Jarðskjálfti uppá 5,2 á ricther í Tyrklandi

Klukkan 00:09 varð jarðskjálfti uppá 5,2 á ricther í Tyrklandi. Jarðskjálftinn varð á svæði sem er frekar þéttbýlt en sem stendur hafa ekki borist neinar fréttir af tjóni eða mannskaða þar sem jarðskjálftinn varð. En það mun líklega skýrast á næstu klukkustundum hvort að eitthvað tjón varð.

Ég mun uppfæra þessa frétt þegar meiri upplýsingar berast.

Jarðskjálfti í austur Afríku

Klukkan 12:19 varð jarðskjálfti uppá 6,9 á ricther í austur Afríku, í vatni sem kallast Tanganyika. En samkvæmt hjálparstarfsmanni sem er næst upptökum jarðskjálftans, þá eru börn föst undir þaki húsa sem hrundu í kjölfarið á jarðkjálftanum. Einnig sem það hefur komið fram að fólk sem slasaðist í kjölfar jarðskjálftans er flutt á sjúkrahús og fær þar aðhlynningu. Einnig sem það hafa komið fréttir af fólki sem hefur dáið í kjölfarið á jarðskjálftans, en engar tölur hafa borist ennþá af manntjóni.

[Uppfært klukkan 23:25 þann 5, Desember 2005]

Jarðskjálfti fyrir norðan Grímsey

Klukkan 19:28 varð jarðskjálfti sem náði 3,1 á ricther samkvæmt sjálfvirku mælikerfi Veðurstofu Íslands. Dýpi þessa skjálfta var samkvæmt þessum niðurstöðum 14,3 km. Þessi jarðskjálfti var í 35 km fjarlægð frá Grímsey, og stefna hans var nnv miðað við Grímsey.

Samkvæmt yfirförnum niðurstöðum á vef Veðurstofu Íslands þá var stærð þess jarðskjálfta ekki nema 2,7 á ricther.

[Uppfært klukkan 16:20, þann 4 Desember 2005]

Jarðskjálfti fyrir sunnan Japan

Klukkan 16:10 að íslenskum tíma varð jarðskjálfti uppá 6,2 á ricther fyrir sunnan Japan, í eyjarklasa sem er kallaður Ryukyu. Sem stendur hafa ekki neinar fréttir borist af skemmdum vegna þessa jarðskjálfta.

Ég mun kom með betri fréttir af þessum jarðskjálfta eftir því sem þær berast.

Jarðskjálfti í Japan

Klukkan 13:13 varð jarðskjálfti uppá 6,4 á ricther, samkvæmt fyrstu niðurstöðum. Þessi skjálfti varð uþb 110 km fyrir utan strönd Japans. Telja má víst að jarðskjálftinn hafi fundist í Japan, en fáar fréttir hafa borist af þessum jarðskjálfta og hugsanlegu tjóni. Jarðskjálftinn varð klukkan 22:13 að staðartíma.

Ég mun koma með betri fréttir af þessum jarðskjálfta eftir því sem þær berast.

[Uppfært klukkan 17:30, þann 2 Desember 2005]

Fullveldisdagurinn

Í dag, þann 1 Desember er Fullveldisdagur Íslendinga. Hvort að íslendingar muni um hvað þessi dagur er veit ég ekki. En fyrir þá sem þekkja söguna þá táknar þessi dagur merkan áfanga í baráttu íslendinga fyrir sjálfstæði landsins frá hinu danska nýlenduveldi.

En nóg um það. Þessi dagur táknar einnig að það eru bara 30 dagar þangað til að árið 2006 kemur. Og einnig það að árið 2005 flaug fram hjá manni án þess að maður raunverulega tæki eftir því.

Svona er lífið.