Græðgi Íslendinga er engin takmörk sett

Þessi frétt hérna ber með sér eitt helsta vandamál Íslendinga. Græðgi og mikið af henni. Í þessari frétt kemst upp um svo hrikalega græðgi sjómanna að annað eins hefur ekki sést síðan bankanir voru að skuldsetja þjóðina upp fyrir haus hérna um árið.

Íslendingar ætla seint að læra af mistökum fortíðarinnar. Kostnaðurinn vegna þessar græðgi lendir auðvitað á komandi kynslóðum og náttúrunni. Það þýðir síðan lítið að væla þegar allir fiskistofnar við Ísland hrynja vegna ofveiði.

Tveggja mánaða kvóti klárast á rúmri viku

Sjómenn misnota strandveiðar

Ákveðnir sjómenn eru víst strax farnir að misnota strandveiðar, og eru farnir að koma með meiri afla en leyfilegt er. Í staðinn fyrir að fylgja reglunum og veiða ekki meira en leyfilegt er. Þá er allt veitt sem hægt er, og helst meira en báturinn ber.

Þessi hugsunarháttur er ekkert annað en eitt form af græðgi, og á lítið skylt við þá mynd sem Íslendingar draga upp af sjálfum sér og þeim fiskveiðum sem við stundum við Ísland. Þá er ég að vísa til „sjálfbærra fiskveiða“ (yea right!), sem Íslendingar þykjast hafa fundið upp og séu góðir í (yea right, aftur!). Það er auðvitað bölvuð della að mínu mati, enda stunda Íslendingar ekkert annað en iðnaðarfiskveiðar af stærstu gráðu og skammast sín ekkert fyrir það. Síðan er bara vælt mikið yfir því þegar allur fiskurinn í sjónum er búinn, og enginn þykist vita af hverju það er.

Hérna er frétt um misnotkun sjómanna á strandveiðum, sem eru nýjar á Íslandi. Hinsvegar fylgir þeim gömul græðgi og misnotkun.

Dæmi um að menn fari yfir 800 kg í strandveiðunum

Bóndi gegn almenningi á Íslandi II

Bóndinn og þröngsýnismaðurinn Ásmundur Einar Daðason tjáði sig aftur um ESB á Alþingi í dag, samkvæmt fréttum. Í mjög svo óspennandi yfirlýsingu, sem kom gjörsamlega engum á óvart. Þá hagaði hann sér eins og góð strengjabrúða Bændasamtakanna og talaði gegn ESB á Alþingi, eins og strengjabrúðum er einn kosturinn.

Ásmundur Einar Daðason hefur augljóslega ekki ennþá hringt í Sænsku Bændasamtökin, sem studdu inngöngu Svíþjóðar í ESB á sínum tíma. Hann ætti að getað fundið símanúmerið hjá Sænsku Bændasamtökunum á vefsíðu þeirra (ég tel þetta vera vefsíðu sænsku bændasamtakana. Ef þessi vefsíða er ekki rétt, þá er rétt vefsíða vel þegin. Látið vita í athugasemdum). Þar ætti að hann getað komist af því afhverju sænskir bændur studdu inngöngu Svíþjóðar í ESB, og afhverju sænskar búðahillur eru uppfullar af sænskum landbúnaðarvörum þrátt fyrir aðild þeirra að ESB.

Afstaða bænda, og bændasamtakana er þannig að hún skaðar ekki eingöngu markaðstækfærin fyrir Íslenskar vörur og viðskipti erlendis. Hún beinlínis kemur í veg fyrir slík viðskipti. Enda er aðild að ESB mikilvægur þáttur auknum utanríkisviðskiptum Íslendinga erlendis þegar draga fer úr kreppunni í heiminum.

Bullið í Heimssýn varðandi Svíþjóð og Evruna

Fólkið í einangrunarklúbbnum Heimssýn hefur undarlega sýn á málin. Eins og kemur fram í grein þeirra um Svíþjóð og Evruna, og hugsanlega þjóðaratkvæðagreiðslu um Evruna þar í landi. Það yrði ný þjóðaratkvæðagreiðsla um Evruna í Svíþjóð, en sú síðasta fór fram árið 2003.

Gallin við þessa grein Heimssýnar er sá að þetta er kolrangt hjá þeim, jaðrar eiginlega við lygi ef tekið er strangt á skilgreingunni.

Samkvæmt Wiki grein um Svíþjóð og Evruna kemur þetta hérna fram.

2009 European elections

During the election campaign for the European Parliament elections, folkpartiet and kristdemokraterna expressed interest to hold a second referendum on euro adoption. However, moderaterna and centerpartiet thought that the time was ill-chosen.[24]

Af þessu má ráða ef það skapast meirihluti fyrir nýrri þjóðaratkvæðagreiðslu um Evruna, þá mun hún fara fram innan nokkura ára. Það er ennfremur ljóst að það er naumur meirihluti fyrir evrunni í Svíþjóð, eins og kemur fram í umræddri Wiki grein sem ég vísa í hérna að ofan.

Síðustu tvær kannanir um hug fólks til Evrunnar í Svíþjóð.

Könnun 25 Maí, 2009 – Já 47% – Nei 44% – Óákveðnir 9% – Úrtak 1000 manns.
Könnun 1 Júní 2009 – Já 42,1 % – Nei 42,9 % – Óákveðnir 15,1 % – Úrtak 6506 manns.

Eldri kannanir er að finna í Wiki greininni.

Það er einnig vert að vísa beint í fréttina sem 2009 hluti Wikgreinarinnar er unnin úr.

Alliansen splittrad i eurofrågan

Það er einnig ljóst að ef Danir taka upp evruna (Denmark and the euro). Þá mun Svíþjóð fylgja innan skamms tíma. Enda verður Svíþjóð þá komin með evrusvæðið á allar hliðar (fyrir utan Noreg), en Finnar eru með evruna og hafa notað evruna í mörg ár núna.

Lánshæfismat Íslands í ruslið ?

Það er hætta á því að lánshæfismat Íslands endi í ruslinu. Það mundi þýða að fáir mundu lána okkur, nema þá gegn sérstöku álagi og mjög ströngum skilyrðum.

Sjá nánar í frétt Rúv um málið.

Ef Íslendingar borga ekki Icesave, þá endar lánshæfismat okkar samstundist í ruslinu og enginn mun vilja lána okkur. Nema þá IMF og undir mun verri og strangari skilyrðum en þeir eru með í dag á lánum til Íslands.

Hvað svo ? (Icesave samningurinn)

Það eru margir Íslendingar á móti Icesave samningum sem samið hefur verið um. Þessi mótþrói gegn Icesave er gjörsamlega óverðskuldaður að mínu mati, enda var um að ræða Íslenskar innistæður í erlendum útibúum Íslensks banka, og eigendur þessara innistæða voru erlendir í langflestum tilfellum. Það var eitthvað um Íslenska eigendur, en þeir voru ekki margir. Þetta eru hinsvegar innstæður sem Íslendingar gengust í ábyrgð fyrir þegar Icesave var opnað á sínum tíma. Þegar Icesave var opnað 2006, þá var ekki mikið kvartað yfir því.

Í þessari bloggfærslu ætla ég hinsvegar að skrifa um hvað gerist ef Íslendingar hafna núverandi Icesave samningur og neita að bera ábyrgð á því sem þarf að bera ábyrgð á. Það eru tvær niðurstöður sem eru líklegar.

Niðurstaða númer eitt: Íslendingar setjast aftur að samningaborðinu, og ná hugsanlega verri samningi við Breta og Hollendinga. Á þessum tíma mun EES samningurinn nötra og skjálfa. Það er ekki víst að sá samingur verði samþykktur.

Niðurstaða númer tvö: Icesave samningurinn er felldur, Íslendingar neita að borga og neita að setjast að samningaborðinu við Breta og Hollendinga. Þá hefjast lætin fyrir alvöru.

Hugsanlegt er ríkisstjórnin muni falla á þetta. Niðurstaðan af því falli yrði annaðhvort ný-ríkisstjórn, sem yrði minnihlutastjórn, eða þá að það yrði boðað til kosninga. Það er í sjálfu sér ekki stærsta vandamálið. Stærsta vandamálið er að Íslendingar mundu detta út úr EES samningum og hugsanlega einnig EFTA samningum á sama tíma.

Áhrifin af slíku yrðu eftirfarandi.

Íslenskar útflutningsvörur mundu verða tollaðar upp í topp hjá EES, BNA, Kanada og fleiri löndum. Það þýðir að útflutningur frá Íslandi mundi hrynja, og atvinnuleysi aukast í kjölfarið.
Íslendingar mundu detta út úr Schengen samstarfinu. Það mundi hafa neikvæð áhrif á ferðamannastraum til Íslands og ferðamenn frá Íslandi. Enda mundu Íslendingar lenda í landabréfaeftirliti hjá öllum Evrópulöndum. Einu löndin sem Íslendingar mundu ekki lenda í vegabréfaeftirliti yrðu Norðurlöndin. Enda eru sérsamningar sem leyfa slíkt, ég held að þeir séu ennþá í gildi.

Gengi krónunnar mundi hrynja endanlega, enda enginn útflutnginur til þess að styðja við krónuna og erlendar tekjur Íslendinga litlar sem engar. Áhrifin yrðu líklega margfalt flóknari en það sem ég tel upp hérna. Hinsvegar er þetta atburðarrás sem ég vil ekki sjá. Enda yrðu afleiðinganar hrikalegar fyrir Íslenskt samfélag.

Hvað þurfa Íslendingar raunverulega að borga vegna Icesave ?

Þegar það kemur að Icesave, þá virðast margir eingöngu horfa á þá tölu sem er gefin upp í dag. Það er hinsvegar þannig að sú tala sem gefin er upp í dag er heildartalan á skuldinni vegna Icesave, þá er átt við sú tala sem Íslendingar skulda vegna Icesave. Þessi tala er hinsvegar ekki sú tala sem Íslendingar þurfa að borga á endanum.

Hversu mikið hlutfall af þessari skuld fellur á Íslenska ríkið veltur á því hversu vel það mun ganga að selja eignir Landsbankans eftir 7 til 10 ár. Hinsvegar má giska á að salan muni ganga vel, þegar þar að kemur. Það má því lauslega reikna með að Íslendingar þurfi eingöngu að borga sem nemur 100 – 300 milljarða vegna Icesave á endanum. Þessi tala hefði getað verð mun hærri, enda fengu Íslensk stjórnvöld að mismuna innistæðueigendum eftir þjóðerni, þvert á það sem stendur í EES sáttmálanum og öðrum tengdum samingum.

Icesave innistæðureikninganir hafa alltaf verið Íslenskir, enda var Icesave útibú, ekki dótturfélag Landsbankans og hefur því alltaf verið á ábyrgð Íslenska ríkisins ef illa færi. Það þýðir því lítið að vera reiður yfir þessu, það þarf hinsegar að læra af þessu og koma í veg fyrir að svona mistök geti endurtekið sig aftur í framtíðinni.

Heimsýnarmenn stofna Facebook hóp, nota Icesave gegn ESB

Heimssýnarmenn hafa stofnað Facebook hóp, þar sem þeir kenna ESB um Icesave vesenið. Það er hinsvegar þannig að Icesave kemur ESB ekkert við. Reyndar benti ESB Íslenskum stjórnvöldum á þau gætu ekki brotið lög með því að mismuna innistæðueigendum eftir þjóðerni. Enda brot á Íslenskum lög um EES samningum.

Heimsýnarmenn setja upp þessa vitleysu á facebook hópinn hjá sér.

„[…]Bresk stjórnvöld hafa með fulltingi Evrópusambandsins beitt harðræði, og í sumum tilfellum hreinu og kláru ofbeldi, til þess að fá okkur til þess að taka á okkur alla ábyrgð á starfsemi bankanna m.a. með beitingu hryðjuverkalaga gegn hagsmunum íslenskra fyrirtækja í Bretlandi sem og hagsmunum íslenska ríkisins.

Breskir ráðamenn hafa neitað að samþykkja að málið verði útkljáð fyrir dómstólum vegna þess að þeir óttast niðurstöðuna. Sama á við um Evrópusambandið sem er full kunnugt um ábyrgð sína í málinu vegna meingallaðs lagaumhverfis sem við tókum upp hér á landi í gegnum EES-samninginn.

Evrópusambandið veit að það gæti sett allt innlánskerfið í ríkjum þess í uppnám ef dómstóll úrskurðaði okkur Íslendingum í vil. Því hefur verið lagt allt kapp á að kúga okkur til þess að fallast skilyrðislaust á kröfur breskra og hollenskra stjórnvalda í málinu. Okkar hagsmunum er einfaldlega fórnað.[…]“
Tekið af facebook hópsíðu Við neitum að borga skuldir sem við berum ekki ábyrgð á! (Icesave-málið) kukkan 15:41 þann 7 Júní 2009.

Þetta er blekking sem hefur verið haldið á lofti lengi, ef ekki hreinlega lygi. Það er vert að minnast þess að ríkisstjórn Geirs Haarde tók ekki áhættuna á því að fara í mál, enda sátu þeir við stjórnvölin þegar tímafresturinn fyrir dómsmál rann út, þetta eru auðvitað sjálfstæðismenn sem voru með þessa ákvörðun á sinni könnun (sami flokkur og Hjörtur er í). Það er einnig vert að benda á þá staðreynd að Íslendingar hefðu líklega skít-tapað slíku dómsmáli.

Þetta er mjög einfalt, Icesave innistæðunar voru Íslenskar frá lagalegum sjónarmiðum, ekki erlendar. Þessar innistæður voru Íslenskar vegna þess úibúin voru frá Íslandi, þarna var ekki um að ræða dótturfélög Íslensku bankana. Enda falla þær innistæður á tryggingasjóð viðkomandi landa.

Fólk hefur verið blekkt þegar það kemur að Icesave, en ekki á þann hátt sem margir halda. Lagalega séð voru Icesave innistæðunar Íslenskar, og nutu því sömu verndar og aðrar Íslenskar innistæður. Það skiptir nákvæmlega engu máli þó svo að útibúin hafi verið staðsett í Bretlandi, eða Hollandi.

Fólk á ekki að láta blekkja sig, sérstaklega af þeim svikarhröppum í sjálfstæðisflokknum og framsóknarflokknum sem komu okkur í þessi vandræði til að byrja með. Það er nefnilega þannig að Icesave var stofnað þegar sjálfstæðisflokkurinn og framsóknarflokkurinn voru við völd. Eins og sjá má á þessari frétt í mbl.is frá árinu 2006.

Íslendingar verða að borga Icesave, þó svo að það sé súrt og leiðinlegt. Þetta eru hinsvegar þær ábyrgðir sem við gengumst fyrir þegar Icesave var stofnað á sínum tíma. Skömmin og ábyrgðin fyrir þessu er auðvitað sjálfstæðisflokksins og framsóknarflokksins, sem höfðu öll tæki og tækifæri til þess að koma í veg fyrir stofnun Icesave, þeir hinsvegar kusu að gera ekki neitt og því er þetta niðurstaðan í dag.

Hverjum er Icesave að kenna ?

Áður en fólk bölvar yfir þeim skuldum sem eru komnar til vegna Icesave ævintýrisins, þá ætti það að skoða mjög vel hverjum þessar skuldir eru að kenna.

Hérna eru tvær vísbendingar.

Sjálfstæðisflokkurinn.
Framsóknarflokkurinn.

Þeir flokkar komu að því þegar grunnurinn að Icesave var lagður. Þessum flokkum hefði verið í lófa lagið að stoppa Icesave á sínum tíma. Þessir flokkar hinsvegar kusu að gera ekki neitt, og í dag þurfa Íslendingar að borga og aðrir að þrífa upp eftir þá.