Ný-frjálshyggjan á Írlandi er á móti Evru og ESB

Núna eru andstæðingar ESB að missa sig yfir þessari hérna frétt á mbl.is og telja að umræddur maður hafi rétt fyrir sér. Gallin er að umræddur maður hefur rangt fyrir sér og það eru góðar ástæður fyrir því.

Aðgangur Íra að evrunni hefur komið í veg fyrir Íslenskt ástand hjá þeim, þá er átt við gjaldeyrishöft, tveggja stafa tölu verðbólgu og stýrivexti. Það er einnig alveg ljóst að ef Írar mundu skipta út evrunni í dag, þá yrði algert hrun hjá þeim sem mundi aðeins enda á einn veg. Í þjóðargjaldþroti.

Það er einnig vert að benda á þá starðeynd, að hagfræðingurinn David McWilliams er ný-frjálshyggjumaður í anda þeirra sem lögðu Íslenskan efnahag í rúst.

Úr Wiki grein um mannin.

[…]
More generally, McWilliams is an admirer of the free-market ideas of monetarist school economist Milton Friedman, as „very much the kernel of most mainstream economic thinking these days“, even if Friedman was „not always spot-on“.[15] McWilliams also argues that Ireland’s wealth is becoming more evenly distributed.[15] He cites Eurostat figures which indicate that Ireland is just above average in terms of equality by one type of measurement.
[…]

Restina af þessari wiki grein er hægt að lesa hérna.

Ég hefði haldið að Íslendingar hefðu fengið nóg af ný-frjálshyggjunni og afleiðingum hennar í kjölfarið á bankahruninu á Íslandi, sem ollu gjaldeyrishöftum með viðeigandi vandamálum í kjölfarið.

Þessi maður hefur kannski rétt fyrir sér í ákveðnum efnahagsmálum, en augljóst má vera að hann hefur rangt fyrir sér þegar það kemur að Írlandi og evrunni. Gjaldeyrisfellingar hafa aldrei reynst þjóðum vel, sérstaklega ekki Íslendingum og reynsla Íra hefur örugglega ekki verið góð í gegnum tíðina af slíkum æfingum.

Ástandið er vissulega erfitt á Írlandi, en það er verra á Íslandi þessa dagna. Eins og þekkt er orðið.