Íslenska skuldafenið

Íslendingar og Íslenskar viðskiptastofanir, bankar og ríkisstjórn Íslands eru allar í sjálfsneitun. Það er verið að afneita því að „Íslenska útrásin“ er að meirihluta tekin að láni erlendisfrá, með erlendu lánsfé. Þetta var auðvitað ofan á framkvæmdingar við kárahnjúkavirkjun, sem mun ekki skila krónu í ríkiskassan þegar það verður farið að veita orkunni úr virkjunni í álverið á Reyðarfirði. Þetta er svipuð saga með flestar allar fjárfestinganar sem gerðar hafa verið erlendis, þær munu ekki skila neinu í kassa eigandanna næsta áratugina af einfaldri ástæðu. Það þarf að borga upp öll lánin sem hafa verið tekin til þess að kaupa upp þessi fyrirtæki úti, banka, bakarí, verslanir og annað slíkt. Einnig er það ljóst að íslenska ríkið mun ekki sjá mikið af þessum peningum heldur þegar eigendunir eru búnir að borga upp lánin, þar sem megnið af þeim mun aldrei nokkurntíman koma til landsins, heldur mun þetta allt saman verða úti í útlöndum, Danmörku og Bretlandi svo einhver séu nefnd.

En eitt er ljóst, það er búið að hafa þjóðina að fífli þegar það er talað um góðæri á Íslandi. Þetta er ekki góðæri hérna á landi. Þetta er skuldaæði með meiru. Og ofan á þessar skuldir koma vextir með öllu því sem fylgir. Og það kemur að því fyrr en síðar að Íslenska þjóðin mun þurfa að borga upp allt þetta skuldafen. Enda eru bankanir búnir að ganga þannig frá málum að ef þeir klúrða málunum alvarlega, þá fá íslenskir skattgreiðendur reikningin.

One Reply to “Íslenska skuldafenið”

Lokað er fyrir athugasemdir.