Þetta er bara vitleysa hjá þeim

Bankamenn og verðbréfasalar eiga ekki sjö dagana sæla þessi dægrin hérna á landi. Það eru nefnilega fullt af útlendingum að segja þeim sannleikan, ekki það sem þeir vilja heyra. Bretar eru búnir að segja Íslenskum bönkum og verðbréfasölum að núverandi ástand gengur ekki og muni ekki ganga til langstíma, Bandaríkjamenn einnig. Og núna voru Danir að bætast í þann hóp og segja við íslenska bankamenn og verðbréfasala að núverandi ástand gengur alls ekki og muni ekki virka mikið lengur.

Og hvað gera íslenskir bankar til þess að svara þessari gagnrýni, taka þeir til í sínum fjármálum og laga þau vandamál sem um er rætt. Ef eitthvað vit væri í stjórnun íslenskra banka og verðbréfafyrirtækja þá væri það gert. En því miður fyrir íslenska þjóð og íslensk fyrirtæki þá er ekkert vit í stjórnun íslenskra banka og íslenskra verðbréfafyrirtækja. Í staðþess að sætta sig við þá gagnrýni sem kemur fram, þá keppast bankanir við að tala niður þessar skýrslur sem koma út um stöðu mála í íslensku efnahagslífi. Besta dæmið er það sem gerðist í dag. Danske Bank gaf út skýrslu sem fór yfir stöðu efnahagsmála á íslandi og danski bankinn reiknar með samdrætti í efnahagsmálum hérna á landi næstu tvö árin, eftir gengdarlausa þenslu í efnahagsmálum hérna á landi.

Íslenskir bankar svöruðu þessari skýrslu eins og hinum. En svarið var það sama og við hinum skýrslunum, skýrslur viðkomandi banka (eða greiningarfyrirtækis) eru einfaldlega fullar af rangfærlsum og þessir útlendingar einfaldlega skilja ekki íslenkst efnahagslíf. Það er ekki eins og það sé mikið að skilja í íslensku efnahagslífi, það er svo skuldsetið að þjóðin verður næsta árþúsundið að borga þessar skuldir upp. Staðreyndin er sú að íslenska þjóðin er mjög skuldsett um þessar mundir, og þá bæði ríkið, einkafyrirtæki og einstaklingar. En fyrst og fremst þá eru það íslensku bankanir sem eru sérstaklega skuldsettir, enda hafa íslenskir bankar verið að taka lán uppá nokkra milljarða undanfarið. Síðasta sambankalán sem þeir tóku hljóðaði uppá heila 43 milljarða króna.

Það sem íslenskir bankar og verðbréfafyrirtæki eru að gera er þetta. Það er verið að kjafta upp íslenskt efnahagslíf með loforðum, en það er bara ekki nein innistæða fyrir þessum loforðum þeirra. Eftir allt saman, íslenska útrásin er öll fengin að láni.

One Reply to “Þetta er bara vitleysa hjá þeim”

Lokað er fyrir athugasemdir.