Kostnaður við Internet tenginu á Íslandi

Að mínu mati er kostnaður við Internet tengingu (í lag flestum tilfellum ADSL) mikill og hefur verið að aukast undanfarið ár. Síðustu mánuði hafa fjarskiptafyrirtækin einnig verið að hækka gjaldskrá sína gífurlega, mesta falda hækkunin var þegar internet þjónustunar lækkuðu erlent gagnamagn úr 80GB niður í 40GB, það hefur verið bent á að það jafngilti 120% hækkun á áskriftinni. Takmarkanir á erlendu gangamagni á Íslandi eru einn mesti þröskuldur fyrir þróun internet þjónustu á Íslandi sem um getur, enda vonlaust að nota internet til fulls þegar fólk þarf að alltaf að hafa áhyggjur af erlendu niðurhali.

Miðað við nágrannalöndin, sérstaklega þó Danmörk og Svíþjóð standa Íslendingar mjög illa þegar það kemur að internet þjónustu við almenning. Kostnaður almennings af Internetþjónustu á Íslandi er mikill og hraðinn er lítill, en mesti hraði sem hægt er að fá hérna á Íslandi er 12Mbps á mestu þéttbýlisstöðum á Íslandi. Annarsstaðar er hraðinn eingöngu 4 til 5Mbps.

Í stuttu máli, internet samband á Íslandi er dýrt, hægfara og hefur verið að versna.