Gamlir kallar og EB

Afhverju er það þannig að helstu andstæðingar EB á Íslandi eru gamlir þröngsýnir kallar. Ég er vissum að í þessum þröngsýna hóp sem er á móti EB eru einnig gamlar þröngsýnar konur.

Sá hópur fólks sem er á móti EB á Íslandi virðist vera sá hópur fólks sem græðir mest á einangrun Íslands. Þetta virðist aðalega vera fólk í þeim stéttum þjóðfélagsins sem hefur hagnast ógurlega síðustu ár á vaxtamismun krónunar við önnur lönd í kringum okkur. Þetta er líka sami hópur og setti Ísland á hausinn. Þetta er hópur af fólki sem vill halda í verðtrygginguna, verðbólguna, hátt vaxtastig, hátt matvælaverð og fleira og fleira.

Þetta virðist vera hópur af fólki sem hugsar ekki um framtíðina. Þetta virðist vera hópur af fólki sem vill ekki framtíðina. Þetta er hópur af fólki sem er á móti framförum í Íslensku þjóðfélagi.

Tengist frétt: Vill endurskoða ESB og Seðlabanka