RDF TV – The Baloney Detection Kit – Michael Shermer

The first video from RDF TV!

With a sea of information coming at us from all directions, how do we sift out the misinformation and bogus claims, and get to the truth? Michael Shermer of Skeptic Magazine lays out a „Baloney Detection Kit,“ ten questions we should ask when encountering a claim.

[…]

Þetta á alveg jafnt við um ESB umræðuna, jafnt sem aðra umræðu á internetinu og annarstaðar.

Morgunblaðið ritskoðar blogg DoctorE III

Starfsmaður Morgunblaðsins svaraði, og neitaði að gefa mér upp ástæðuna fyrir lokun bloggs DoctorE. Þannig að mín skoðun er orðin sú að þessi lokun sé ekki réttmæt út frá eigin skilmálum blog.is. Enda hefur sannast að DoctorE hafði rétt fyrir sér í fullyrðingum sínum um „spákonuna“ sem spáði fyrir um jarðskjálfta, sem kom svo á endanum ekki. Enda var þetta ekkert nema ódýrt sölutrikk hjá henni til þess að selja „jarðskjálftaheld“ hús.

Hérna er svar Morgunblaðsins.

Sæll.

Eðli málsins samkvæmt getum við ekki gefið upp nánari upplýsingar um viðkomandi skilmálabrot, en þú getur hugsanlega fengið frekari uppýsingar hjá DoctorE.

arnim.

Ég sé enga ástæðu til þess að svara þeim. Enda er augljóst að þessi lokun blog.is á bloggi DoctorE var og er óréttmæt með öllu. Morgunblaðið vill frekar að svikahrappar og aðrir slíkir fái að komast upp með að ljúga og hræða almenning með eintómu kjaftæði, heldur en að standa á bak við nafnlausa bloggara sem þora að fletta ofan af þessu kjaftæði og peningaplokki sem þetta er.

Skömm Morgunblaðsins er mikil í þessu máli!

Morgunblaðið ritskoðar blogg DoctorE II

Ég fékk svar frá blog.is, svarið var þetta hérna. Það var bæði lítið og lélegt.

Sæll vertu Jón Frímann.

Blogginu doctore.blog.is var lokað vegna brota á skilmálum blog.is.

Árni Matthíasson,
blog.is.

Ég ákvað að svara þessu fullum fetum og án miskunnar.

Sæll.

Afhverju er þá ekki búið að loka bloggi Jóns Vals, sem hefur ýtrekað
ráðist á hóp innan samfélagsins með móðgunum, lygum, særingum og öðru af
því meiði.

Spurningin er reyndar hvort að þetta sé henti-túlkun hjá ykkur á þeim
skilmálum sem þið eru með uppi.

Þú ennfremur gefur mér ekki upp hvaða skilmála DoctorE braut. Ég reikna
með að það hafi verið þessi hérna grein skilmálanna hjá ykkur.

„Notandi samþykkir að miðla ekki ólöglegu efni, áreiti, hótunum, særandi
skrifum eða nokkru öðru sem getur valdið skaða. Notandi samþykkir
sérstaklega að miðla ekki háði, rógi, smánun, ógnun eða ráðast á mann
eða hóp manna vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða
kynhneigðar, í samræmi við ákvæði 233. gr. a. almennra hegningarlaga nr.
19/1940.“

Ég krefst þess að blogg DoctorE verði opnað nú þegar, og að skýringar
verði gefnar á þessari lokun.

Það er einnig staðreynd að fullyrðingar DoctorE stóðust. Sérstaklega þar
sem að þessi „spákona“ var í raun ekkert nema svindlari, og
auglýsingaprangari samkvæmt frétt DV
(http://www.dv.is/frettir/2009/7/28/skjalftakona-selur-jardskjalftahus/)

Þetta fer á jonfr.com, eins og ég hef áður nefnt.

Kveðja
Jón Frímann.

Núna er að sjá hvað blog.is gerir. Eru þeir hræsnar, eða ekki.

Morgunblaðið ritskoðar blogg DoctorE

Morgunblaðið (ætti að kalla það Moronblaðið) hefur lokað bloggi DoctorE. Það eina sem DoctorE gerði vann sér saka var að fletta ofan af spámönnum og öðrum trúarsvikurum á Íslandi og erlendis. Vegna þessar ritskoðunar, þá hef ég sent Morgunblaðinu þennan tölvupóst.

—–
Bannað að fletta ofan af svikurum ?

Góðan dag.

Ég sé að þið hafið lokað bloggsíðu nafnlauss einstaklings sem kallar sig DoctorE. Ég hér með mótmæli þessari lokun! Enda var augljóst að DocturE fletti ofan af trúarvitleysingum, spámönnum og öðrum svikurum í þjóðfélagi okkar.

Sú skoðanakúgun sem þarna fer fram hjá ykkur er með öllu ólíðandi í frjálsu þjóðfélagi á Íslandi. Sérstaklega í ljósi þess að mannhatursblogg eins og það sem Jón Valur Jensson er með fær að starfa hinsvegar að starfa óhindrað og er í raun hampað af Morgunblaðinu.

Ég mótmæli þessari lokun á bloggi DoctorE og krefst þess að það verði opnað nú þegar. Ef það á að loka einhverju bloggi, þá er það mannfjandsamlegu bloggi Jóns Vals Jenssonar sem á að loka nú þegar, en á því boðar hann homma hatur, hatur gegn konum sem kjósa að fara í fóstureyðingar og fleira eftir því.

Þessi tölvupóstur verður birtur á bloggsíðunni jonfr.com, óbreyttur. Svör Morgunblaðsins verða einnig birt þarna, óbreytt.

Kveðja.

Jón Frímann

https://jonfr.com
——

Svörin verða birt hérna um leið og ég fæ þau. Stay tuned!

Ríkið á að losa sig við kirkjuna

Hin Íslenska ríkiskirkja kostar alla Íslendinga rúmlega 5 milljarða á ári, en þetta er sá peningur ríkiskirkjan fær á ári hverju frá Íslenska ríkinu. Ofan á þessa tölu bætast síðan við ýmissleg gjöld sem prestar ríkiskirkjunar rukka fyrir hina ýmsu þjónustu.

Íslenska ríkið þarf að spara stórar fjárhæðir á næstu árum. Ég mæli með því að tækifærið verði notað núna og ríkiskirkjan tekin af fjárlögum og ríki og kirkja aðskilin í eitt skipti fyrir öll. Enda er mjög óeðlilegt að kirkjan skuli njóta verndar ríkisins umfram önnur trúarbrögð.

Ríkið á að losa sig við kirkjuna og spara þannig 5 milljarða á ári.

Skewed views of science

Ég setti þetta myndband einnig í ESB hópinn af einni ástæðu. Ég nefnilega skoða ESB út frá vísindalegu sjónarhorni og byggi mína skoðun á þeim staðreyndum sem ég sé og les mér til um. Mitt álit á ESB er ekki byggt á þjóðsögum, lygum eða blekkingum um sambandið. Ef ég er leiðréttur með rökum og staðreyndum, þá er sú leiðrétting tekin góð og gild eftir að ég hef farið og metið gögnin samkvæmt þeim vísindastöðlum sem ég hef.

Andstæðingar ESB notast ekki við staðreyndir og viðhorf þeirra byggir að miklu leiti á óvísindalegum aðferðum og atriðum. Allt saman hlutir sem eiga að útskýra sig sjálfir, eða það vona ég.