Ríkisstjórnin breytir ríkisfyrirtækjum í hlutafélög

Það er ótrúlegt að fylgjast með skammarverkum ríkisstjórnar íslands þessa dagana. En ríkisstjórnin stendur í því þessa dagana að hlutafélagavæða ríkisfyrirtæki áður en hægt er að einkavinavæða þau. Eins og gert var með símann. En núna er Rarik orðið Rarik hf. samkvæmt lagabreytingu sem var samþykkt um daginn. Og núna á að breyta Rúv í Rúv hf, samkvæmt lagabreytingu sem er verið að ræða þessa stundina á Alþingi.

Þessar breytingar sem er verið að gera á ríkisfyrirtækjum eru til skammar. Og enginn hagnast á þeim til langs tíma. Það er kominn tími til þess að skipta um ríkisstjórn á Íslandi.