Jarðskjálftinn í Mósambik

Jarðskjálftinn sem varð í gærkvöldi í Mósambik virðist ekki hafa valdið miklu tjóni, en þó ber að taka fram að fréttir frá Mósambik hafa verið takmarkaðar í alþjóðlegum fjölmiðlum. En fréttir hafa ekki borist frá þeim svæðum sem voru næst upptökum jarðskjálftans. Tveir eftirskjálftar hafa mælst, en þeir voru 5.4 á ricther og 5.3 á ricther. Það hafa verið staðfest tvö dauðsföll í kjölfar jarðskjálftans, og einhver slys á fólki þegar það reyndi að komast útúr húsi þegar jarðskjálftinn varð. Borgir næst jarðskjálftanum virðast hafa sloppið við skemmdir af völdum skjálftans, en það hafa borist fréttir af því að venjuleg hús hafi fallið saman (samkvæmt BBC News).

Hérna er frétt BBC News varðandi þennan jarðskjálfta í suðaustur Afríku.