Áróður gegn ESB í Eurovision á Rúv

Þetta hérna er til skammar af Rúv. Sérstaklega þar sem að kynnirinn er að brjóta hlutleysisreglur varðandi ESB mál. Kynninum er auðvitað frjálst að hafa sína skoðun, en hann getur haldið henni fyrir sjálfan sig eða skrifað hana á sitt persónulega blogg. Hinsvegar hefur hann ekkert með að gera að koma með svona athugasemdir í útsendingu Rúv.

„Við höfum ekkert í þetta Evrópusamband að gera ef við náum ekki inn á topp tíu það er alveg á hreinu,“ sagði kynnir kvöldsins Sigmar Guðmundsson

Tilvitnun er fengin af vef DV þann 16 Maí 2009

Þessi tilvitnun er úr þessari frétt DV og er víst bein tilvitnun í orð Sigmar Guðmundssonar kynnis Eurovisions útsendingar Rúv. Hérna er um að ræða áróður gegn ESB og verið að nota til þess alls óskilt málefni til þess að fá fram neikvæða umræðu um ESB og hugsanlega aðild Íslands að sambandinu.

12 Replies to “Áróður gegn ESB í Eurovision á Rúv”

  1. Þú hlýtur að vera grínast með þetta?

    Þetta er ekki neinn áróður þarna í gangi, þetta var saklaust comment hjá gaurnum þar sem hann þóttist vita það að við yrðum í topp 10.

    Jón : Sérstaklega þar sem að kynnirinn er að brjóta hlutleysisreglur varðandi ESB mál.

    Þú ættir kannski að fara kvarta aðeins yfir restinni af fjölmiðlum fyrir þeirra brot gegn hlutleysis reglum, manna verstur er þar Egill í silfrinu, hvar er þín hneykslun á honum??

  2. Ég er nú mikill stuðningsmaður inngöngu í ESB og tel það gæfuríkasta spor sem íslensk þjóð gæti stigið og ætti að vera búin að stíga fyrir löngu. Hins vegar fannst mér þetta nú algjörlega saklaust comment hjá Sigmari. Mér fannst þetta bara fyndið innskot hjá honum. Menn verða nú að passa sig á að verða ekki ofurviðkvæmir.

  3. Hetjan. Hérna er ekki nein taugaveiklun, hinsvegar fannst mér þetta óviðeigandi og mér finnst óviðeigandi að blanda saman há-pólitísku máli inn í skemmtun fólks hjá fólki.

  4. Fjögur efstu löginn í Eurvísion voru reyndar frá löndum sem EKKI eru í ESB.

    Það er nú meira hvað ESB-sinnar eru viðkvæmir þessa dagana.
    Allir þeir sem mælka ESB ekki bót eru rakkaðir niður.

    Hefði RÚV hrósað ESB, hefðir þú verið sáttari og litið á það sem traustsyfirlýsingu við ESB?

  5. Ég hefði líka kvartað yfir því. Annars er fyndið að reyna sjá fólk gera tilraun til þess að nota þetta gegn mér (andstæðingar ESB þ.e.a.s).

  6. Hvað með áróður í hina áttina, allir þeir sem eru álitsgafar í fréttatímum RÚV eru ESB sinnar. Hefur Jón Frímann ekki áhyggur af því? Samt eru ESB sinnar ekki nema um 40% þjóðarinnar

    kv.
    Jón Þór

Lokað er fyrir athugasemdir.