Evran og kreppan

Andstæðingar ESB hafa haft uppi mörg orð um Evruna. Þeir hafa verið yfirlýsingaglaðir um evruna, gjarnan slegið því fram að evran muni ekki endast og muni fljótlega hrynja og hætt verði við notkun hennar. Þetta hafa andstæðingar ESB verið að segja frá árinu 1999 eða svo. Andstæðingar ESB og evrunar hafa einnig haldið því fram að evran muni verða verðlaus einn daginn og muni hrynja. Ekkert gæti verið fjarri sannleikanum.

Staðreyndin er að evran og allt evrusvæðið er að koma ágætlega útúr þeim efnahagshremmingum sem ganga núna yfir evrópu. Gengi evrunar hefur eitthvað fallið gangvart dollar og öðrum myntum, en slíkt þarf ekki að koma á óvart. Gengi gjaldmiðla sveiflast alltaf. Það sem skiptir máli er stöðugleiki þess efnahags sem gjaldmiðilinn hvílir á. Efnahagur þeirra ríkja sem taka þátt í evrusamstarfinu er mjög stöðugur, enda eru skilyrðin sem þarf til þess að taka upp evru vísun á efnahagskerfi sem er rekið mjög vel og á skilvirkan hátt. Enda er sú efnahagstefna sem er rekin á evrusvæðinu mjög skynsamleg. Það hefur sýnt sig í þeirri kreppu sem núna gengur yfir heiminn og evru.

Sá samdráttur sem evrusvæðið er núna að fara í, er fyrsti samdrátturinn á evrusvæðinu síðan það varð til. Evrusvæðið hefur verið til í rúm 9 ár núna og aldrei lent í svona samdrætti áður. Þannig þessu munu fylgja margir óþekktir hlutir. Þó mun þó ekki gerast að evran muni hrynja eins og andstæðingar ESB hafa spáð villt og galið síðustu ár.

Verðbólga og vextir hafa verið að lækka á evrusvæðinu síðustu mánuði. Til samanburðar þá hefur verðbólga og vextir verið að hækka hérna á landi, mjög hratt á milli mánaða og þetta veldur því að kaupmáttur skerðist hérna á landi. Einnig sem að verðtryggingin er hrikalegt vandamál hérna á landi og ekki fólki bjóðandi. Með inngöngu Íslands í ESB þá mun fólk hérna á landi losna við verðtrygginguna og vextir munu fara lækkandi hægt og rólega í kjölfarið, það mun einnig gerast með verðbólguna.

Bretar eru í ESB en standa fyrir utan evruna, eins og Danmörk og Svíþjóð. Núna óttast Bretar að Breska pundið muni hrynja ef það verður gert áhlaup á það. Danir eru búnir að átta sig á því að það er mjög kostnaðarsamt að standa fyrir utan evrusvæðið, enda stefna þeir á kosningar um upptöku á evrunni fljótlega. Þannig að það er mjög líklegt að Danska krónan muni hætta að verða til fljótlega. Ég veit ekki hvort að Bretar muni breyta afstöðu sinni til evrunnar og upptöku hennar. Sem stendur þá er staðan þannig að Bretland samdi sérstaklega um það þurfa ekki að taka upp evruna og standa því fyrir utan evru svæðið (15 lönd sem eru með evruna, 16 lönd með evruna eftir 1 Janúar 2009). Svíar finna einnig fyrir því að vera með sænsku krónuna, ég veit þó ekki hvort að stefnt sé að nýrri atkvæðagreiðslu um upptöku evrunar. Svíar eiga að taka upp evruna samkvæmt ESB samningum, þeir hafa þó viljandi ekki uppfyllt skilyrðin til þess þar sem upptaka evru var felld í þjóðaratkvæðagreiðslu á sínum tíma. ESB umber þetta, sem stendur, en hefur sagt að þau muni ekki umbera þessa aðferð hjá öðrum löndum sem eru í ESB.

Fyrir Íslendinga þá er evran lífsnauðsynleg, enda hefur það svo rækilega sannast núna að það er ekkert hald í krónunni, enda er krónan örgjaldmiðill sem stendur á afskaplega litlum efnahag. Slíkt er aldrei góð blanda, eins og sannast hefur í dag. Áður en Ísland getur tekið upp evru þarf fyrst að ganga í ESB og fara inní ERM II samstarfið, sem mun þá festa gengi krónunar við evruna næstu tvö ár að lámarki, eða þangað til að hægt sé að taka upp evruna. Upptak evru fer nefnilega ekki fram fyrr en skilyrðin til þess eru uppfyllt. Eins og staðan er í dag, þá gæti þetta tekið allt að 2 til 5 ár fyrir Íslendinga. Jafnvel lengur, en þetta er mitt mat miðað við stöðuna í dag.

Uppblásin hræðsluáróður andstæðinga ESB er ómarktækur og ekki byggður á rökum. Heldur er hérna um að ræða eiginhagsmunarsemi sem engin skynsemi er í. Það er einnig þannig með fiski-iðnaðinn hérna á landi að hann er ekkert svo voðalega stór ef að hann er skoðaður í dag. Ég sá tölur í fjölmiðlum um daginn að allar tekjur CCP af EVE Online jafnist á við allan fisk útflutning Íslands í dag. Þannig að andstaða sjómanna á ESB er byggð á röngum upplýsingum. Allar líkur eru á því að fiskimenn, eins og aðrir á Íslandi muni græða á því það að Ísland færi í ESB. Þó eingöngu vegna betri aðgengi að mörkuðum hjá þeim ríkjum sem eru innan ESB.

Allur útflutningur til og frá Íslandi yrði tollfrjáls í kjölfarið á inngöngu Íslands í ESB. Samkeppni mundi aukast hérna á landi, réttindi neytandans munu aukast og einnig vöruúrval. Verðlag mun lækka (gerði það í Finnlandi þegar þeir fóru inní ESB og sömu sögu er að segja um fleiri lönd sem hafa gengið inní ESB á síðustu árum) og úrval aukast.

Framtíð Íslands er í ESB. Það er ekkert nema fortíðarþráð að vilja halda sig fyrir utan ESB og vera með ónýta krónu sem gjaldmiðil.

UPDATE 1-UK’s Brown hits back over pound collapse comment
Osborne fears sterling collapse
Sterling takes a pounding
Eurozone tumbles into first-ever recession
Eurozone sinks into recession for first time
Danish c.bank chief says DKK pressure abating -FT
Denmark Pushes for Vote to Adopt Euro
Rejected in 2000, Common Currency Gains Support as Crisis Hits Economy

Tengist frétt: Guðni vill skoða ESB-aðild