Hleranir stjórnvalda á Íslandi

Fyrir þá sem ekki tóku eftir því í fyrra, þá voru gerðar breytingar á fjarskiptalögum sem innihalda meðal annars þessar hérna breytingar.

2. gr.
Við 6. gr. laganna bætast tvær nýjar málsgreinar sem orðast svo:
Fjarskiptafyrirtæki skulu án endurgjalds tryggja þar til bærum yfirvöldum aðgang að búnaði til hlerunar símtala og annarrar löglegrar gagnaöflunar í fjarskiptanetum sínum eða fjarskiptaþjónustu.
—-
a.
Á eftir 2. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
Þrátt fyrir ákvæði 1. og 2. mgr. skulu fjarskiptafyrirtæki, í þágu rannsókna opinberra mála og almannaöryggis, varðveita lágmarksskráningu gagna um fjarskiptaumferð notenda í sex mánuði. Lágmarksskráningin skal tryggja að fjarskiptafyrirtæki geti upplýst hver af viðskiptavinum þess var notandi tiltekins símanúmers, IP-tölu eða notandanafns, jafnframt því að upplýsa um allar tengingar sem notandinn hefur gert, dagsetningar þeirra, hverjum var tengst og magn gagnaflutnings til viðkomandi notanda. Fjarskiptafyrirtæki skal tryggja vörslu framangreindra gagna og er óheimilt að nota eða afhenda umræddar upplýsingar öðrum en lögreglu eða ákæruvaldi í samræmi við ákvæði 3. mgr. 47. gr. Eyða ber umferðargögnunum að þessum tíma liðnum enda sé ekki þörf fyrir þau á grundvelli 2. mgr.

Hægt er að lesa meira úr þessum breytingum sem voru gerðar á fjarskiptalögum hérna.