Rangfærslur í sjónvarpsþættinum Kompás

Í sjónvarpsþættinum Kompás á nfs í gær þá var farið mjög frjálslega með staðreyndir sem snúa að niðurhali á sjónvarpsþáttu, kvikmyndum og tónlist. En þar var sérstaklega tekið fram að höfundarréttarhafar fengu ekkert fyrir sinn snúð þegar fólk er að ná í þetta efni á internetinu. Það er einfaldlega ekki rétt, þar sem það er sérstaklega tekið fram í höfundarréttarlögum að það skuli leggja skatt á tæki sem geta geymt tónlist, kvikmyndir eða sjónvarpsþætti. Þetta er nánar útfært í reglugerð sem dómsmálaráðuneytið gaf út fyrir nokkrum árum. En samtök höfundarétthafa fá greitt úr sameiginlegum sjóði, en það eru smáís, stef og fleiri sem falla undir þann hóp.

Það er hinsvegar vonlaust fyrir sjónvarpsstöðvar og aðra aðila í afþreingariðnaðinum að kenna öðrum um nema sjálfum sér um hvernig staðan er í dag. Því miður þetta er nákvæmlega það sem smáís, stef og fleiri eru að gera, kenna öðrum um vegna þeirra eigin mistaka og mótþróa við að aðlagast nýjum tímum. Það er orðin staðreynd að flest fólk vill horfa á sjónvarpsþætti á sínum tíma, ekki þeim tíma sem sjónvarpsdagskráin segir til og þessa þörf eru íslenskar sjónvarpsstöðvar ekki að uppfylla nema að mjög litlu leiti, en upptökulykill digital íslands er gott dæmi um þá þörf sem þarf að uppfylla, en myndbandstæki hafa verið að uppfylla þessa þörf lengi, en eru í dag orðin úrelt miðað við þá stafrænu tækni sem í gangi. Það er einnig sorgleg staðreynd að afþreingariðnaðurinn er farinn að lögsækja sína eigin viðskiptasemi, þetta er hægt vegna þess að á þessum markaði ríkir alger einokun í formi félaga sem fara með hagsmunamál allra fyrirtækja í þessu rekstri. Þetta er stórhættulegt fyrirkomulag og býður eingöngu uppá misnotkun og alltof hátt verðlag.

Það er einnig staðreynd að fara í bíó í dag er rándýrt, í það fyrsta kostar 800kr (síðast þegar ég vissi) inná myndina og ofan á það kostar popp eða sælgæti alveg helling. Þannig að fara einu sinni í bíó getur kostað allt að 1500 kr eða meira. Það er alveg eins hægt að kaupa kvikmyndina þegar hún kemur út á dvd. Einnig sem að fólk vill nota rándýr heimabíókerfi sem margir eru með.

Áróður smáís og fleiri aðila hefur hingað til gert ekkert nema ruglað málið með atriðum sem eingöngu henta þessum hagsmunaðilum. Það er einnig staðreynd að í dag er gífurleg offramleiðsla á kvikmyndum, tónlist og sjónvarpsþáttum og það er engin leið að hægt sé að selja allt með hagnaði.

Tap vegna niðurhals er líklega ekkert, en hingað til hefur verið erfitt að fá raunverulegar tölur um stöður mála. Hinsvegar er það vitað að árið 2004 jókst sala á geisladiskum, þrátt fyrir aukið niðurhal. Og það virðist einnig vera, í tónlistinni allavega að fólk sem nær í tónlist eyðir meiri pening í tónlist, annaðhvort í löglegt niðurhal eða geisladiska. Ég hef því miður ekki neinar fréttir um stöðu mála á sjónvarpsserium og kvikmyndum og sölu á dvd diskum, en það virðist sem svo að hvorki sala á dvd kvikmyndum eða sjónvarpsserium á dvd sé á leiðinni niður (óstaðfest), þrátt fyrir aukið niðurhal.