Heimssýn, UKIP og Daily Express

Ég rakst á áhugavert blogg þar sem farið er yfir þær rugl fréttir sem vísir.is hefur verið að birta undanfarið um ESB. Fréttir sem eru ekkert minna en lygi frá upphafi til enda.

Hérna er hægt að komast inná bloggið. Hérna eru einnig tilvitnun úr þessari hérna bloggfærslu þar sem farið er yfir UKIP og Daily Express rugl fréttinar. Það er einnig bent á hvernig Stöð 2 og Vísir.is birta þessar ruglfréttir sem sannleika og hafa síðan ekki fyrir því að leiðrétta sig þegar bent er á þetta kjaftæði.

Fabricated “horror story” in Daily Express makes impact in Icelandic media.

These last few days there has also been an EU “horror story” with a British twist in the Icelandic press. The Icelandic TV channel, Stöð 2, had a story yesterday, repeated on the webpage of www.visir.is based on an article in the British tabloid Daily Express, according to which the EU would use secret powers to confiscate British oil and gas fields. After closer scrutiny, it turns out that the article was based on a press release from the UK Independence Party, a racist and xenophobic party on the extreme right. The content of the article is of course sheer nonsense. There is no plan whatsoever for the EU to take over national resources, nor is there any legal means to do so.

What is true is that EU member states are trying to develop a network of pipeline connections, which would allow member states to export gas to neighbouring countries. This network can be particularly important in an emergency situation, like the one we have now due to the Russian-Ukrainian dispute and the consequent stoppage of deliveries to EU member states. The EU is trying to promote such solidarity amongst member states, but obviously no member state can be forced to sell to another against its will. The Daily Express article is an example of scaremongering of the worst kind.

Eins og þarna má lesa, þá er augljóst að UKIP er öfgasinnaður flokkur sem ekki er mark á takandi þegar það kemur að ESB. Þó svo að þessi flokkur hafi náð inn nokkrum evrópuþingmönnum. Það er einnig áhugaverð staðreynd að Heimssýn (félag andstæðinga ESB á Íslandi) hefur haldið mikið uppá UKIP og málflutning þeirra. Heimssýn hefur meðal annars boðið Daniel Hannan, evrópuþingmanni UKIP hingað til lands. Í þeim eina tilgangi að tala gegn ESB.

Ég hef aðeins eitt álit á Heimssýn, þeir eru jafn öfgafullir og UKIP, ef ekki öfgafyllri. Málflutningur þeirra gengur nefnilega allur útá hræðslu og ekkert nema hreinan uppspuna um það sem ESB er að gera og hvernig sambandið virkar í raun.

Almenningur á Íslandi ætti ekki að taka mark á þessum hægri öfgamönnum, enda er þeirra eini tilgangur að einangra Ísland og gera lífsskilyrði verri hérna á Íslandi (með því að reisa tollmúra og höft). Það er kominn tími til þess að Íslendingar horfist í augu við öfga öflin hérna á landi og hafni þeim algerlega, hvort sem þessar öfgar eru til hægri eða vinstri.