Kosningar um ekki neitt

Það má alveg augljóst vera að kosningar um hvort það eigi að sækja um aðild að ESB eða ekki yrðu einfaldlega kosningar um ekki neitt. Enda er nokkuð ljóst að engin samningsmarkmið eða nokkur annar skapaður hlutur myndi liggja fyrir sem segði almenningi hvort að ESB samningur mundi borga sig eða ekki.

Kosningar um það hvort að það ætti að sækja um aðild að ESB yrðu því einfaldlega kosningar um ekki neitt. Kosningar um það hvort að Geir Haarde ætti að vera ennþá Forsætisráðherra væru skynsamlegri heldur en þetta bull sem kosningar um umsókn yrðu.

Slíkar kosningar mundu einnig tefja ferlið umsóknarferlið inní ESB um marga mánuði. Eitthvað sem hentar andstæðingum ESB ágætlega, vegna þess að þá geta þeir skipulagt lygamaskínuna sína betur og farið að ljúga ennþá meira uppá ESB hérna á landi. Miklu meira heldur en þeir hafa nú þegar gert.

Tengist frétt: Umsókn í þjóðaratkvæði?

VöruflokkarESB