Hvaða lausnir eru í boði

Það hefur verið talsvert merkilegt að sjá fólk tala fyrir lausnum síðustu vikunar. Þessar umræður eru merkilegar vegna þess ósamræmis sem gætir í þeim, og oft á tíðum óraunverulega hugmynda sem þar er að finna. Margir tala um að Íslendingar eigi að auka útflutning sinn, en vilja á sama tíma halda Íslandi fyrir utan ESB, án þess að gera sér grein fyrir því að útflutningur frá Íslandi er takmarkaður vegna þess að Íslendingar eru eingöngu aðilar að EFTA og EES, en ekki ESB. Aðild að ESB mundi nefnilega tryggja tollfrjálsan útflutning til annara ESB, og í kjölfarið auka tekjur Íslendinga í hlutfalli við aukinn útflutning. Það er líka staðreynd að útflutningur frá Íslandi er takmarkaður í fjölda vöruflokka. Þó aðallega landbúnaðarvörum, en Íslendingar gætu við inngöngu í ESB flutt út skyr (skyr yrði vinsæl vara í Evrópu) í eins miklu magni og hægt væri og mundu hafa allan markaðan fyrir sjálfan sig, enda er skyr séríslensk vara og fæst hvergi annarstaðar í Evrópu. Sama gildir um fleiri vörur frá Íslandi, sem fást ekki í Evrópu vegna þess að Íslendingar eru ekki aðildar að ESB.

Það fást einnig fleiri lausnir við aðild að ESB, sem dæmi þá verður hægt að festa gengi krónunnar við gengi evrunnar með föstum vikurmörkum upp á 15%. Þegar það gerist verður hægt að lækka vaxtarstigið almennilega, ef það verður ennþá hátt þegar að þessu kæmi. Þetta mundi einnig boða verðlækkanir og verðstöðugleika á þeim vörum sem Íslendingar flytja inn og út. Það er einnig ljóst að við inngöngu í ESB, þá mun verðtryggingin hverfa og húsnæðislán fólks loksins taka að lækka við hverja greiðslu, en ekki hækka eins og gerist í dag.

Ég hef verið að leita eftir lausnum frá andstæðingum ESB, en engar fundið. Nema þá helst hugmyndir þeirra um að fara aftur 40 til 50 ár aftur í tímann þegar það kemur að efnahag og lífsskilyrðum Íslendinga. Í mínum huga er það ekki lausn, heldur dómur yfir þjóðinni í skuldafangelsi og þrældóm sem mun ekki skila neinu þegar á reynir.

7 Replies to “Hvaða lausnir eru í boði”

  1. sæll Jón,

    Ég veit ekki betur en að allar iðnaðarvörur og fiskur séu tollfrjáls í Evrópu, og við megum flytja ákveðið magn af landbúnaðarvörum til Evrópu á ári. Við höfum að því sem ég best veit aldrei náð að fylla þann kvóta.

    Með skyrið, heldur þú virkilega að menn séu ekki að reyna? Vandamálið er að geymslutími Skyrs er mánuður og það er of stutt fyrir sjófluttinga. Hvernig landbúnaðarvörur heldur þú að við fáum frá „fyrirheitnalandinu“ ef staðan sé svona. Það kaupir enginn skyr sem er 10 dagar eftir í síðasta söludag, þegar sést að varan er framleidd fyrir 3 vikum síðan!

    Að festa gengi krónunar við EU er alveg fáránelg hugmynd, þú hefur greinilega misst af því sem gerðist árið 2000. Seðalbankinn reyndi að verja krónuna með vikmörkum og það kostaði gríðarlegar upphæðir á þeim tíma. Lausnin á efnahagsvanda okkar snýst um að stjórnmálamenn hegða sér ekki eins og fávitar. Byggi tónlistarhús og fjölgi listamönnum á aumingjabótum (heitir víst listamannalaun en bara þeir listamenn sem eru ekki nægilega góðir til að fá góðar tekjur fá þessar „atvinnuleyisisbætur listamannna“. Þessar aumingjabætur eru helmingi hærri en atvinnuleysisbætur skattgreiðenda.) Tónlistarhúsið er bara merki um hræsnina í þessu fólki.

    Þú segist ekki heyra lausinr á vandamálum frá Andstæðingum ESB en þær eru fleyrri en hjá ESB sinnaða flokknum Samfylkingunni. Villtu að ég telji upp dæmi? Stjórnarsáttmálinn er bara einn brandari um algjörlega freðið fólk sem kann bara vera inní kerfi sem virkar ekki.

    Ég spyr bara; af hverju eru lífeyrissjóðirnir ekki notaðir til að kaupa krónubréfinn á gafprís og opna þannig gjaldeyrirsmarkaðinn uppá gátt? Best væri að byrja á að þjóðnýta þá, taka erl eignir þeirra og selja, nota peningana til að kaupa krónubréfinn á 20%-40% afslætti eins og markaðurinn er núna. Síðan afhenda sjóðinn til eiganda sjóðana, almennings sem kýs stjórnir sjálf.

    Versta við þessa lausn að þá missa helstu „sponsorar“ vinstri flokkana völd. Verkalíðsforkolfanrir verða með örðum orðum valdalausir.

    ESB er rétta leiðinn að fátækt. Vextir hér á landi eru vegna þess að stjórnmálamenn eru heimskir. Við vorum bara heppnir að Vinstri flokkarnir hafi ekki verið við stjórn öll þessi ár. Gefðu þér núna tíma og lestu það sem vintri flokkarnir lögðu til í ríkissfjármálum þegar þeir voru í stjórnarandstöðu. Að skera niður, Nei. Að eyða meira, Já.

    kv.
    Jón Þór

  2. Það eru tollar á unnum fiski frá Íslandi og öðrum vörum, það eru lægri tollar á óunnum fiski frá Íslandi. Vegna þess tapast uþb 2000 störf á Íslandi samkvæmt fréttum.

    Ég vænti þess að þú hafir heyrt af vöruflutningum með flugi.

    Gengi krónunnar yrði fest með ERM II og þá mundi ECB einnig verja krónuna í samvinnu við Seðlabanka Íslands.

    Restin af þessu svari þínu, er því miður innantóm þvæla.

  3. Sæll

    Já, það er rétt, það eru einhverjir tollar af fiski. En samt er saltfiskur unnin hér á landi. Vandamálið snýst frekar um að ódýrara er flytja óunnin fisk en fisk í umbúðum. Það kostar að flytja loft. þessi 2000 störf eru líklega láglaunastörf bara vegna fluttingskostnaðar til að geta haldið verðinu niðri. Kannski gott í þessu ástandi núna en til lengri tíma mun enginn vilja vinna þessi störf.

    Já, ég hef líka heyrt um flutting í flugi, og ég er búinn að skoða þetta sjálfur. Það er of dýrt að flytja mjólurvörur nema sjóleiðina.

    Heldur þú virkilega að ECB muni verja krónuna falli?
    Af hverju fékk Litháen hinimhátt lán frá ECB? hver mun greiða það lán til baka, Skattgreiðendur í Litháen. Æðisleg hjálp frá ECB. Hjálpinn var veitt að hluta til að halda uppi trúverðuleika myntsamstarfsis.

    Um að þú sért að væna mig um innantóma þvælu langar mig til að þú færir rök fyrir því. Ágætt væri að þú myndir líka svara spurningu minni síðan ég svaraði þér á bloggi Haraldar Hanssonar um hvað væri traust hagkerfi. Eins líka langar mér að sjá sparnaðartillögur vinstri flokkana þegar þeir voru í stjórnarandstöðu. ég hef ekki fundið þær.

    Síðan langar mig að benda þér á þessa frétt.
    http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item266288/ Írar eru að fá yfir sig 14% atvinnuleysi. Það er afar traust hagkerfi sem Evran er að búa til handa þeim. Þeir væru betur settir með að henda Evrunni og láta írska punið falla. Ætli að atvinnuleysi hér nái 10%? Írar eru annars heppnir að vera tæknimenntaðir og þurfa ekki að treysta á ferðamannaiðnað eins og Spánverjar. Það er góð regla að atvinnuleysi aukist í um það bil 18 mán eftir að botni kreppu sé náð( í stóru hagkerfunum) Ætli atvinnuleysi á Spáni nái ekki 21%-23%. Hvaða hagkerfi þolir það?

    ég minni á fyrra blogg þitt um að ef hagkerfi lendir í vandræðum í EUR þá er í lofa lagið að lækka laun. Hvernig gengur annars að lækka laun kennara, og hvað hefur Guðmundur Gunnarsson hjá Rafiðnaðarsambandinu látið hafa eftir sér vegna launaskerðingar í Orkuveitunni?

    Ýmislegt í svari þínu bendir til þess að þér finnst Gagnrýni ekki góð, en þér hentar einræður ágætlega.

    Ekki satt?
    kv.
    Jón Þór

  4. Írar voru í hrikalegri bólu, ástandið þar er erfitt, en það er verra hjá Íslendingum.

    ERM II festir gengi krónunnar við evruna á 15% mörkum. Varðandi Lettland, þá fékk það land lán frá ESB og IMF til þess að koma í veg fyrir meiriháttar vesen þar í landi, ástandið er nógu slæmt nú þegar í þessum löndum. Hinsvegar hefur enginn banki farið á hausin í þessum löndum svo ég viti til.

    Þú fattar eitt ekki, það er búið lækka laun Íslendinga í dag um rúmlega 60 til 70% út á hreina gengisfellinu, þessi tala er miklu hærri þegar vextir og verðbólga koma inn í hana. Á evrusvæðinu lækka launin ekki vegna þess verðbólgu, eða gengisfellinga.

    Það blogg sem þú vísar í vitnar í orð Eiríks Bergsmans Evrópusérfræðings.

    Traust hagkerfi er stöðugt hagkerfi. Ekkert annað, Íslenska hagkerfið er óstöðugt vegna smæðar sinnar og lítillar samkeppnishæfni.

    Ég veit ekki betur en að þú fáir að vaða hérna uppi með gangrýni á minn málflutning. Þú kemur einnig með fullyrðingar um hitt og þetta sem eru minna réttar en annað sem þú segir. Þannig að mér finnst það afskaplega undarlegt að þú skulir saka mig um að geta ekki tekið gagnrýni. Vegna þess að ég þori að taka gagnrýni, en þú skalt þá reikna með því að ég svari fyrir af fullum krafti.

    Um ERM II.

    http://en.wikipedia.org/wiki/European_Exchange_Rate_Mechanism
    http://ec.europa.eu/economy_finance/the_euro/joining_euro9407_en.htm

  5. Sæll
    Já Írar eru nefnilega að fara svo illa útúr þessu ástandi vegna þess að þeir geta bara notað ríkissjóð til að laga ástandið, við getum notað ríkið (rekið það með halla) og krónuna.

    Að Festa gegni er hættulegt eins og Lettar eru að reyna. Þeir festu reydnar beint eins og þú veit við Evruna. Það er ekki merki um að hagkerfi sé gott að enginn banki sé farinn á hausinn. Írar sem dæmi eru skuldsettir um 100% af landsframleiðslu þar sem þeir ákváðu að halda bankakerfinu í staðinn fyrir að láta það fara á hausinn. Þeir þurfa síðan að eiga við að byggja upp hagkerfið sem mun taka þá áratug.
    Laun íslendinga eru búinn að lækka um 70% en samt er 9,1% atvinnuleysi. Störfum er að fjölga í útfluttingi en fækka í þjónustu. Þegar líða tekur á munu útfluttingur taka meira við sér og atvinnuleysi lækka. Líklegt er að krónan strykist um 15%-20% og meira ef lífeyrissjóðirnir myndu leysa jöklabréfavandann. Það virðist ekki vera áhugi á því.
    Ef krónan styrkist ekki á næstu árum hljóta raunlaun að hækka, það er reglan ef krónan er undir langtímajafnvægi í langan tíma. Ef það væri Evra hér, heldur þú að Guðmundur Gunnarsson og kennarar myndu samþykkja launalækkun? Hjúkrunarfræðingar?

    Hefur þú velt fyrir þér hvernig staðan væri hér ef ríkið hefði bjargað bönkunum? Skattgreiðendur að greiða fyrir klúrður útrásavíkingana?

    Íslenska hagkerfið er sennilega ekki óstöðugar en Spænska og Írska hagerkfið. Öll þessi lönd eru í uppbyggingu. Við erum reyndar með mestu auðlyndirnar og munum því væntalega hafa betur. Síðan þarf að taka af verðtrygginu hér, þá munu vaxtabreytingar bíta beint. Lífeyrissjóðirnir vilja það ekki.

    Þú verður að átta þig á að samkeppnishæfni okkar er í fiski, raforku, landi og mannauð. Krónan hjálpar okkur að minnka sveiflurnar í efnahagslífinu. Núna minnkar innfluttingur og hvati fyrir útflutting eykst. Þú mátt ekki horfa á tímabilið 2006-2008 þegar bankarnir mokuðu peningum inní landið og í raun komu okkur í þá stöðu sem við erum í nú. Í staðinn fyrir launaskerðingu í Evrópu fá þeir langtímaatvinnuleysi, er það betra? Seðlabankar þurfa að velja á milli verðbólgu eða atvinnuleysi, seðlabanki Evrópu hefur valið Atvinnuleysi.

    Íslenska hagekrfið er að takast á við vandamál sem það bjó til sjálft. Skoðaðu hlutfall ríkisútgjalda á móti landsframleiðslu síðustu 10 ár. Ríkið var allan tíman að eyða meiru sem nam aukningu á landsframleiðslu. með öðrum orðum; Ríkið jók sinn hluta í hagkerfinu í staðin fyrir að draga úr eins og það átti að gera. Og ekki komu neinar sparnaðartilllögur frá vinstri mönnum, þannig að ég vil meira að þeir hafi ekki verið betri sjálfir.

    Síðan voru engar reglur á bönkunum og stjórnmálamönnunum.

    Hvaða fullyrðingar villtu að ég komi með heimildir fyrir? Ég tel mig ekki vera „vaða“ upp með málflutting án raka. Villtu að ég eyði smá tíma að finna „sparaðartilögur“ vinstriflokkana þegar þeir voru í stjórnarandstöðu? Ég verð fjótari að finna tillögur um heimskuleg útgjöld.
    Kv.
    Jón Þór

  6. Störfum á Íslandi er að fækka þessa dagana (atvinnuleysið). Ríkið bjargaði bönkunum, en keyrði þá í þrot og bjó til nýja úr rústum hinna gömlu og tók yfir hluta þeirra skulda sem þar var að finna.

    Samkeppnishæfni Íslendinga er verulega skert vegna krónunar, sbr fréttina um ölgerðina sem var að reyna að selja bjór erlendis en gat það ekki vegna óstöðugleika krónunnar.

    Hagkerfið á Spáni lenti í húsnæðisbólu, bankanir á Spáni eru traustir vegna mjög harðra og strangra reglna þar í landi. Írar lentu einnig í bólu, en sú bóla var blanda af húsnæði og annarsskonar bólu í Írska hagkerfinu. Þar í landi hefur enginn banki ennþá farið á hausinn.

    Lettar eru bæði innan ERM II og með fastgengisstefnu. Það hefur komið í veg fyrir meiriháttar vandamál í ætt við þau sem Íslendingar standa frammi fyrir í dag (gjaldeyrishöft t.d).

    Raunlaun hafa aldrei hækkað á Íslandi í svona ástandi, skoðun á sögulegum gögnum sýnir að raunlaun lækka alltaf í svona ástandi, eins og er raunin nú þegar í dag.

    Íslenska ríkið er einnig rekið með halla, fór það fram hjá þér ?

  7. Sæll
    Já störfum hefur fækkað hér, það er rétt, en taktu eftir því þrátt fyrir efnahagshrunið er atvinnuleysið hér minna en á Írlandi (13%) og Spáni 17%. Ástæðan er fyrst og femst að grunnatvinnuvegir okkar eru sterkari og síðan hefur krónan hjálpað okkur við að auka verðmæti útfluttings.
    Með Ölgerðina, þá er málfluttingur hennar byggður á dálítið sérstökum forsendum. Þeir gátu ekki samið við breta vegna þess að krónan sé ónýt. Ok. Krónan hefur fallið um ca 80% sem þýðir að aðföng þeira innanlands hafa lækkað um 80% (laun, og fl) en á móti kemur að innfluttar vorur(humall, lakkrís og fl) hefur hækkað um 80%. Þar sem þeir voru að selja erlendis ættu þeir að græða á þessu. En þeir segast tapa á þessu þar sem krónan sé óstöug. Skrítið.

    Hinsvegar ef krónan væri ekki til og Evran væri, myndi krónan ekki sveiflast neitt(hún væri ekki til) og samkeppnisverð stöugt. Því væru þeir ekki að byrjast við innflutting í sama mæli og ef króna væri. Bónus og öðrum aðilum er í lófa lagið að flytja inn vörur í samkeppni við þá ef krónan er sterk. ég vek athygil þín á að samkeppnisstaða ísl bjórs hefur batnað mjög mikið eftir að krónan féll.

    Ölgerðinn er annar af ráðandi aðilum á markaði og það hentar þeim vel að koma í veg fyrir samkeppni sem gerast vegna sveifla í öðrum gjaldmiðlum. Þá er evrusvæðið erfiðast, þar eru stórir framleiðendur.

    En Evaran hentar vel fyrirtækjum sem er ráðandi á markaði þar sem Evran kemur í veg fyrir að lítill fyrirtæki geti harslað sér völl þegar sveiflur verða í gjaldmiðli. Óbeint dregur þá Evran úr samkeppnishæfni lítilla fyrirtækja og fækkar störfum. Því vilja eigendur Ögerðarinnar taka upp Evru.

    Spánn: ein og ég er búinn að benda þér á, eru 1 milljón fasteigna auð á spáni. Stórubankarnir þar standa ágætlega, en bankar sem eru littlir (sparisjóðir) standa illa. Þeir lánuðu þar sem þeir voru undnaþegnir reglum um bindiskyldu.

    Þjóðir lenda ekki í húsnæðisbólu, að segja þetta er eins og segja að segja að ég hafi lent í fylleríi um helgina. hefði ég verið fullur var það mín ákörðun.

    Það sem gerðist á spáni var að þegar Evran kom þangað byrjaði gríðarleg uppbygging á styrkjum frá ESB. síðan hélt þetta áfram og þar sem land var ódýrt og laun lág var auðvelt fyrir norðurevrópubúa að kaupa eignir þarna. Laun hækkuðu þar sem eftirspurn eftir vinnuafli jókst, meira byggt og verð hækkaði. Allt í blóma eða þannig. en síaðn kemur í ljós að þegar ferðamannaiðnaðurin dregst saman það var enginn innistæða fyrir öllum þessum byggngum. Það standa um 1 milljón hús á spáni óseld miðað við mannfjölda er það sambærilegt og stæðu 5000 hús auð á reykjavíkursvæðinu en þau eru bara 1200 og ca 1200 í byggingu. Það var verðbólga á sama tíma á Spáni en spánn viktaði ekki nógu mikið til að halda uppi verðbólgu í Evrulandi sem þýtti að þenslan jókst þar til að hún sprakk. Semsagt, Evran hjálpaði ekki við hagstjórnina.

    Lettar eru í gríðarlegum vandræðum, jú þeir eru lausir við okkar vandamál, en þau fá önnur í staðinn. Þeir halda vöxtum hærri en á Evrusvæðinu en þar sem menn eru að missa trú á gjaldmiðlinum hafa þeir tekið stórt lán til að skipta Evru fyrir Lit(sem er þeirra gjaldeyrir) Þannig eru þeir búnir að skuldsetja ríkið gríðarlega til að halda í gjaldeyrisstöðugleika. Útfluttingstekjur þeirra aukast ekki neitt þar sem Evruland er nánast einu viðskiptaaðilarnir. útfluttingstekjur þeirra dragast nú hratt saman, og þeir þurfa að lækka laun verulega til að halda ríkinu gangandi.

    Jú, raunlaun á íslandi hafa hækkað verulega síðustu ár. sem dæmi eru raunlaun núna þau sömu og voru fyrir 6 árum. ég get tekið saman upplýsingar um þetta fyrir þig ef þú villt, en hagstofan og seðlabankinn taka saman upplýsingar um þetta reglulega. Ef þú skoðar þá vefi getur þú séð þetta þar.

    Já rétt hjá þér, ísl ríkið er rekið með sama halla í ár og bandaríska ríkið, ca 14% af landsframleiðslu. við verðum fljótari upp en öll lönd Evrópu nema Kýpur. Kýpur er ennþá í uppbyggingarfasa og virðist kreppan ekki bíta þá strax.

    Það sem er munurinn á okkur er sá að þú heldur að það sé hægt að bíða í 5 ár eftir því að EU til að bjarga landinu. Það er ekki hægt.

    vandamál okkar eru fyrt og fremst handónýtir stjórmálamaenn. Steingrímur er gamall kerfiskall og Jóhann er flugfreyja sem hefur hefur enga þekkingu til að stýra heilu ríki. Þar fyrir utan er hún með lík í lestinni, Össur, Björgvin Sig sem hafa aldrei þurft að axla ábyrgð á yfrigripsmikilli vanþekkingu á því sem þeir áttu að gera til að bjarga okkur frá bankahruninu.
    kv.
    Jón Þór

Lokað er fyrir athugasemdir.