Sjálfstæðismenn hafa búið til óvin úr engu

Davíð og fleiri aðilar í fasta kjarna Sjálfstæðisflokksins hafa búið til óvin úr engu. Og þessi „óvinur“ þeirra er frjálsir fjölmiðlar sem gagnrína þá, viðskiptamenn sem ekki hlíða þeim og síðan blaðamenn sem þora að skrifa gagnrínar fréttir. Þessi kjarni í Sjálfstæðisflokknum hefur gefið öllu þessu nafn, en það er nafnið Baugur, en þetta er í raun orðið eitt stórt samheiti yfir þá sem eru á móti ríkisstjórn Íslands.

Þetta hafa síðan flestir flokksmeðlimir Sjálfstæðisflokksins haft eftir án þess að hugsa sig um hvað sé í gangi þarna. Í þessum árásum sem Davíð hefur stundað, með aðstöð tryggs fólks og almennra flokksmanna, sem hafa þetta eftir án þess að athuga hvað þeir eru í raun að hafa eftir stjórn flokksins. Þessi aðferð hefur þann kost að hún dregur athyglina frá vandamálinum innan flokksins sjálfs og þeim vandamálum sem eru í gangi í ríkisstjórn landsins á hverjum tíma. Eins og t.d spillingu, óþægilegum málum osfrv.

Þessi óvinur Sjálfstæðisflokksins eru aðilar sem eru hentug skotmörk og ekkert annað. Og hafa aldrei verið neitt meira en það. Og eins og öll auðveld skotmörk þá verður hætt að tala um þá þegar þeir hafa þjónað hlutverki sínu. Og eitthvað annað fundið í staðinn sem er hentugt skotmark. Í Sjálfstæðisflokknum er kominn upp sú staða að öll málefnaleg gagnríni er bara í orði, ekki á borði. Og þeir sem eru á annari skoðun en flokksforustan er ýtt af borðinu, annaðhvort með látum eða hljóðlega. Einnig hefur borið á því að innan Sjálfstæðisflokksins er allt saman fyrirframákveðið, það sást til dæmis mjög vel þegar nýr Formaður Sjálfstæðisflokksins var kosinn, enda var hann ekki með neitt mótframboð. Í flokki sem kennir sig við Lýðræðislegar hugsanir og frelsi er þetta umhugsunarvert atriði. Í varaformannskjörið voru hlutinir skömminni skárri.

Meira seinna….

Er lýðræði forn frægð á Íslandi í dag ?

Maður er farin að halda að lýðræði sé bara til í orði á Íslandi í dag, en ekki á borði. Allavega eru fréttir síðustu mánaða farnar að að bera þess merki að ekki sé allt með felldu hérna á landi.

Þessi frétt hérna kom með staðfestingu á því að núverandi þróunin er hættuleg lýðræðinu hérna á landi.

Hótar sameiningu með lögum?

Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir Árna Magnússon félagsmálaráðherra hafa hótað þeim, sem ekki samþykktu sameiningu sveitarfélaga í kosningunum nú, að sveitarfélögin verði sameinuð með lögum. Hann segir Árna nær að skoða réttlátari og sanngjarnari tekjuskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga.

Árni var gestur á kynningarfundi um sameiningu sveitarfélaga í Eyjafirði í gær og í ræðu sinni vék hann að komandi sameiningarkosningum á sextán stöðum á landinu næstkomandi laugardag. Sagði Árni að ef ekki tækist að sameina sveitarfélög með kosningunum nú þyrftu næstu skref að vera þau að sameina sveitarfélög með lögum frá Alþingi. Með öðrum orðum þá gæfist íbúum viðkomandi sveitarfélaga ekki tækifæri til að kjósa sjálfir um sameiningu heldur yrði farin sama leið og til dæmis Danir hafa notað, að sameina sveitarfélög með lagasetningu.

Björgvin G. Sigurðsson er ósáttur við þessi orð Árna. Björgvin segir í pistli á heimasíðu sinni í morgun að þær tillögur sem kosið verði um nú séu upprunar á kontórnum í félagsmálaráðuneytinu og viðkomandi sveitarstjórnar hafi jafnvel hafnað því fyrir hönd sinna íbúa að kjósa núna. Samt hafi ráðuneytið haldið uppteknum hætti og látið kjósa. Steininn hafi svo tekið úr þegar í ljós kom að fé sem eyrnamerkt var kynningum á sameiningunum hafi verið skorið niður. Fyrir vikið telur Björgvin að ekkert verði af sameiningum á að minnsta kosti tveimur stöðum á landinu.

Björgvin segir ennfremur að ráðherra væri nær að hleypa grasrótinni, íbúum og sveitarstjórnum að sameiningarmálunum og ekki síst að stuðla að réttlátari tekjuskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga.

Fréttin er fegin af Vísir.is

Spilling valdhafa á Íslandi

Það virðist vera gífurleg spilling í gangi hérna á Íslandi í íslenskum stjórnmálum. Þessi spilling er bæði peningalegs eðlis og valdlegs eðlis. En þetta inniheldur mörg atriði sem ég ætla að reyna að fara yfir hérna. Þetta mál sem er núna í fjölmiðlum virðist eingöngu vera sprottið upp af þeirri staðreynd að ákveðnir ráðamenn á íslandi, bæði núverandi og fyrrverandi voru eitthvað fúlir útí Baug hf. fyrir einhverjum árum síðan. En þetta mál á sér aðdraganda allt til ársins 2001. Þegar hið margfræga bolludags mál fór af stað, en þá virðist það vera sem svo að ekki hafi farið fram raunveruleg umfjöllun um þessa spillingu sem ríkir á Íslandi í dag, og hefur ríkt frá þessum tíma.

Valdhafar á Íslandi hafa komist upp með ýmislegt sem ekki telst boðlegt í öðrum löndum. Íslenskir ráðamenn eru einstaklega snjallir við að sleppa því að svara spurningum. Þeir annaðhvort svara ekki í símann, eða einfaldlega fara bara að tala um annað á blaðamannafundum. Einnig sem ráðamenn á Íslandi eiga það til að týnast þegar óþægileg mál koma upp, fara í frí eða bara einfaldlega svara ekki spurningum frá óþægilegum blaðamönnum sem vinna hjá óþægilegum miðlum.

Þessi hegðun ráðamann hérna á landi er með öllu óþolandi. Það er einnig þannig að ráðherrar á Íslandi þurfa ekki að bera ábyrgð á sínum mistökum, enda komast þeir nánast upp með hvað sem er hérna á landi. Allt frá því að sniðganga Alþingi Íslendinga yfir í það að hylma yfir með fyrirtækjum sem stunda verðsamráð og níðast á viðskiptavinum. Og allt þar á milli.

Þessu verður að linna, enda er þetta hvorki gott fyrir þjóðina eða efnahag Íslands.