ESB hefði líka getað hjálpað Íslendingum

Ef að Íslendingar hefðu verið í ESB, þá hefðum við fengið nákvæmlega sömu hjálp og Lettar eru núna að fá frá ESB. Þá hefðu verið minni líkur því að Íslendingar hefðu þurft að sækja um hjálp hjá IMF. Þess í stað sitja Íslendingar núna í súpunni og geta litla björg sér veitt, nema þá helst að taka stærri lán erlendis.

Skammsýni Íslendinga, ásamt græðgi hefur kostað okkur mikið og mun kosta okkur meira ef ekki verður sótt um aðild að ESB fljótlega eftir landsfund Sjálfstæðisflokksins. Sem vonandi sýnir þá skynsemi að skipta um skoðun varðandi ESB.

Tengist frétt: ESB veitir Lettlandi aðstoð

VöruflokkarESB

One Reply to “ESB hefði líka getað hjálpað Íslendingum”

Lokað er fyrir athugasemdir.