Skoðun andstæðinga ESB er alltaf sú sama

Ég hef verið að renna yfir svör þeirra sem setja sig upp á móti ESB. Niðurstaðan var sú sama eins og áður, „rök“ þessa fólks eru byggð á viljandi fáfræði um ESB og viljandi rangfærslum um ESB. Það eru öllu af taka þarna, ég þarf ekki að fara sérstaklega yfir það í þessari færslu.

Það er eins og þeir sem eru á móti ESB hafi ekki tekið eftir stöðu okkar í alþjóðasamfélaginu, hvorki fyrir bankahrunið eða eftir það. Íslendingar eru lítil þjóð (310.000 manns, lítið þorp í Danmörku sem dæmi) og teljast til jaðarbyggðar í Evrópu, í landi sem er varla byggilegt vegna lítils sumars og langs vetrar.

Eftir bankahrunið þá versnaði staða okkar Íslendinga mikið, ennþá meira síðasta mánuðinn og líklegt er að staða Íslands eigi ennþá eftir að versna. Þrátt fyrir yfirlýsingar yfirvalda um annað (yfirlýsingar yfirvalda (Geirs Haarde) hafa reynst frekar hald litlar þegar á reynir).

Staðan er mjög einföld, Íslendingar hafi ekki lengur efni á því að stunda þessa sjálfselsku sem þeir láta ráða sér í dag. Hvorki varðandi fiskimiðin eða annað hérna á landi. Það yrði einnig mikil framför að leyfa útlendingum að eiga í fiskifyrirtækjum hérna á landi. Það myndi draga úr ógeðfelldri spillingu hérna á landi í leiðinni og auka ábyrgð og samkeppni. Þessi skoðun nær yfir fleiri atriði hérna á landi, svo sem fjölmiðla og önnur fyrirtæki (Jón Ásgeir kom í veg fyrir að erlent fjölmiðlafyrirtæki mundi kaupa Stöð 2 um daginn þegar hann keypti fyrirtækið af sjálfum sér).

Íslendingar hafa ekki efni á því að standa fyrir utan ESB, reyndar höfðum við aldrei efni á því að standa fyrir utan ESB. Í dag borgum við fyrir frekju þeirra sem héldu Íslandi fyrir utan ESB og komu þannig í veg fyrir að almenningur gæti haft það gott og lifað lífi sem hæfir alvöru þjóðum. Ekki þessu bulli sem er í gangi hérna á landi og hefur verið lengi.

Tengist frétt: Skref í átt að ESB væru jákvæð