Ætlar Ögmundur ekki að gera neitt til þess að lækka kosnað fólks af tannlæknum

Ögmundur Heilbrigðisráðherra talar um að setja sérstakan skatt á sykri þessa dagana. Afsökunin sem hann notar til þess að viðra þessa afskaplega undarlegu hugmynd sína er sú að tannheilsa Íslendinga er afskaplega bágborin. Það virðist hinsvegar hafa farið algerlega fram hjá Ögmundi að það er dýrt að fara til tannlæknis, og vegna þess að það er dýrt að fara til tannlæknis þá frestar fólk því þangað til að allt er komið í óefni og tannskemmdir jafnvel orðnar miklar.

Það er mun vænlegra til árángurs að lækka beinan kostað fólks við að fara til tannlæknis heldur en að leggja sérstakan skatt á sykur. Það er nú bara þannig tennur skemmast af fleiru en sykri, og því er heimskulegt að skella skuldinni eingöngu á sykurneyslu Íslendinga. Í því ljósi er það undarlegt að Ögmundur Heilbrigðisráðherra skuli ekki tala fyrir því að bæta tannlæknaþjónustu á Íslandi, þá með því að lækka kostnað almennings með því að fara til tannlæknis. Það ætt og sér mun bæta tannheilsu Íslendinga, þar sem þá mun fólk ekki þurfa velta fyrir sér hverri krónu þegar það fer til tannlæknis.

Heilbrigðismál eiga að snúast um lausnir sem virka fyrir almenning á Íslandi, ekki um persónulegar hugdettur Heilbrigðisráðherra.

Ég ætla að benda á í skattahækkunardeildinni að þá er VSK á gosi, nammi og öðru slíku eingöngu 7%. Ef Ríkisstjórnin vill hækka skatta, þá er hægt að auka VSK á þessum vörum úr 7% í 24,5%. Það er aftur á móti glórulaus heimska að leggja á sérstakan sykurskatt að mínu mati. Hingað til hefur Ögmundur ekki fært rök fyrir þessu, og á meðan svo er. Þá er ég á móti tilgangslausum skattahækkunum.