Ólöglegar harðatakmarkanir Símans, Vodafone og fleiri aðila á P2P umferð

Ég er búinn að komast að því að Síminn, Vodafone og hugsanlega fleiri fjarskiptafyrirtæki trufla fjarskiptaumferð (internet) með ólögmætum hætti. Þessi ólögmæta truflun er á P2P netum sem fólk notar mikið í dag, þessi truflun nær helst til svokallaðra torrent P2P flutninga meðal annara. Nær þessi truflun til allra torrent P2P flutninga sem eru erlendis. Þetta er afskaplega truflandi, þar sem margir tölvuleikir nota torrent til þess að dreifa uppfærslum í dag, þar á meðal hinn vinsæli World of Warcraft. Þessi truflun veldur því að fólk er marga klukkutíma að ná í uppfærslur, í staðinn fyrir hálftíma eða klukkutíma ef umferðin hefði verið eðlileg. Ég bendi á þá staðreynd að torrent er líka notað af fyrirtækjum til þess að dreifa þeirra efni til notenda. Þrátt fyrir að umræða um annarskonar niðurhal hafi verið mjög hávær af sérhagsmunasamtökum dreifingaraðila (Smáís, Stef) skemmtiefnins á Íslandi og erlendis undanfarið.

Samkvæmt fjarskiptalögum, þá eru svona truflanir ólöglegar. Einnig má finna umræðu um þetta á Vaktin.is, þar sem fjallað er um þetta athæfi Símans og annara símafyrirtækja.

Vegna þess að þessi truflun Símans, Vodafone og annara er ólögleg og brot á réttindum neytandans. Þá hef ég látið Neytendastofu vita og vænti þess að þeir hafi samband við fjarskiptafyrirtækin og fái þau til þess að hætta þessu. Enda er ólöglegt að svindla svona á neytendum eins og þarna er gert.