Evrópubullið í Hjörleifi Guttórmssyni

VG maðurinn Hjörleifur Guttórmsson er með grein í Fréttablaðinu í dag og einnig á Vísir.is sem hann kallar Evróputrúboðið. Þessi grein er ekkert nema hinn hefðbundi hræðsluáróður andstæðinga EB. Hjörleifur er einn af þessum gömlu köllum sem ég talaði um í bloggfærslunni á undan. Þröngsýnin hjá þeim ætlar allt lifandi að drepa. Þeir hafa líklega verið á móti GSM farsímum á sínum tíma, enda ekki nógu víðsýnir til þess að sjá notagildi þeirra og hagræði. Sama gildir um EB. Þeir sjá ekki kosti þess að búa við stöðuga mynt, stöðugt efnahagslíf, lága vexti, ennþá lægri verðbólgu (sem fer lækkandi á evrusvæðinu þessa dagana).

Hjörleifur bullar um evruna, eins og allir aðrir andstæðingar EB. Helst ber þar að nefna að hann telur að evrusvæðið sé að fara að liðast í sundir hvenar sem er uppúr þessu, vegna kreppunar. Þetta er ekkert nema innihaldslaust þvaður án raka þegar nánar er skoðað. Á evrusvæðinu búa 320 milljón manns, þetta svæði stækkar eftir því sem fleiri ríki innan EB taka upp evruna. Til samanburðar þá búa eingöngu 300 milljón manns í BNA. Þannig að fjöldi fólks sem notar evruna í viðskiptum er fleiri heldur en fjöldi fólks sem notar bandaríkjadollara á heimavelli (innan viðurkennds svæðis, ég er ekki að tala um ríki sem hafa tekið upp evru eða bandaríkjadollar upp einhliða og án samþykkis). Ólíkt því sem Hjörleifur heldur fram þá er evran ekki að fara neitt, ekkert frekar en bandaríkjadollar.

Hjörleifur talar um atvinnuleysi sé stórt vandamál í ríkjum EB. Þetta er ekkert nema bull. Atvinnuleysi í EB telst vera á hefðbundnum nótum, en það er frá svona 6,7% til 7,5%. Þessar tölur eru frá árinu 2007, þannig að þetta eru ekki nýjustu tölur. Aftur á móti hef ég lesið það að atvinnuleysi hefur verið að minnka í EB undanfarin ár, sérstaklega í ljósi góðrar efnahagsstórnunar og stöðugs efnahags. Núverandi kreppa gæti aukið atvinnuleysi eitthvað, en það mátti búast við slíku. Enda er efnahagur allra ríkja í heiminum að dragast saman, misjafnlega mikið.

Ennfremur er vert að benda á að núverandi ástand á efnahag Íslands er ekki EES að kenna, heldur lélegum lögum og reglum á Íslandi. Einnig sem að eftirlitsstofnanir, sem áttu að passa uppá bankana voru ekki að sinna sínu hlutverki og voru í raun geldar vegna hagsmuna Sjálfstæðisflokksins.