ESB tekur ekki orkuna eða fiskin af Íslendingum

Þvert á það sem andstæðingar ESB halda fram, þá mun ESB ekki taka orkuna eða fiskinn frá okkur. Íslendingar hafa nú þegar innleitt orkulög ESB í gegnum EES (enginn tók eftir því!). Það eina sem breytist í fiskveiðimálum eru kvótaúthlutunin. Kvótanum yrði úthlutað frá ráðherraráðinu í Brussel (þar sem Íslenski ráðherran mun vera) til ríkisstjórnar Íslands. Þessi kvótaúthlutun yrði byggð á Íslenskri ráðgjöf og miðuð við Íslenskar aðstæður.

Þrátt fyrir fullyrðingar um annað, þá tekur ESB ekki neitt af aðildarlöndunum. Þau ríki sem ganga í ESB og eru í ESB hafa samþykkt að taka ákvarðanir saman, til þess að allir njóti kosta þess að vinna saman þó svo að hagsmuninir séu ólíkir, en svipaðir.

Íslendingar eiga að ganga í ESB, vegna þess að það þjónar hagsmunum okkar best og við munum fá mikið útúr þeirri samvinnu við þjóðir Evrópu sem er að finna í gegnum ESB.

Ég hvet fólk til þess að taka ekki mark á hræðsluáróðri um ESB. Þess í stað hvet ég fólk til þess að nota google og leita sér upplýsinga, eða fara á vefsíðu ESB og skoða málið á sínum eigin forsendum.

Ég mun halda áfram að upplýsa fólk eftir minni bestu getu og nota eins góðar upplýsingar sem hægt er að finna á hverjum gefnum tíma.