Valdið stígur Vinstri Grænum til höfuðs

Valdið virðist vera að stíga Vinstri Grænum eitthvað til höfuðs þessa dagana. Núna í dag er talað um sykurskatt til þess að vernda tennur, sem er undarlegt þar sem skattar venda ekki tennur beint. Ódýrari tannlæknaþjónusta gerir það eins og ég hef skrifað um undanfarið.

Steingrímur J. tekur undir skattahækkunartillögur Ögmundar, en virðist ekki gera sér grein fyrir tilgangsleysi þeirra, sérstaklega þar sem tennur skemmast af fleiru en sykri.

Frétt Rúv um undirtektir Steingríms J. á skattahækkunartillögum Ögmundar.

Ef þetta verður áframhaldið hjá Vinstri Grænum, þá geta þeir farið að æfa stjórnarandstöðuna eftir næstu kosningar.