Dýrt internetið í GSM símanum

Internetið í GSM farsímann er dýrt dæmi, sérstaklega ef maður er ekki með neina áskriftarleið hjá Símanum. Það er lítið hald í því gagnamagni sem fylgir Betri leið áskriftarleiðinni fyrir GSM síma. Þar kostar umframgagnamagnið rúmlega 200 kr samkvæmt verðskrá Símans.

Það þýðir að ef fólk horfið á sjónvarp í GSM símanum sínum, þá getur slík notkun kostað fólk rúmlega 5.000 kr (einn fréttatími Rúv rúmlega) ef það er ekki með neina áskriftarleið.

Það er mitt álit að þarf að skoða þessi gjöld símafyrirtækjanna, það getur nefnilega ekki verið að það kosti Símann 200 kr að selja fólki umframgagnamagn í GSM símann.