Þjóðfélag óttans

Ég á heima í þjóðfélagi óttans. Mér er kennt í gegnum fjölmiðla að óttast, og ekki bara hvað sem er, heldur er mér og fólkinu í landinu sagt hvað það á að óttast í gegnum fjölmiðla. Hvort sem það er fuglaflensa, hryðjuverkamenn eða bara eitthvað annað sem þeim dettur í hug að koma fram með sem er hræðilegt og hættulegt. Þetta þjóðfélag óttans er búið að ganga svo langt, að það er byrjað að skerða mannréttindi fólks til þess að hafa hemil á þeim hættum sem eru búnar til. Það er einnig staðreynd að myndavélaeftirlit hefur stóraukst, í nafni þess að koma í veg fyrir glæpi. Hinsvegar er margt sem bendir til þess að glæpir séu að minnka, og þá hefur það ekkert með eftirlit að gera.

Og það allra versta við þetta allt saman er að fólk kaupir þessa vitleysu, hrátt og gagnrýnislaust. Mín skoðun er sú að það er komið nóg af þessum hræðsluáróðri sem tröllríður þjóðfélaginu.

Ég byrjaði á því að hætta að vera hræddur við eitthvað sem er sagt frá í fjölmiðlum.