sem er stöðugt. Sérstaklega þar sem að sá ör-gjaldmiðill sem við notum núna er orðin verðlaus erlendis og innanlands er veriðmæti krónunnar einnig orðið mjög lítið vegna aukinnar verðbólgu. Það er einföld staðreynd að Íslendingar hafa verið að lifa í heimi blekkingar, heimi þar sem fólkinu í landinu hefur verið talin trú um að krónan sé góður og gildur gjaldmiðill sem sé hægt að nota við hvaða efnahagsaðstæður sem koma upp hérna á landi. Ef núverandi kreppa ætti að kenna okkur eitthvað, þá er augljóst að krónan er hvorki góð fyrir fólkið í landinu, fyrirtækin, í raun er krónan Íslendingum hindrun. Það er einnig annað sem er Íslendingum hindrun, en það er skoðun fólks til ESB. Skoðun Íslendinga til ESB hefur verið mótuð af ný-frjálshyggju fólkinu sem stjórnar ennþá hérna á landi, einnig hefur skoðun Íslendinga til ESB verið mótuð af þeim sem innleiddu kúrkekahagfræðina hingað til lands. Það þarf ekki að eyða miklum orðum í þá staðreynd að þeir sem vilja Íslenskt þjóðfélag sem bandaríkast eru á móti ESB. Þessi andstaða er ekki nein tilviljun, með því að hafa Íslenskt þjóðfélag sem bandaríkast og sem eftirlitlausast þá geta þessir menn og talsmenn þeirra tryggt að þeir geti grætt á því ástandi sem ríkir hérna á landi, með einum eða öðrum hætti. Á sama tíma mun almenningi á Íslandi blæða, alveg eins og almenningi á Íslandi blæðir út núna vegna hárra vaxta, verðbólgu og verðtryggingar.

Eina leiðin útúr þeim vítahring sem Íslendingar eru búnir að koma sér er umsókn til ESB um inngöngu Íslands í ESB. Að öðrum kosti þá munum við endurtaka þessa kreppu eftir 20 til 30 ár, jafnvel styttri tíma. Það er nefnilega staðreynd að í heimi sem er stöðugt að minnka þá virkar ekki sú hugmyndafræði að standa einn og yfirgefin eins og Íslendingar gera í dag. Slíkt hugmyndafræði getur aðeins unnið gegn okkur, ekki með okkur.

Innganga Íslands í EES á sínum tíma var gott framfaraskref, enda gaf það Íslendingum góðan tíma til þess að koma sér útúr þeirri einangrun sem þeir höfðu lifað við fyrir tíma EES. Núna ber að stíga skrefið til fulls og sækja um aðild að ESB eins og ég hef áður nefnt.

Það er alveg augljóst að Íslenska þjóðin getur ekki lifað við þær aðstæður sem hérna ríkja. Það er einnig raunveruleg hætta á því að það bresti á landflótti frá Íslandi. Ungt fólk mun einfaldlega forða sér frá Íslandi þegar því verður ljóst að það mun ekki getað keypt hús yfir höfðið án þess að skuldsetja sig um alla framtíð. Ólíkt því sem gerist í Evrópu, þar sem fólk getur tekið lán fyrir húsi til 30 ára og verið öruggt að eftir 30 ár þá á viðkomandi húsið sem það hefur verið að borga af. Í Evrópu þá er fólk nefnilega öruggt um það að lánin lækka við hverja afborgun, ólíkt því sem gerist hérna á landi, þar sem lánin hækka við hverja afborgun (vegna verðbólgu).

Íslendingar eiga mun betur skilið en þá stöðu sem er komin upp í dag. Að mínu áliti þá á Íslenska þjóðin krefjast þess að ríkisstjórnin sækji um aðild að ESB strax eftir áramót.

Fyrir þá sem eru að hafa áhyggjur af fisknum í sjónum, þá ætla ég að benda því fólki á að almenningur hefur í raun aldrei átt fiskinn í sjónum. Fiskurinn í sjónum var einkavæddur, eins og svo margt annað hérna á landi. Einkavæðing fisksins var bara þannig sett upp að enginn tók eftir því að það gerðist. Ef fólk er að hafa áhyggjur af því að útlendingar eigi eftir að veiða hérna við land, þá er slíkt óþarfi, þar sem Íslensk fiskiskip hafa eingöngu veiðireynslu hérna við land síðustu 30 árin. Eini sameiginlegi kvótinn sem Íslensk fiskiskip munu fá væri vegna flökkustofna sem veiðast hérna við land. Það mundi koma í staðinn fyrir samninga um kvóta úr þessum stofnum. Í stuttu máli, lítil eða engin breyting á fiskveiði málum hérna á landi.

Varðandi landbúnað, þá er vert að benda á þá staðreynd að Íslenskir bændur mundu fá sérstaka styrki (pr býli) vegna norðlægrar stöðu búskaparins.

Margir benda á að ESB sé gallað og allt það. Ég aftur á móti bendi á þá staðreynd að við munum ekki komast að því hverjir gallar og kostir ESB eru fyrr en við setjumst niður og semjum við ESB um inngöngu samning sem hentar Íslensku þjóðinni. Þangað til eru þetta allt saman ágiskanir útí loftið sem hafa afskaplega lítið gildi, sama gildir um hræðsluáróðurinn. Í raun er þetta ekkert nema hræðsluáróður útí loftið sem hefur ekkert að segja.

Íslenska þjóðin þarf að manna sig upp og krefjast þess að við gögnum að samningaborðinu við ESB til þess að fá á hreint hvað er í pottinum fyrir okkur og hvað ekki.

Góðar stundir.

Innganga í ESB þýðir efnahagslegur stöðugleiki

Margir hafa verið að velta því fyrir sér hvað möguleg innganga Íslands í ESB mun þýða fyrir viðkomandi. Þessu er einfalt að svara, sérstaklega ef horft er til mjög langs tíma.

Innganga Íslands í ESB mundi þýða efnahagslegan stöðugleika umfram allt annað. Gengisveiflur yrðu minni og engar við þau lönd sem nota evru, hvort sem um væri að ræða útflutning frá Íslandi eða innflutning. Verðtryggingin mundi hverfa og tilheyra ruslahaugum sögunar. Atvinnulíf á Íslandi mundi eflast ef til lengri tíma er litið. Sérstaklega ef haft er í huga að framleiðsla sem núna er erlendis gæti hafist hérna á landi vegna niðurfellinga tolla til ESB landanna.

Heimurinn er ekki fullkomin og hefur aldrei verið það, það verða örugglega gallar fyrir Íslendinga að ganga í ESB. Þannig er það bara, aftur á móti er vert að benda á þá staðreynd að gallanir að standa fyrir utan ESB eru miklu meiri heldur en gallanir við að ganga inní ESB.

Ég ætla einnig að nota tækifærið núna og óska Slóvakíu til hamingju með þann áfanga að fá að taka upp evru þann 1 Janúar 2009. Upptaka evru í Slóvakíu þýðir að núna geta slóvakar notað evrunar sínar í öllum þeim löndum nota nú þegar evru, þurfa ekki að standa í því veseni að standa í gjaldeyrisviðskiptum við þau 15 lönd sem nú þegar nota evru sem gjaldmiðil. Innganga Slóvakíu í evrusvæðið þýðir að frá 1 Janúar 2009 munu 325 milljónir manns nota evru sem gjaldmiðil. Notendur Bandaríkjadollars eru rúmlega 300 milljónir.

Evrumynt Slóvakíu.
Slovakia (as of 1 January 2009)

Upplýsingar um gjaldeyrisskiptin í Slóvakíu.
Slovakia (as of 1 January 2009)

Nánari upplýsingar um Evrusvæðið (Wiki grein).
Eurozone

Einhliða upptaka gjaldmiðils er eintóm þvæla

Það er eintóm þvæla að halda því fram að Ísland geti tekið upp einhliða annars ríkis. Staða okkar er einfaldlega svo slæm að við getum ekki tekið upp einhliða gjaldmiðil.

Dæmið er mjög einfalt, til þess að taka upp einhliða gjaldmiðil þarf að einhver að kaupa krónunar fyrir þann gjaldmiðil sem á að skipta yfir í, á föstu skiptagengi þar að auki. Það eru ekki bara innistæður sem þarf að breyta, það þarf nefnilega einnig að breyta þeim skuldum sem eru í fjármálakerfinu yfir í þann gjaldmiðil sem á að skipta yfir í. Eins og staðan er í dag, þá hefur Seðlabanki Íslands ekki neinn möguleika á því að eiga nægan gjaldeyri til þess að kaupa krónur og skipta þeim fyrir annan gjaldmiðil. Gildir einu hvort um er að ræða evru, dollar eða eitthvað annað.

Þar fyrir utan verður ekki bæði haldið og sleppt í þessum efnum. Krafa Sjálfstæðisfélagsins í Árborg er ekki bara heimskuleg, heldur er þessi krafa þeirra gífurlega vitlaus. Þetta sýnir einnig að viðkomandi einstaklingar og félög hafa nákvæmlega engan skilning á því hvernig gjaldeyrisskipti eiga sér stað. Sérstaklega ef um er að ræða gjaldeyri sem við prentum ekki sjálf.

Að skipta um gjaldeyri hérna á landi mun ekki auka traust á efnahag Íslands. Ef Íslendingar vilja vinna sér aftur inn traust á erlendum mörkuðum, þá er aðeins eitt að gera. Sækja um aðild að ESB og ganga síðan inní ESB eftir að aðildarsamningum líkur og kosið er um þá hérna á landi.

Tengist frétt: Einhliða upptaka gjaldmiðils

Blekkjandi styrking

Svo lengi sem ekki er hægt að kaupa gjaldeyri á almennunum markaði fyrir þann pening sem maður hefur. Þá er ekkert að marka þessa styrkingu. Enda virðist þarna eingöngu vera um að ræða styrkingu á genginu sem bankar versla sín á milli.

Það er einnig augljóst að gífurlegt fjármagn bíður þess að fá að komast útúr landi, með tilheyrandi falli krónunnar. Gengi Íslenski krónunnar samkvæmt ECB er €1 = 290 kr og hefur staðið þannig í nokkra daga. Enda engin viðskipti með krónuna erlendis þessa dagana.

Tengist frétt: Krónan styrktist um 8%

ESB hugsar um hagsmuni neytandans

Áður en fólk fer að fordæma ESB í nafni þjóðernishyggju og annars slíks rusls þá ætti þetta sama fólk að hafa í huga að samkeppniseftirlit er mjög virkt innan ESB. Evrópusambandið hefur reglulega sektað fyrirtæki um milljaðra evra ef upp hefur komist um samráð á markaði hjá þessum fyrirtækum. Núna nýjast er ESB byrjað að rannsaka lyfjafyrirtæki vegna gruns um að þau séu að halda verði á lyfjamarkaði óeðlilega háu með því að koma í veg fyrir að ódýrari samheitalyf komist á markað í Evrópu.

Ólíkt því sem andstæðingar ESB halda fram, þá munu Íslendingar ekki tapa sjálfsákvörðunarréttinum. Aftur á móti munu ráðamenn á Íslandi þurfa að sæta gagnrýni á gjörðir sínar frá ESB og þeim löndum sem eru í því. Að sama skapi gætu fulltrúar Íslands gagnrýnt önnur lönd í gegnum ESB.

Stefnur innan ESB eru ekki samþykktar nema að allar þjóðir skrifi undir þær. Þetta á við hvort sem er um að ræða fiskveiðistefnuna, landbúnaðarstefnuna, menntastefnu ESB og fleira og fleira. Þetta eru nefnilega atriði sem vera að gagnast öllum jafnt.

Í ESB þá hefur ekkert eitt land hreinan meirihluta á evrópuþinginu, sem almenningur í ESB löndum fær að kjósa um í beinni kosningu. Í önnur embætti skipa ríkisstjórnir þeirra landa sem eru aðilar að ESB. Í ráðherraráðinu eru síðan ráðherrar ESB mála hjá viðkomandi löndum.

Ef Íslendingar fara í ESB þá munum við verða langt frá því að vera áhrifalaus þar innanborðs.

Með aðild að EES þá varð Ísland auka-aðili að ESB en án áhrifa og án aðgangs að stofnunum ESB. Þó erum við í gegnum EES skildug til þess að taka upp lög og reglur ESB án þess að hafa nokkuð um þær að segja. Það er betra að taka fullan þátt í ESB heldur en að vera í þeirri stöðu sem Íslendingar eru í dag.

Tengist frétt: Sótt verði um aðild að ESB

Haftaskrímslið vaknað

Núna er haftaskrímslið komið af stað á Íslandi. Öllum gjaldeyri vandlega stjórnað og ekki einu sinni hægt að fá gjaldeyri til þess að flytjast erlendis.

Ekki veit ég hvernig fer fyrir öryrkjum og ellilífseyrisþegum sem núna búa erlendis þessa dagana. Ástandið getur ekki verið gott hjá þeim.

Stjórnvöldum ber nú þegar að hætta þessari haftastefnu, enda virkar ekki svona kerfi í nútímaviðskiptum.

Þess í stað á nú þegar að lýsa því yfir að Íslendingar muni sækja um aðild að ESB og stefni að upptöku evru þegar skilyrðin til þess eru uppfyllt. Slíkt mundi skapa örlítið traust á Íslenskt efnahagslíf. Það versta sem hægt er að gera núna er að gera ekki neitt. Eins og ríkisstjórnin gerir þessa dagana.

Tengist frétt: Fékk ekki gjaldeyri til flutninga

Tóm þvæla að standa í einhliða upptöku á öðrum gjaldmiðli

Það er tóm þvæla að tala um einhliða upptöku á öðrum gjaldmiðli. Ástæðuna er að finna í þeirri staðreynd að þá mundi Seðlabanki Íslands þurfa að kaupa upp allar þær krónur sem eru í notkun núna og láta í staðinn umrædda mynt sem skipt væri í.

Slíkt er mjög kostnaðarsamt og í efnahagskerfi eins og hinu Íslenska þá mundi það aldrei ganga upp. Enda gæti Seðlabankinn ekki prentað umræddan gjaldeyri ef þess mundi þurfa.

Eina rökrétta stefnan í þessum málum er að sækja um aðild að ESB sem fyrst. Og þegar Ísland væri komið inní ESB, þá að láta Seðlabanka Evrópu (ECB) festa gengi krónunnar í gegnum ERM II samstarfið (með 15% vikurmörkum) þangað til að hægt væri að taka upp evruna hérna á landi. Að taka upp evruna tekur að lámarki 2 ár að kröfu ESB.

LÍÚ þarf að átta sig á þeirri staðreynd að andstaða þeirra við aðild að ESB er ekki byggð á neinu nema vanþekkingu á ESB og hvernig það starfar. Sama gildir um andstöðu Bændasamtaka Íslands.

Eins og staðan er orðin í dag, þá er það þjóðarhagur að Ísland gangi í ESB.

Tengist frétt: LÍÚ vill einhliða upptöku