Feminstar á Akureyri kvarta undan Utanríkisráðherra

Það eru fleiri en bara Utanríkisráðherra Geir H. Haarde sem eru ekki með neinn húmor. En Feminstafélag Akureyrar er heldur ekki með neitt skyn á húmor. Samkvæmt frétt á mbl.is þá harmar Femistafélag Akureyrar þessa lélegu tilraun Utanríkisráðherra til þess að vera fyndin, en Utanríkisráðherra sagði þetta: „Það er ekki alltaf hægt að fara heim með sætustu stelpunni á ballinu, en önnur gerir kannski sama gagn“. Fyrir utan þá staðreynd hvað þetta er gífurlega léleg tilraun hjá Geir H. Haarde til þess að vera fyndin þá er nákvæmlega engin ástæða til þess fyrir Feministafélag Akureyrar til æsa sig útaf þessum orðum. Og þar fyrir utan þá hafa þær einnig óskað eftir því að fá útskýringu á því hvað Utanríkisráðherra átti við. Þetta gerir auðvitað vont verra fyrir Feminstafélag Akureyrar, ekki nóg með að þær fatti ekki þessa lélegu tilraun hjá manninum til þess að segja brandara, heldur fatta konunar í Femistafélagi Akureyrar ekki heldur hvað felst í þessum orðum sem Utanríkisráðherra Geir H. Haarde lét útúr sér.

Mín skoðun er sú að annaðhvort er Feminstafélag Akureyrar nunnuklúbbur eða það vantar alvarlega uppá kynfræðsluna hjá þessum konum. Og ofan á allt saman, þá ásaka þessar konur í Femistafélagi Akureyrar Utanríkisráðherra um að gera lítið úr konum og honum sjálfum. Þetta er auðvitað fásinna hjá þeim af verstu gerð, þar sem þessi orð hjá Utanríkisráðherra gera ekki lítið úr konum eða honum sjálfum. Þessar konur þurfa að komast í örlítið samband við raunveruleikan og hætta að lifa í heimi þar sem allir karlmenn hata konur og gera lítið úr þeim. Þeir tímar eru auðvitað fyrir löngu síðan liðnir og grafnir.

[Uppfært klukkan 03:15 þann 21 Mars, 2006. Titli breytt]

One Reply to “Feminstar á Akureyri kvarta undan Utanríkisráðherra”

Lokað er fyrir athugasemdir.