Ríkisstjórnin og landsbyggðin

Maður er alveg dolfallin yfir þeirri stefnu sem er rekin hérna á landi hjá ríkisstjórn Íslands varðandi landsbyggðarmál. En stefna er þessi, þó svo að opinberlega þá fáist ráðherrar ríkisstjórnarinnar ekki til þess að viðurkenna hana. En þessi stefna snýst um tvö atriði, að koma álveri hvar sem hægt er og í millitíðinni drepa niður alla aðra atvinnustarfsemi áður en það gerist. Það er einnig áhugavert að sjá hvernig ríkisstjórnin hefur gjörsamlega tekist að eyðileggja fiskimið landsins með gengdarlausum botnvörpuveiðum, sem virka eins og plógar á sjávarbotnin og eyðileggja allt sem þeir fara yfir, þar á meðal viðkvæm kóralrif sem virkar sem mikilvægar uppeldisstöðvar ýmissa fisktegunda.

Álversæði ríkisstjórnar Íslands er farið að kosta þjóðina lífsviðurværi sitt, enda fær fólk í dag ekki vinnu. Þar sem fiskvinnslur loka í dag, einnig sem að önnur fyrirtæki hérna á landi fara með framleiðslu sína annað vegna þess að gengið er svo gífurlega óhagstætt hérna á landi.

Það er kominn tími til þess að senda ríkisstjórn Íslands í frí, útá land svo að þetta fólk geti bragðað á sínum eigin verkum.