Ríkisstjórnin reyndi að brjóta alþjóðasamninga

Ríkisstjórn Íslands reyndi að brjóta EES samningin. ESB og ráðherraráðið sló hendinni í borðinni og sagði að þetta yrði ekki liðið. Niðurstaðan á endanum varð sú að ríkisstjórn Íslands varð að bakka, enda búið að loka öllum hurðum á Íslandi, hvort sem um var að ræða IMF, ESB eða norðurlöndin. Ísland hefur verið að einangrast mjög hratt á alþjóðavettfangi og viðskipti við útlönd orðin mjög erfið (og eru ennþá) vegna gjaldeyrisskorts.

Það er mjög ánægjulegt að Sjálfstæðisflokkurinn skuli hafa ákveðið að breyta um stefnu í Evrópumálum, þó svo að þessi stefnubreyting sé ekki ennþá orðin opinber í flokkum. Það er hinsvegar þannig að Sjálfstæðisflokkurinn mun þurfa að bera ábyrgð á þessu hruni í næstu kosningum og í mun sæta refsingu af höndum þjóðarinnar næstu árin vegna þessa hrun. Þetta er refsing sem mun hæfa Sjálfstæðisflokknum fyrir þann hroka sem hann hefur sýnt þjóðinni undanfarin 17 ár eða svo.

Tengist frétt: Skipuð verði Evrópunefnd